Jafnréttislandið Ísland María Rúnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Í október voru tveir ákaflega mikilvægir baráttudagar sem vekja upp áleitnar spurningar um hvers konar samfélagi við viljum búa í og hvaða breytingar þarf að gera svo við getum sagt að hér sé raunverulegt jafnrétti og gott velferðarsamfélag þar sem allir einstaklingar hafa jöfn tækifæri til virkrar þátttöku. Fyrst vil ég nefna alþjóðlegan baráttudag gegn fátækt sem var þann 17. október. Í tilefni hans stóð Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir viðburði þar sem vakin var athygli á skeytingarleysi gagnvart fátækt á Íslandi sem birtist meðal annars í formi of lítils fjármagns til mikilvægrar velferðarþjónustu. Undanfarið hefur verið mikil umræða í samfélaginu um þetta skeytingarleysi þótt það hugtak hafi ekki verið notað í umræðunni. Birtist það meðal annars í umræðu um geðheilbrigðismál og málefni ungs fólks í vímuefnavanda. Félagsráðgjafar þekkja vel þá hópa sem eru í mestri hættu á að festast í fátækt og verða jaðarsettir, fá ekki tækifæri til að tilheyra samfélaginu og taka virkan þátt í því. Það var því ánægjulegt að lesa skýrslu Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sem hann kynnti nýverið um áskoranir Norðurlanda í félagsmálum. Þar bendir hann á að „kerfin“ þurfi að vinna betur saman svo hægt sé að veita þeim sem þurfa stuðning sem hæfir þörfum hvers og eins. Þetta hljómar kannski einfalt en í framkvæmd er þetta mun flóknara þar sem hvert og eitt „kerfi“ hefur tilhneigingu til þess að finna leið til að vísa frá sér því fólki sem glímir við fjölþættan vanda, yfir í annað „kerfi“, og oft liggja fjárhagslegir hvatar þar að baki. Félagsráðgjafar taka undir þetta en ein stærsta áskorun sem velferðarsamfélagið stendur frammi fyrir er að veita heildstæða og samþætta þjónustu. Vil ég nefna skóla- og heilbrigðiskerfið sérstaklega í þessu samhengi. Svo þau geti sannarlega verið sú grunnstoð sem þau þurfa og eiga að vera í íslensku velferðarsamfélagi og geti mætt þörfum einstaklinga og fjölskyldna þarf að leggja þar mun meiri áherslu á þverfaglega nálgun. Í Svíþjóð eru félagsráðgjafar til að mynda ein þeirra lykilfagstétta sem starfa í skólunum og í heilsugæslunni. Á Íslandi er staðan allt önnur; mjög fáir félagsráðgjafar starfa inni í skólunum og nú er einungis einn félagsráðgjafi sem starfar í heilsugæslu á öllu landinu. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað bent á að þessu þurfi að breyta og auka þurfi þverfaglega teymisvinnu í skólum og heilsugæslu. Það gengur ekki lengur að líta svo á að ein aðferð og ein leið virki fyrir alla, velferðarkerfið verður að bjóða upp á þverfaglega, heildstæða og sveigjanlega þjónustu sem getur mætt ólíkum þörfum einstaklinga og mætt þeim þar sem þeir eru staddir svo hægt sé að styðja þá til sjálfshjálpar. Skeytingarleysi Kvennafrídagurinn var viku síðar, þann 24. október, en 43 ár eru síðan konur streymdu fyrst út af vinnustöðum landsins og kröfðust jafnra kjara. Við erum komin langan veg á þessum áratugum og mælist Ísland efst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Nýjar tölur um kynbundinn launamun sýna þó að enn er langt í land. Það er því miður svo að verðmætamat starfa á Íslandi er enn mjög bundið við kyn og eru störf sem hefð er að konur sinni í meira mæli, svo sem félagsráðgjöf, verr launuð en karlastörf þrátt fyrir að menntunarkröfur og ábyrgð í starfi sé sambærileg. Rótgróinn samfélagslegur aðstöðumunur hópa finnst á Íslandi og er það til marks um skeytingarleysi þegar lítið er gert úr umræðu um launamun kynjanna sem finnst enn hér, sama hvort horft er á óleiðréttan eða leiðréttan launamun. Stefán Pálsson sagnfræðingur sagði frá því á morgunverðarfundi um fátækt á fullveldisöld sem haldinn var í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt að fyrir rúmum hundrað árum hefðu vinnukonur ekki fengið nein laun en vinnukarlinn svo lág að launin hefðu ekki dugað til framfærslu eins barns. Gerum betur strax og látum af þessu skeytingarleysi þannig að þegar afkomendur okkar líta til baka geti þeir litið stoltir um öxl og sagt að árið 2018 hafi orðið mikilvæg þáttaskil í þróun jafnréttis