Orð og viska Sigríður Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 „Fake news“ „CNN sucks“ segir Trump ítrekað og fær lófaklapp og fagnaðaróp frá stuðningsmönnum sínum. Þessi orð nægja til að heilla enn og aftur aðdáendahópinn sem mun að öllum líkindum kjósa fyrirliðann aftur eftir tvö ár. Fylgjendur Trumps munu þangað til fylgjast með honum á Twitter, þar sem hann setur fram stuttar, einfaldar setningar sem duga til að halda fólki við efnið. Theresa May skrifaði 565 blaðsíðna skjal sem á að vera undirstaða samnings Breta við Evrópusambandið. Forsætisráðherrann þarf að koma samningnum í gegn á breska þinginu. Náist það ekki verður hugsanlega gripið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að almenningur geti tekið upplýsta, ígrundaða ákvörðun í þeim kosningum þarf hann að geta sett sig vel inn í flóknar afleiðingar sem áframhaldandi aðild eða brotthvarf úr Evrópusambandinu felur í sér – efnahagslegar, þjóðfélagslegar, alþjóðlegar og persónulegar. Til að ná góðum skilningi á því hvað slíkir afarkostir fela í sér þarf að skilja tungumálið, orðin sem notuð eru þegar fjallað er um þessi flóknu málefni. Það er ljóst að einföld, algeng orð sem notuð eru í daglegum samtölum duga skammt, heldur þarf að grípa til sjaldgæfari orða og flókinna hugtaka. Í hverju tungumáli er að finna ótal mörg slík orð. Algengu orðin eru á hinn bóginn aðeins örfá talsins þó þau fylli tungumál talaðs máls og stóran hluta ritaðs máls. Þegar lesið er um yfirgripsmikil umfjöllunarefni reynir hins vegar á skilning á sjaldgæfum orðum. Þau liggja til grundvallar því að unnt sé að átta sig á meginatriðum, velta vöngum yfir ýmsum hliðum, ólíkum nálgunum og áhrifum og máta við fyrri þekkingu sína og reynslu. Slík nálgun felur í sér djúpa, virka ígrundun og hún er forsenda þess að almenningur geti tekið upplýsta afstöðu t.d. í kosningum. Viska og þekking eru þannig samofin orðskilningi. Orðaforði einstaklinga er einnig nátengdur reynsluheimi þeirra. Leikarinn John-Ryes Davies fjallar um það í viðtali í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. að hann hafi dvalið á fyrstu árum ævinnar í villtri náttúru Afríku en var sendur níu ára gamall á heimavistarskóla í Bretlandi. Líf hans tók stakkaskiptum, ekki aðeins þurfti hann að vera í fjarvistum frá foreldrum sínum heldur voru aðstæður í skólanum honum ógnvekjandi. Frelsið sem hann hafði átt í Afríku var að baki og við tók heragi með nýjum skólafélögum og kennurum sem hann átti erfitt með að tengjast. Ungi drengurinn var óhamingjusamur og bálreiður. Leikarinn lýsir því svo hvernig lestur á ritverkum Shakespeares hafi gefið honum farveg fyrir reiðina. Þegar hann kynntist Shakespeare öðlaðist hann orðaforða fyrir tilfinningarnar, hann fékk orð yfir flókna líðan, hinar miklu breytingar sem hann hafði gengið í gegnum og þær aðstæður sem hann var kominn í. Hann eignaðist með orðunum tæki til að kafa dýpra í eigin tilfinningar. Frásögn leikarans varpar ljósi á það hversu þýðingarmikill orðaforði er fyrir eflingu vitsmunalegs þroska. Frá fæðingu læra börn tungumálið af uppalendum sínum, fyrst algengu orðin sem tengjast daglegu amstri. Með ríkulegum samskiptum og samtölum getur orðanotkun orðið fjölbreyttari, sjaldgæf hugtök ná hugsanlega að læðast með. Ef við lesum bækur fyrir börn fáum við enn frekar tækifæri til að bæta við sjaldgæfum orðum, því þau eru miklu meira notuð í rituðu máli en töluðu. Dæmi um orð af því tagi eru