Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 20:00 Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“ Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00
Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15
Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45