á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í október voru tveir ákaflega mikilvægir baráttudagar sem vekja upp áleitnar spurningar um hvers konar samfélagi við viljum búa í og hvaða breytingar þarf að gera svo við getum sagt að hér sé raunverulegt jafnrétti og gott velferðarsamfélag þar sem allir einstaklingar hafa jöfn tækifæri til virkrar þátttöku. Fyrst vil ég nefna alþjóðlegan baráttudag gegn fátækt sem var þann 17. október. Í tilefni hans stóð Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir viðburði þar sem vakin var athygli á skeytingarleysi gagnvart fátækt á Íslandi sem birtist meðal annars í formi of lítils fjármagns til mikilvægrar velferðarþjónustu. Undanfarið hefur verið mikil umræða í samfélaginu um þetta skeytingarleysi þótt það hugtak hafi ekki verið notað í umræðunni. Birtist það meðal annars í umræðu um geðheilbrigðismál og málefni ungs fólks í vímuefnavanda. Félagsráðgjafar þekkja vel þá hópa sem eru í mestri hættu á að festast í fátækt og verða jaðarsettir, fá ekki tækifæri til að tilheyra samfélaginu og taka virkan þátt í því. Það var því ánægjulegt að lesa skýrslu Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sem hann kynnti nýverið um áskoranir Norðurlanda í félagsmálum. Þar bendir hann á að „kerfin“ þurfi að vinna betur saman svo hægt sé að veita þeim sem þurfa stuðning sem hæfir þörfum hvers og eins. Þetta hljómar kannski einfalt en í framkvæmd er þetta mun flóknara þar sem hvert og eitt „kerfi“ hefur tilhneigingu til þess að finna leið til að vísa frá sér því fólki sem glímir við fjölþættan vanda, yfir í annað „kerfi“, og oft liggja fjárhagslegir hvatar þar að baki. Félagsráðgjafar taka undir þetta en ein stærsta áskorun sem velferðarsamfélagið stendur frammi fyrir er að veita heildstæða og samþætta þjónustu. Vil ég nefna skóla- og heilbrigðiskerfið sérstaklega í þessu samhengi. Svo þau geti sannarlega verið sú grunnstoð sem þau þurfa og eiga að vera í íslensku velferðarsamfélagi og geti mætt þörfum einstaklinga og fjölskyldna þarf að leggja þar mun meiri áherslu á þverfaglega nálgun. Í Svíþjóð eru félagsráðgjafar til að mynda ein þeirra lykilfagstétta sem starfa í skólunum og í heilsugæslunni. Á Íslandi er staðan allt önnur; mjög fáir félagsráðgjafar starfa inni í skólunum og nú er einungis einn félagsráðgjafi sem starfar í heilsugæslu á öllu landinu. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað bent á að þessu þurfi að breyta og auka þurfi þverfaglega teymisvinnu í skólum og heilsugæslu. Það gengur ekki lengur að líta svo á að ein aðferð og ein leið virki fyrir alla, velferðarkerfið verður að bjóða upp á þverfaglega, heildstæða og sveigjanlega þjónustu sem getur mætt ólíkum þörfum einstaklinga og mætt þeim þar sem þeir eru staddir svo hægt sé að styðja þá til sjálfshjálpar. Skeytingarleysi Kvennafrídagurinn var viku síðar, þann 24. október, en 43 ár eru síðan konur streymdu fyrst út af vinnustöðum landsins og kröfðust jafnra kjara. Við erum komin langan veg á þessum áratugum og mælist Ísland efst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Nýjar tölur um kynbundinn launamun sýna þó að enn er langt í land. Það er því miður svo að verðmætamat starfa á Íslandi er enn mjög bundið við kyn og eru störf sem hefð er að konur sinni í meira mæli, svo sem félagsráðgjöf, verr launuð en karlastörf þrátt fyrir að menntunarkröfur og ábyrgð í starfi sé sambærileg. Rótgróinn samfélagslegur aðstöðumunur hópa finnst á Íslandi og er það til marks um skeytingarleysi þegar lítið er gert úr umræðu um launamun kynjanna sem finnst enn hér, sama hvort horft er á óleiðréttan eða leiðréttan launamun. Stefán Pálsson sagnfræðingur sagði frá því á morgunverðarfundi um fátækt á fullveldisöld sem haldinn var í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt að fyrir rúmum hundrað árum hefðu vinnukonur ekki fengið nein laun en vinnukarlinn svo lág að launin hefðu ekki dugað til framfærslu eins barns. Gerum betur strax og látum af þessu skeytingarleysi þannig að þegar afkomendur okkar líta til baka geti þeir litið stoltir um öxl og sagt að árið 2018 hafi orðið mikilvæg þáttaskil í þróun jafnréttis á Íslandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar