Einn besti leikur í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:30 Leikmenn Rams fagna eftir að Marcus Peters, fyrrum leikmaður Kansas, hafði stolið boltanum undir lok leiksins. vísir/getty Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu. NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Sjá meira
Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu.
NFL Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Sjá meira