Björn Leví beygði af vegna rauna rauðhærðs drengs sem varð fyrir grófu ofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2018 16:25 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. FBL/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira