Það er til lausn Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú leggur hópur þingmanna í stjórnarandstöðu til að snúa frá þeirri stefnu heilbrigðisráðherra að ríkið borgi tvöfalt, uppsett verð fyrir algengar og sjálfsagðar læknisaðgerðir. Eins og sakir standa sendir ríkið sjúklinga í aðgerðir á einkareknum heilbrigðisstofnunum í Danmörku og í Svíþjóð þar sem íslenska ríkið ofgreiðir fyrir aðgerðir sem vel væri hægt að framkvæma hér á landi fyrir minna fé. Ekkert bendir til þess að þjónustan sé betri í útlöndum, þrátt fyrir verðmiðann. Raunar fylgir gjarnan með í för íslenskur læknir sem jafnframt framkvæmir aðgerðirnar. Hins vegar má færa góð rök fyrir því að í ferðalögum sjúklinganna, sem sumir hverjir eru sárþjáðir, felist talsvert meiri óþægindi en ella. Stjórnmálamenn bera ábyrgð. Alþingi hefur staðfest með lögum rétt fólks á að sækja sér læknismeðferð sem það þarf á að halda og að ásættanleg bið eftir aðgerðum séu 90 dagar. Því annar Landspítalinn ekki í öllum tilfellum og ekkert bendir til þess að von sé á því í nánustu framtíð að biðlistar í hinar ýmsu aðgerðir styttist að ráði. Að 90 dögunum liðnum á fólk rétt á því að leita sér þjónustu annars staðar á EES-svæðinu á kostnað ríkisins, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Slíkt er ef til vill stundum óhjákvæmilegt, en í mörgum tilfellum óþarfi. Sjúkratryggingar mega nefnilega ekki greiða kostnað sjúklinga við sams konar aðgerð hér á landi, þrátt fyrir að hún sé gerð á stofu sem uppfyllir öll lagaskilyrði. Synjun um slíkt er sögð vegna þess að ekki sé samningur milli Sjúkratrygginga og viðkomandi læknis um framkvæmd aðgerðanna. Stofnunin hefur talið sér óheimilt að gera slíkan samning vegna skýrrar afstöðu heilbrigðisráðherrans, um að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera á höndum hins opinbera. Ekki er ljóst hver munurinn er í huga ráðherrans á einkarekinni stofu í Svíþjóð eða á Íslandi, en eitt er víst að aðeins önnur þeirra borgar skatta og skyldur hér á landi. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokks leggja nú til að snúið verði af þessari braut og íslenskum, einkareknum stofum sem uppfylla skilyrði leyft að framkvæma aðgerðir sem Landsspítalinn annar ekki. Einn flutningsmanna og formaður Viðreisnar hefur sagt að 130 milljónum sé varið árlega í að senda fólk út í aðgerðir. Fyrir þá upphæð séu gerðar 70 aðgerðir í útlöndum, en hægt að gera ríflega 120 aðgerðir hér á landi. Ef Alþingi lánast að samþykkja þessa breytingu á lögunum myndi nauðsynlegum aðgerðum fjölga hér á landi og biðtími styttast á ríkisspítalanun um leið. Lífshamingja fólks aukast. Sjúklingum fækka. Svo getur ráðherrann tekið stöðuna aftur þegar fólk þarf ekki að bíða í mánuði og ár eftir sjálfsagðri, lögbundinni þjónustu í heimalandinu.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar