Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2018 12:33 Heiðveig María og Ásmundur Friðriksson en Heiðveig hefur birt myndir af sér með fólki úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00