Þingið slær met í stundvísi með fjárlög Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlögum í september síðastliðnum en 2. umræðu um þau lauk í gærkvöldi. vísir/vilhelm Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira