Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 16:04 Það minnir svo ótal margt á jólin á Akureyri þessi dægrin. Linda Ólafsdóttir Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun. Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli. Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu. „Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða. Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn. Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum.Linda ÓlafsdóttirHér gætu íbúar þurft að grafa sig út.Vísir/VilhelmLýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/VilhelmSkóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun.Linda ÓlafsdóttirSumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.Linda ÓlafsdóttirMeiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.Linda ÓlafsdóttirEf einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður.Linda ÓlafsdóttirVið kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur.Linda Ólafsdóttir Jól Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun. Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli. Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu. „Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða. Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn. Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum.Linda ÓlafsdóttirHér gætu íbúar þurft að grafa sig út.Vísir/VilhelmLýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/VilhelmSkóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun.Linda ÓlafsdóttirSumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.Linda ÓlafsdóttirMeiri snjór, meiri snjór, meiri snjór.Linda ÓlafsdóttirEf einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður.Linda ÓlafsdóttirVið kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur.Linda Ólafsdóttir
Jól Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira