Kerfisvilla Hörður Ægisson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun