Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 18:00 Áætlað er að eyjaskeggjar telji milli fimmtíu og 150. Mynd/Indverska strandgæslan Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST
Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05