Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 18:55 Forsíðuvísun á umfjöllun upp úr upptökunum á vefsíðu Stundarinnar nú í kvöld. Ummæli sem Bergþór hafði um Ingu Sæland þóttu sérstaklega gróf. Skjáskot Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem hafði sig hvað mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu ítrekar afsökunarbeiðni til fólks sem hann særði með ummælum sínum í yfirlýsingu þar sem hann tilkynnir um að hann ætli að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann segist ekki þekkja manninn sem heyrist á upptökunni. Fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr upptökum af samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri þar sem þeir ræddu á óviðeigandi hátt um aðra þingmenn, sérstaklega konur. Eftir Bergþóri hafa verið höfð ummæli sem þykja sérstaklega ósæmileg í garð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og fleiri stjórnmálakvenna. Tilkynnt var í dag að hann og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem hafði einnig uppi ófögur orð um stjórnmálakonur tækju sér leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að leyfi þeirra yrði launalaust. Í yfirlýsingu sem Bergþór sendi frá sér til að tilkynna um leyfið segist hann hafa viðhaft meiðandi ummæli um einstaklinga sem höfðu sér ekkert til saka unnið. Hann hafi ákveðið að taka sér leyfi vegna þess. „Þegar maður finnur sig í þeirri stöðu að þekkja ekki þann mann sem hljómar á upptökum, talsmátinn er manni framandi og framgangan þannig að maður skammast sín, verður maður að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýn[in]nar skoðunar. Það ætla ég að gera,“ segir í yfirlýsingu Bergþórs. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem hafði sig hvað mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu ítrekar afsökunarbeiðni til fólks sem hann særði með ummælum sínum í yfirlýsingu þar sem hann tilkynnir um að hann ætli að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann segist ekki þekkja manninn sem heyrist á upptökunni. Fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr upptökum af samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri þar sem þeir ræddu á óviðeigandi hátt um aðra þingmenn, sérstaklega konur. Eftir Bergþóri hafa verið höfð ummæli sem þykja sérstaklega ósæmileg í garð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og fleiri stjórnmálakvenna. Tilkynnt var í dag að hann og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem hafði einnig uppi ófögur orð um stjórnmálakonur tækju sér leyfi frá þingstörfum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að leyfi þeirra yrði launalaust. Í yfirlýsingu sem Bergþór sendi frá sér til að tilkynna um leyfið segist hann hafa viðhaft meiðandi ummæli um einstaklinga sem höfðu sér ekkert til saka unnið. Hann hafi ákveðið að taka sér leyfi vegna þess. „Þegar maður finnur sig í þeirri stöðu að þekkja ekki þann mann sem hljómar á upptökum, talsmátinn er manni framandi og framgangan þannig að maður skammast sín, verður maður að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýn[in]nar skoðunar. Það ætla ég að gera,“ segir í yfirlýsingu Bergþórs.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30
Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Sigmundur Davíð segir umræðuna einkennast af einstaklega mikilli hræsni. 30. nóvember 2018 16:51