drengur og piltur, sem heyrast oftar í máli eldri kynslóða en þeirra yngri. Börn bæta slíkum orðum smátt og smátt í safnið við að heyra þau eða lesa. Orðin vellíðan, heiðarlegur, margvíslegur, kaupmáttur og hagvöxtur teljast líka til sjaldgæfra orða en þau hafa flóknari merkingu. Það er einmitt þekking á sjaldgæfum orðum sem liggur til grundvallar þegar börn fást við hinar ýmsu greinar í námi. Þekking á sjaldgæfum orðum er forsenda þess að nemendur nái að skilja ritaðan texta, til að geta náð djúpum skilningi á viðfangsefnum og tekið virkan þátt í umræðum og vangaveltum um námsefnið. Rannsóknir hér á landi og erlendis hafa leitt í ljós að börn með góðan orðaforða hafa verulegt forskot á hin í lesskilningi og munurinn hefur tilhneigingu til að aukast með hverju skólaári. Eiríkur Rögnvaldsson fékk verðskuldaða viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Hann ítrekar mikilvægi málörvunar sem börn fá á fyrstu árum ævinnar, að framtíð íslenskunnar ráðist á málþroskaskeiði. Nú steðjar hætta að íslenskunni hugsanlega vegna aukinnar enskunotkunar í íslensku samfélagi. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur gefa niðurstöður sem benda til þess að ensku sé ekki lengur hægt að flokka með erlendum málum hér á landi heldur sé enskt tungumál orðið eins konar viðbótarmál við íslenskuna. Í því ljósi ber að íhuga hvernig við getum túlkað þá breytingu að ung íslensk börn heyra í umhverfi sínu ekki lengur aðeins íslensku heldur líka ensku. Auk þess er sístækkandi hópur íslenskra barna sem notar annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni og heyrir íslenskt mál aðeins í leikskólanum, þ.e. börn með íslensku sem annað mál. Þegar við íhugum stöðu og framtíð íslenskra barna er mikilvægt að vitna í niðurstöður fjölmargra rannsókna sem hafa leitt í ljós að ung börn læra orð sem þau heyra í þeim tungumálum sem notuð eru í samskiptum við þau og í umhverfi þeirra. Því meira sem börn heyra á einu máli þeim mun meira læra þau í því máli og því fölbreyttari sem orðanotkunin er þeim mun fleiri sjaldgæf orð bætast í orðasafn barnsins í því tungumáli. Heyri íslensk börn, með íslensku sem móðurmál eða annað mál, fleiri orð á íslensku en í öðrum málum þá bæta þau meira við orðaforða sinn í íslensku. Læri börn íslensk hugtök sem liggja til grundvallar djúpri hugsun um flókin viðfangsefni og tilfinningar geta þau náð dýpri skilningi og fjallað um þau á íslensku. Læri íslenskir nemendur ensk orð sem nauðsynlegt er að beita til að fjalla á ígrundaðan hátt um flókin samskipti og áskoranir einstaklinga og þjóða ná þau góðum skilningi á þeim þó umræðan fari fram á ensku. Fái íslensk ungmenni ríkulega málörvun bæði í íslensku og á ensku geta þau sannarlega notið góðs af, því möguleikar þeirra til samskipta og þekkingaröflunar aukast. Í því samhengi er einnig gagnlegt að líta til rannsókna sem sýnt að tvítyngd börn sem ná að efla færni sína í báðum málum geta öðlast aukna samskiptahæfni, visku, málvitund og víðsýni. Slíkur ávinningur næst þó aðeins ef tvítyngd börn fá ríkulegt máluppeldi í báðum tungumálum sínum. Fái íslensk börn hins vegar ekki tækifæri til að taka stöðugum framförum í íslensku er hætta á að sjaldgæf íslensk orð, sem eru meginhluti íslensks orðaforða, hverfi í gleymskunnar dá sem er veruleg ógn við íslenska tungu. Sé málumhverfi íslenskra barna fátæklegt í íslensku, ensku og öðrum málum þeirra er vitsmunalegur þroski þeirra í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
„Fake news“ „CNN sucks“ segir Trump ítrekað og fær lófaklapp og fagnaðaróp frá stuðningsmönnum sínum. Þessi orð nægja til að heilla enn og aftur aðdáendahópinn sem mun að öllum líkindum kjósa fyrirliðann aftur eftir tvö ár. Fylgjendur Trumps munu þangað til fylgjast með honum á Twitter, þar sem hann setur fram stuttar, einfaldar setningar sem duga til að halda fólki við efnið. Theresa May skrifaði 565 blaðsíðna skjal sem á að vera undirstaða samnings Breta við Evrópusambandið. Forsætisráðherrann þarf að koma samningnum í gegn á breska þinginu. Náist það ekki verður hugsanlega gripið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að almenningur geti tekið upplýsta, ígrundaða ákvörðun í þeim kosningum þarf hann að geta sett sig vel inn í flóknar afleiðingar sem áframhaldandi aðild eða brotthvarf úr Evrópusambandinu felur í sér – efnahagslegar, þjóðfélagslegar, alþjóðlegar og persónulegar. Til að ná góðum skilningi á því hvað slíkir afarkostir fela í sér þarf að skilja tungumálið, orðin sem notuð eru þegar fjallað er um þessi flóknu málefni. Það er ljóst að einföld, algeng orð sem notuð eru í daglegum samtölum duga skammt, heldur þarf að grípa til sjaldgæfari orða og flókinna hugtaka. Í hverju tungumáli er að finna ótal mörg slík orð. Algengu orðin eru á hinn bóginn aðeins örfá talsins þó þau fylli tungumál talaðs máls og stóran hluta ritaðs máls. Þegar lesið er um yfirgripsmikil umfjöllunarefni reynir hins vegar á skilning á sjaldgæfum orðum. Þau liggja til grundvallar því að unnt sé að átta sig á meginatriðum, velta vöngum yfir ýmsum hliðum, ólíkum nálgunum og áhrifum og máta við fyrri þekkingu sína og reynslu. Slík nálgun felur í sér djúpa, virka ígrundun og hún er forsenda þess að almenningur geti tekið upplýsta afstöðu t.d. í kosningum. Viska og þekking eru þannig samofin orðskilningi. Orðaforði einstaklinga er einnig nátengdur reynsluheimi þeirra. Leikarinn John-Ryes Davies fjallar um það í viðtali í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. að hann hafi dvalið á fyrstu árum ævinnar í villtri náttúru Afríku en var sendur níu ára gamall á heimavistarskóla í Bretlandi. Líf hans tók stakkaskiptum, ekki aðeins þurfti hann að vera í fjarvistum frá foreldrum sínum heldur voru aðstæður í skólanum honum ógnvekjandi. Frelsið sem hann hafði átt í Afríku var að baki og við tók heragi með nýjum skólafélögum og kennurum sem hann átti erfitt með að tengjast. Ungi drengurinn var óhamingjusamur og bálreiður. Leikarinn lýsir því svo hvernig lestur á ritverkum Shakespeares hafi gefið honum farveg fyrir reiðina. Þegar hann kynntist Shakespeare öðlaðist hann orðaforða fyrir tilfinningarnar, hann fékk orð yfir flókna líðan, hinar miklu breytingar sem hann hafði gengið í gegnum og þær aðstæður sem hann var kominn í. Hann eignaðist með orðunum tæki til að kafa dýpra í eigin tilfinningar. Frásögn leikarans varpar ljósi á það hversu þýðingarmikill orðaforði er fyrir eflingu vitsmunalegs þroska. Frá fæðingu læra börn tungumálið af uppalendum sínum, fyrst algengu orðin sem tengjast daglegu amstri. Með ríkulegum samskiptum og samtölum getur orðanotkun orðið fjölbreyttari, sjaldgæf hugtök ná hugsanlega að læðast með. Ef við lesum bækur fyrir börn fáum við enn frekar tækifæri til að bæta við sjaldgæfum orðum, því þau eru miklu meira notuð í rituðu máli en töluðu. Dæmi um orð af því tagi eru drengur og piltur, sem heyrast oftar í máli eldri kynslóða en þeirra yngri. Börn bæta slíkum orðum smátt og smátt í safnið við að heyra þau eða lesa. Orðin vellíðan, heiðarlegur, margvíslegur, kaupmáttur og hagvöxtur teljast líka til sjaldgæfra orða en þau hafa flóknari merkingu. Það er einmitt þekking á sjaldgæfum orðum sem liggur til grundvallar þegar börn fást við hinar ýmsu greinar í námi. Þekking á sjaldgæfum orðum er forsenda þess að nemendur nái að skilja ritaðan texta, til að geta náð djúpum skilningi á viðfangsefnum og tekið virkan þátt í umræðum og vangaveltum um námsefnið. Rannsóknir hér á landi og erlendis hafa leitt í ljós að börn með góðan orðaforða hafa verulegt forskot á hin í lesskilningi og munurinn hefur tilhneigingu til að aukast með hverju skólaári. Eiríkur Rögnvaldsson fékk verðskuldaða viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Hann ítrekar mikilvægi málörvunar sem börn fá á fyrstu árum ævinnar, að framtíð íslenskunnar ráðist á málþroskaskeiði. Nú steðjar hætta að íslenskunni hugsanlega vegna aukinnar enskunotkunar í íslensku samfélagi. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur gefa niðurstöður sem benda til þess að ensku sé ekki lengur hægt að flokka með erlendum málum hér á landi heldur sé enskt tungumál orðið eins konar viðbótarmál við íslenskuna. Í því ljósi ber að íhuga hvernig við getum túlkað þá breytingu að ung íslensk börn heyra í umhverfi sínu ekki lengur aðeins íslensku heldur líka ensku. Auk þess er sístækkandi hópur íslenskra barna sem notar annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni og heyrir íslenskt mál aðeins í leikskólanum, þ.e. börn með íslensku sem annað mál. Þegar við íhugum stöðu og framtíð íslenskra barna er mikilvægt að vitna í niðurstöður fjölmargra rannsókna sem hafa leitt í ljós að ung börn læra orð sem þau heyra í þeim tungumálum sem notuð eru í samskiptum við þau og í umhverfi þeirra. Því meira sem börn heyra á einu máli þeim mun meira læra þau í því máli og því fölbreyttari sem orðanotkunin er þeim mun fleiri sjaldgæf orð bætast í orðasafn barnsins í því tungumáli. Heyri íslensk börn, með íslensku sem móðurmál eða annað mál, fleiri orð á íslensku en í öðrum málum þá bæta þau meira við orðaforða sinn í íslensku. Læri börn íslensk hugtök sem liggja til grundvallar djúpri hugsun um flókin viðfangsefni og tilfinningar geta þau náð dýpri skilningi og fjallað um þau á íslensku. Læri íslenskir nemendur ensk orð sem nauðsynlegt er að beita til að fjalla á ígrundaðan hátt um flókin samskipti og áskoranir einstaklinga og þjóða ná þau góðum skilningi á þeim þó umræðan fari fram á ensku. Fái íslensk ungmenni ríkulega málörvun bæði í íslensku og á ensku geta þau sannarlega notið góðs af, því möguleikar þeirra til samskipta og þekkingaröflunar aukast. Í því samhengi er einnig gagnlegt að líta til rannsókna sem sýnt að tvítyngd börn sem ná að efla færni sína í báðum málum geta öðlast aukna samskiptahæfni, visku, málvitund og víðsýni. Slíkur ávinningur næst þó aðeins ef tvítyngd börn fá ríkulegt máluppeldi í báðum tungumálum sínum. Fái íslensk börn hins vegar ekki tækifæri til að taka stöðugum framförum í íslensku er hætta á að sjaldgæf íslensk orð, sem eru meginhluti íslensks orðaforða, hverfi í gleymskunnar dá sem er veruleg ógn við íslenska tungu. Sé málumhverfi íslenskra barna fátæklegt í íslensku, ensku og öðrum málum þeirra er vitsmunalegur þroski þeirra í húfi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar