Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 18:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, íhugar ekki stöðu sína vegna Klaustursupptakanna. Fréttablaðið/Eyþór Upptökur af ósæmilegum talsmáta nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins hafa ekki orðið Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, tilefni til að íhuga stöðu sína. Hann segir þingmenn Flokks fólksins sem voru reknir úr þingflokki sínum velkomna í Miðflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason taki sér launalaust leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð var einn þeirra sex þingmanna sem sátu saman að sumbli á hótelbarnum Klaustri og ræddu menn og málefni á óviðeigandi hátt. Fjölmiðlar hafa fjallað um ummæli sem þingmennirnir höfðu uppi og byggt á upptökum sem voru gerðar án vitundar þingmannanna. Tilkynnt var í dag að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sem þóttu hafa uppi sérstaklega óviðeigandi orð um konur í stjórnmálum tækju sér leyfi frá þingstörfum. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigmundur Davíð að það væri þingmannanna tveggja á meta hvernig þeir standi að leyfinu en að það verði launalaust. Varamenn kæmu inn fyrir þá sem Sigmundur Davíð sagði öfluga. Gott væri að vita af því „í framhaldinu“. Í viðtali við Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð ekki liggi fyrir hversu lengi þingmennirnir verði í leyfi. Þeir þurfi svigrúm til að meta það. Á upptökunum mátti heyra Sigmund Davíð taka undir þegar Bergþór hafði uppi sérstaklega óviðeigandi orðbragð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Sjálfur sagði hann um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og fyrrum flokkssystur sína í Framsóknarflokknum, að henni væri ekki treystandi og að „hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“.Segir þingmenn annarra flokka hafa sagt ótrúlega hluti um flokksfélaga sína líka Spurður að því hvort að hann hefði íhugað eigin stöðu eftir að upptökurnar urðu opinberar sagðist Sigmundur Davíð ekki hafa gert það. „Auðvitað ef sú væri raunin eins og einhver orðaði það að menn almennt stigi til hliðar eftir að hafa setið við svona umræðu þá væri orðinn þunnur bekkurinn á Alþingi, það væru fáir eftir,“ sagði Sigmundur Davíð og virtist vísa til ummæla Þorsteins Sæmundssonar, flokksbróður síns. Með því sagðist Sigmundur Davíð ekki réttlæta það að hafa setið þessa samkomu eða aðrar sambærilegar í gegnum tíðina. Hann sé alls ekki þeirrar skoðunar að talið sé eða hafi nokkurn tímann verið ásættanlegt. Sagðist hann skammast sín, ekki síst fyrir að hafa ekki gripið inn í og stöðvað talið. Sigmundur Davíð gekk hins vegar ekki svo langt að biðjast afsökunar á uppákomunni, hvorki í viðtalinu né í bréfi sem hann sendi miðflokksfólki í dag. Á báðum stöðum vísaði hann til þess að þingmenn annarra flokka hefðu talað á sambærilegan hátt á samkomum sem þessari frá því að hann settist fyrst á þing. „Mér hefur reyndar fundist skrýtið að sjá fólk sem ég hef hlustað á segja ótrúlega hluti um félaga sína, jafnvel ógeðfellda, birtast núna fullir vandlætingar yfir því sem var tekið upp,“ sagði Sigmundur Davíð við Bylgjuna. Um Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson sem voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna í dag sagði Sigmundur Davíð þá velkomna í Miðflokkinn eins og aðrir. Á Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð að eftir því sem hann best vissi hefðu þeir einstaklingar sem þingmennirnir fóru ófögrum orðum um verið beðnir afsökunar. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Upptökur af ósæmilegum talsmáta nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins hafa ekki orðið Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, tilefni til að íhuga stöðu sína. Hann segir þingmenn Flokks fólksins sem voru reknir úr þingflokki sínum velkomna í Miðflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason taki sér launalaust leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð var einn þeirra sex þingmanna sem sátu saman að sumbli á hótelbarnum Klaustri og ræddu menn og málefni á óviðeigandi hátt. Fjölmiðlar hafa fjallað um ummæli sem þingmennirnir höfðu uppi og byggt á upptökum sem voru gerðar án vitundar þingmannanna. Tilkynnt var í dag að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sem þóttu hafa uppi sérstaklega óviðeigandi orð um konur í stjórnmálum tækju sér leyfi frá þingstörfum. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigmundur Davíð að það væri þingmannanna tveggja á meta hvernig þeir standi að leyfinu en að það verði launalaust. Varamenn kæmu inn fyrir þá sem Sigmundur Davíð sagði öfluga. Gott væri að vita af því „í framhaldinu“. Í viðtali við Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð ekki liggi fyrir hversu lengi þingmennirnir verði í leyfi. Þeir þurfi svigrúm til að meta það. Á upptökunum mátti heyra Sigmund Davíð taka undir þegar Bergþór hafði uppi sérstaklega óviðeigandi orðbragð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Sjálfur sagði hann um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og fyrrum flokkssystur sína í Framsóknarflokknum, að henni væri ekki treystandi og að „hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“.Segir þingmenn annarra flokka hafa sagt ótrúlega hluti um flokksfélaga sína líka Spurður að því hvort að hann hefði íhugað eigin stöðu eftir að upptökurnar urðu opinberar sagðist Sigmundur Davíð ekki hafa gert það. „Auðvitað ef sú væri raunin eins og einhver orðaði það að menn almennt stigi til hliðar eftir að hafa setið við svona umræðu þá væri orðinn þunnur bekkurinn á Alþingi, það væru fáir eftir,“ sagði Sigmundur Davíð og virtist vísa til ummæla Þorsteins Sæmundssonar, flokksbróður síns. Með því sagðist Sigmundur Davíð ekki réttlæta það að hafa setið þessa samkomu eða aðrar sambærilegar í gegnum tíðina. Hann sé alls ekki þeirrar skoðunar að talið sé eða hafi nokkurn tímann verið ásættanlegt. Sagðist hann skammast sín, ekki síst fyrir að hafa ekki gripið inn í og stöðvað talið. Sigmundur Davíð gekk hins vegar ekki svo langt að biðjast afsökunar á uppákomunni, hvorki í viðtalinu né í bréfi sem hann sendi miðflokksfólki í dag. Á báðum stöðum vísaði hann til þess að þingmenn annarra flokka hefðu talað á sambærilegan hátt á samkomum sem þessari frá því að hann settist fyrst á þing. „Mér hefur reyndar fundist skrýtið að sjá fólk sem ég hef hlustað á segja ótrúlega hluti um félaga sína, jafnvel ógeðfellda, birtast núna fullir vandlætingar yfir því sem var tekið upp,“ sagði Sigmundur Davíð við Bylgjuna. Um Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson sem voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna í dag sagði Sigmundur Davíð þá velkomna í Miðflokkinn eins og aðrir. Á Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð að eftir því sem hann best vissi hefðu þeir einstaklingar sem þingmennirnir fóru ófögrum orðum um verið beðnir afsökunar.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51