Heilbrigðisráðherra vill skoða mál pólsks talmeinafræðings Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 20:30 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða mál talmeinafræðings frá Póllandi, sem ekki fær starfsleyfi á Íslandi þar sem enginn íslenskur yfirmaður getur staðfest íslenskukunnáttu hans. Talmeinafræðingurinn fékk upphaflega bráðabirgðaleyfi sem ekki hefur verið endurnýjað. Pawel Bartoszek varaþingmaður Viðreisnar tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fái ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni vegna þess að íslenskir talmeinafræðingar hvorki vilji né geti veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Í Fréttablaðinu kom fram að þetta þýddi að börn af pólskum uppruna fái talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. En Gotthardt hefur engan íslenskan yfirmann sem lögin krefjast að votti íslenskukunnáttu hennar. „Og því miður er þessi saga ekki einsdæmi. Ég þekki fleiri svona dæmi þar sem kerfið sem ráðherrann ber ábyrgð á er alls ekki að reyna að hjálpa fólki að öðlast réttindi í samræmi við menntun sína. Eiga erlendir menntaðir talmeinafræðingar, næringarfræðingar og sálfræðingar að skúra og afgreiða á börum á meðan kerfið japlar á umsóknum þeirra,” spurði Pawel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði málið anga samfélags sem lengst af hafi búið við eina menningu og eitt tungumál sem betur fer væri það að breytast. „En sem betur fer erum við nú að fara inn í samfélag þar sem fjölmenning er viðurkennd og eftirsóknarverð,” sagði heilbrigðisráðherra. Samfélagið þyrfti því að aðlaga lög, reglugerðir og framkvæmd mála enda hafi menntamálaráðherra boðað lagabreytingar í þessa átt. Skoða þurfi þessi mál í heild og gæta öryggishagsmuna sjúklinga t.d. varðandi heilbrigðisstarfsmenn. „En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn háttvirts þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða mál talmeinafræðings frá Póllandi, sem ekki fær starfsleyfi á Íslandi þar sem enginn íslenskur yfirmaður getur staðfest íslenskukunnáttu hans. Talmeinafræðingurinn fékk upphaflega bráðabirgðaleyfi sem ekki hefur verið endurnýjað. Pawel Bartoszek varaþingmaður Viðreisnar tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fái ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni vegna þess að íslenskir talmeinafræðingar hvorki vilji né geti veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Í Fréttablaðinu kom fram að þetta þýddi að börn af pólskum uppruna fái talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. En Gotthardt hefur engan íslenskan yfirmann sem lögin krefjast að votti íslenskukunnáttu hennar. „Og því miður er þessi saga ekki einsdæmi. Ég þekki fleiri svona dæmi þar sem kerfið sem ráðherrann ber ábyrgð á er alls ekki að reyna að hjálpa fólki að öðlast réttindi í samræmi við menntun sína. Eiga erlendir menntaðir talmeinafræðingar, næringarfræðingar og sálfræðingar að skúra og afgreiða á börum á meðan kerfið japlar á umsóknum þeirra,” spurði Pawel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði málið anga samfélags sem lengst af hafi búið við eina menningu og eitt tungumál sem betur fer væri það að breytast. „En sem betur fer erum við nú að fara inn í samfélag þar sem fjölmenning er viðurkennd og eftirsóknarverð,” sagði heilbrigðisráðherra. Samfélagið þyrfti því að aðlaga lög, reglugerðir og framkvæmd mála enda hafi menntamálaráðherra boðað lagabreytingar í þessa átt. Skoða þurfi þessi mál í heild og gæta öryggishagsmuna sjúklinga t.d. varðandi heilbrigðisstarfsmenn. „En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn háttvirts þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira