Mér finnst rigningin góð (en leiðinleg) Jóhann Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Ég tel mig ekki hafa meira vit á rigningu eða snjókomu heldur en aðrir á Suðvesturlandinu, sem sáu varla til sólar vegna rigningar síðastliðið sumar. Ég fékk því upplýsingar hjá Umhverfisstofnun og spurði: „Hvernig hefur loftslagsmengun verið háttað síðustu ár á Reykjavíkursvæðinu og hefur hún farið versnandi eða batnandi eða staðið í stað?“ Mér til undrunar var svarið: „Mengun í andrúmslofti á Reykjavíkursvæðinu hefur farið batnandi á þrjátíu ára tímabili.“ Undrun mín var mikil að heyra þetta svar enda talið að mengun færi versnandi ári til árs og því yrðu allir að skipta út bensín- og dísilbílum sínum fyrir rafbíla. Þegar ég var ungur heyrði ég oft eldra fólk segja eftir rigningu, en þó sérstaklega eftir stórkorna snjókomu í logni: „Finnið þið hvað andrúmsloftið er tært eftir snjókomuna?“ og bættu svo við: „Úrkoman hreinsar andrúmsloftið fyrir okkur,“ og er ennþá að því og þó að við höfum ekið um á bensín- og dísilbílum undanfarið fer mengunin minnkandi á þrjátíu ára tímabili. Ég er ekki mjög hrifinn af rafmagnstækjum sem ganga fyrir rafhlöðum, hafandi átt fimm rafmagnsborvélar sem gengu alltaf í styttri og styttri tíma í einu og urðu kraftminni í hvert sinn, þó að þær væru hlaðnar eftir hverja notkun. Ekki var hægt að fá nýjar rafhlöður fyrir minna verð en það sem ný borvél kostaði með rafhlöðu og að kaupa nýjan rafmagnsbíl á fimm ára fresti og þurfa að henda þeim eldri er ekki gott því hver mundi vilja kaupa rafmagnsbíl með ónýtum rafhlöðum ef ný rafhlaða myndi kosta meira heldur en nýr rafmagnsbíll með nýrri rafhlöðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég tel mig ekki hafa meira vit á rigningu eða snjókomu heldur en aðrir á Suðvesturlandinu, sem sáu varla til sólar vegna rigningar síðastliðið sumar. Ég fékk því upplýsingar hjá Umhverfisstofnun og spurði: „Hvernig hefur loftslagsmengun verið háttað síðustu ár á Reykjavíkursvæðinu og hefur hún farið versnandi eða batnandi eða staðið í stað?“ Mér til undrunar var svarið: „Mengun í andrúmslofti á Reykjavíkursvæðinu hefur farið batnandi á þrjátíu ára tímabili.“ Undrun mín var mikil að heyra þetta svar enda talið að mengun færi versnandi ári til árs og því yrðu allir að skipta út bensín- og dísilbílum sínum fyrir rafbíla. Þegar ég var ungur heyrði ég oft eldra fólk segja eftir rigningu, en þó sérstaklega eftir stórkorna snjókomu í logni: „Finnið þið hvað andrúmsloftið er tært eftir snjókomuna?“ og bættu svo við: „Úrkoman hreinsar andrúmsloftið fyrir okkur,“ og er ennþá að því og þó að við höfum ekið um á bensín- og dísilbílum undanfarið fer mengunin minnkandi á þrjátíu ára tímabili. Ég er ekki mjög hrifinn af rafmagnstækjum sem ganga fyrir rafhlöðum, hafandi átt fimm rafmagnsborvélar sem gengu alltaf í styttri og styttri tíma í einu og urðu kraftminni í hvert sinn, þó að þær væru hlaðnar eftir hverja notkun. Ekki var hægt að fá nýjar rafhlöður fyrir minna verð en það sem ný borvél kostaði með rafhlöðu og að kaupa nýjan rafmagnsbíl á fimm ára fresti og þurfa að henda þeim eldri er ekki gott því hver mundi vilja kaupa rafmagnsbíl með ónýtum rafhlöðum ef ný rafhlaða myndi kosta meira heldur en nýr rafmagnsbíll með nýrri rafhlöðu?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar