Á þjóðin að hafa eitthvað um það að segja þegar náttúruperlur eru seldar erlendum fjárfestum? Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafnan rækta landið eða ekki. Alla jafna hefur fólk þó getað ferðast um án trafala eða hindrana, og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. Reglulega birtast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja festa kaup á jörðum hér á landi á misjöfnum forsendum: sumir fullyrða að ást þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn að baki kaupunum, aðrir hafa haft uppi áform um uppbyggingu. Það er vissulega ekki hægt að fullyrða um ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur fólks er öðrum leyndur, en óttinn við náttúruspjöll er réttmætur. Landið er gersemi sem standa þarf vörð um og vernda. Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér takmörkunum á jarðarkaupum erlendra aðila enda er umræðan um eignarrétt einstaklingsins og getu yfirvalda til að skipta sér af honum ekki ný af nálinni. Líkt og önnur mikilvæg málefni samfélagsins, sem snerta á réttindum og skyldum almennings, er umræðunni aldrei lokið. Réttindi og skyldur þjóðar ná einnig til náttúrunnar og má þar nefna umræðuna um ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er tilefni til að hugsa um hvar mörkin á milli heilags eignarréttar annars vegar og ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar liggja. Hver er réttur náttúrunnar gegn spjöllum og ósjálfbærum framkvæmdum? Stóra spurningin er, hver ber ábyrgð á að vernda náttúruna sem og hagsmuni almennings? Í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem ekki einungis taka til verndar náttúrunnar, heldur einnig réttar þjóðarinnar til upplýsinga um ástand og framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr. stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir: „…?Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.: „Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“ Að gera ákvarðanaferli yfirvalda aðgengilegt almenningi eflir lýðræði í heild sinni og eru þessi ákvæði einungis tvö af fjöldamörgum dæmum sem unnt væri að taka um hvernig valdefla á almenning með stjórnarskrá þeirri sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Ótti nærist á óvissu, og óvissa almennings liggur í valdleysi hans í ákvörðunartökum um framtíð landsins. Ef niðurstaða þjóðarinnar yrði virt, væri að einhverju leyti hægt að sefa ótta almennings um náttúru landsins og einmitt í því felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands frá stjórnlagaráði verndar ákvörðunarrétt þjóðarinnar, hún verndar náttúru Íslands, og hún verndar sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafnan rækta landið eða ekki. Alla jafna hefur fólk þó getað ferðast um án trafala eða hindrana, og notið þess sem landið hefur upp á að bjóða. Reglulega birtast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja festa kaup á jörðum hér á landi á misjöfnum forsendum: sumir fullyrða að ást þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn að baki kaupunum, aðrir hafa haft uppi áform um uppbyggingu. Það er vissulega ekki hægt að fullyrða um ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur fólks er öðrum leyndur, en óttinn við náttúruspjöll er réttmætur. Landið er gersemi sem standa þarf vörð um og vernda. Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér takmörkunum á jarðarkaupum erlendra aðila enda er umræðan um eignarrétt einstaklingsins og getu yfirvalda til að skipta sér af honum ekki ný af nálinni. Líkt og önnur mikilvæg málefni samfélagsins, sem snerta á réttindum og skyldum almennings, er umræðunni aldrei lokið. Réttindi og skyldur þjóðar ná einnig til náttúrunnar og má þar nefna umræðuna um ákvörðunarvald þjóðarinnar. Það er tilefni til að hugsa um hvar mörkin á milli heilags eignarréttar annars vegar og ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar liggja. Hver er réttur náttúrunnar gegn spjöllum og ósjálfbærum framkvæmdum? Stóra spurningin er, hver ber ábyrgð á að vernda náttúruna sem og hagsmuni almennings? Í frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem ekki einungis taka til verndar náttúrunnar, heldur einnig réttar þjóðarinnar til upplýsinga um ástand og framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr. stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir: „…?Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt almennings til að fara um landið í lögmætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.: „Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“ Að gera ákvarðanaferli yfirvalda aðgengilegt almenningi eflir lýðræði í heild sinni og eru þessi ákvæði einungis tvö af fjöldamörgum dæmum sem unnt væri að taka um hvernig valdefla á almenning með stjórnarskrá þeirri sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Ótti nærist á óvissu, og óvissa almennings liggur í valdleysi hans í ákvörðunartökum um framtíð landsins. Ef niðurstaða þjóðarinnar yrði virt, væri að einhverju leyti hægt að sefa ótta almennings um náttúru landsins og einmitt í því felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands frá stjórnlagaráði verndar ákvörðunarrétt þjóðarinnar, hún verndar náttúru Íslands, og hún verndar sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar