Vonar að betur verði passað upp á eyjaskeggjana eftir alla umfjöllunina Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 09:00 Kristján Þór Sigurðsson, aðjúnkt í félags-, mann- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, vonast til að málið verði til þess að betur verði passað upp á að tryggja það að eyjaskeggjar fái að lifa þar í friði. „Það er áhugavert að þetta þykir svona áhugavert,“ segir Kristján Þór Sigurðsson, aðjúnkt í félags-, mann- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, um eyjaskeggjana á Norður-Sentinel í Indlandshafi. Flestir fjölmiðlar heims hafa fjallað um frumbyggjahópinn, sem talinn er telja milli 50 og 150, eftir að bandaríski trúboðinn John Allen Chau var drepinn af eyjaskeggjum þar sem hann hafði stigið fæti á eyjuna. „Það sem manni dettur í hug er að þetta er hluti margra alda sögu afskipta Evrópumanna – og þá tala ég einnig um Bandaríkjamenn sem Evrópumenn – þar sem þeir hafa verið að ryðjast yfir aðra mannhópa og troða sínum skoðunum, hugmyndum, lifnaðarháttum upp á þá. Oft með ofbeldi,“ segir Kristján Þór.Um hundrað slíkir hópar í heiminum Félagasamtökin Survival International, sem berst fyrir vernd einangraðra hópa, áætlar að enn séu um hundrað hópar eftir í heiminum sem lifa svona einangraðir, ýmist í regnskógum eða á afskekktum eyjum. Flestir eru þeir í regnskógum Amasón í Brasilíu og Papúa Nýju-Gíneu, um fjörutíu hópar á hvorum stað. Þar að auki má finna um fimmtán slíka hópa í Perú og einhverja í Kólumbíu, Bólivíu, Ekvador og Paragvæ. Kristján Þór segir að þessi hópur á Norður-Sentinel sé að vissu leyti undantekning. „Almennt má segja að það sé algjör goðsaga að til séu einhverjir hópar sem hafi ekki verið í neinum samskiptum við aðra. Flestir mannhópar hafa verið í samskiptum við aðra mannhópa, eiginlega alla tíð. Þessi hópur á Norður-Sentinel er hins vegar mjög einangraður og hefur ekki gefið færi á sér.“Norður-Sentinel er um 60 ferkílómetrar að stærð.Wikipedia commonsAuðvelt að varpa inn eigin fantasíum Eyjan Norður-Sentinel er innan indverskrar lögsögu og hafa þarlend stjórnvöld bannað fólki að fara til eyjarinnar. Stjórnvöld í Perú og Brasilíu hafa sömuleiðis sett lög í þeim tilgangi að vernda hópa sem hafa lifað í einangrun. „Það hefur hins vegar ekki alltaf virkað. Þar hafa, sérstaklega í Amasón, á því gríðarstóra svæði, athafnamenn farið ólöglega inn og leitað að gulli og grænum skógum en svo skilið eftir sig sviðna jörð og veikt fólk. Ég held að það sem veki athygli fólks er að það haldi að þar sé einhver hópur sem að tilheyri einhverri mjög gamalli fortíð okkar. Að við höfum einhvern tímann verið svona. Þetta er hins vegar fólk sem lifir í nútímanum. Við vitum ekki hvað þeir eru búnir að vera þarna lengi – í einhver þúsundir ára – en við vitum það ekki. Við höfum ekki hugmynd um hvernig lífi þeir hafa lifað. Þeir hafa kannski lifað einhverju allt öðru lífi fyrir 20 þúsund árum eða eitthvað. Það er auðvelt að varpa sínum eigin fantasíum inn í þetta,“ segir Kristján Þór.Trúboðinn John Allen Chau (til hægri) var drepinn af eyjaskeggjum eftir að hafa stigið fæti á eyjuna.APGerði þrjár tilraunir Hinn 26 ára Chau hafði ferðast til eyjarinnar um miðjan mánuðinn fyrir tilstilli sjómanna sem voru við veiðar á þessum slóðum. Þegar hann sneri aftur til þeirra síðar um daginn var hann særður eftir að hafa verið skotinn með ör. Hann sneri þó aftur til eyjarinnar daginn eftir og eyðilögðu eyjaskeggjar þá kanóinn hans þannig að hann varð að synda aftur í bát sjómannanna. Á þriðja degi sneri hann svo enn á ný til eyjarinnar, en skilaði sér svo ekki aftur í bát sjómannanna. Sjómennirnir sáu þá lík Chau á ströndinni og greindu yfirvöldum frá. Nokkuð hefur verið skrifað um að það sé nú vandkvæðum háð hvernig skuli aftur ná líki Chau af ströndinni. Er jafnvel talað um að líkið verði látið vera á eyjunni. Chau hafði ferðast til Indlands með vegabréfsáritun fyrir ferðamenn og ekki upplýst um áætlun sína að boða trú sína á Norður-Sentinel.Sáu litla kofa og stórt hús Kristján Þór segir ljóst að tæknistig eyjaskeggjanna á Norður-Sentinel sé mjög einfalt. „Þeir búa sér til vopn og verkfæri. Báta líka. Þeir hafa líka notað járn sem hefur rekið á fjörur þarna. Það hefur verið rætt um að þeir noti ekki eld, en það finnst mér mjög skrítið. Þeir veiða sér jú til matar – dýr, grænmeti og ávexti. Menn vita voðalega lítið um þá og þetta tungumál þeirra ókannað.“ Hann segir að indverskur mannfræðingur, T.N. Pandit að nafni, sem leitaði út í eyjuna með hópi manna fyrir um fjörutíu árum, sé sá sem hafi komist næst því að draga upp einhverja mynd af þeim. „Þeir sáu þarna litla kofa á strjáli og svo stórt hús. Það er því einhver menning þarna sem við þekkjum ekki. Það er í raun mjög merkilegt, þar sem vitneskja er til um langflesta hópa þegar kemur að sifjakerfi, framfærslu, trúarlegum hugmyndum og svo framvegis. Það er hins vegar lítið vitað um þennan hóp. Það er það sem er heillandi við þetta er að þetta er fólk eins og úr einhverjum öðrum tíma og öðrum heimi.“Berskjaldaðir fyrir okkar sjúkdómum Survival International áætlar að hópurinn hafi lifað á eyjunni, sem er hluti Andamaneyja, og er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Kristján Þór segir að ekki sé vitað um hvaða áhrif það hafi haft að lifa þarna einangraðir þetta lengi, þessi fámenni hópur. „Mjög margir svona frumbyggjahópar eru ekki með varnir gegn „okkar“ sjúkdómum, eins og flensu eða mislingum. Þeir hrynja niður ef þeir fá slíkar sýkingar. Þeir sem hafa komist nálægt þeim eru sammála um að þeir séu við mjög góða heilsu, líti vel út, séu hraustir, kraftmiklir og líti út fyrir að vera frekar góðir með sig.“Vilja fá að vera í friði Kristján Þór segir alveg ljóst að hópurinn vilji einfaldlega fá að vera í friði. „Þeir vita það að svona samskipti við aðra hafa verið slæm og getur leitt til þess að margir úr þeirra hópi falli úr einhverjum sjúkdómum. Þeir vilja bara forðast það. Þetta eru bara menn eins og við, þó þeir séu með boga og örvar. Það er saga af því að á seinni hluta nítjándu aldar hafi mætt einhverjir sæfarar sem rændu öldruðum hjónum frá eyjunni og nokkrum börnum og fóru með á aðra eyju. Þetta gamla fólk dó mjög fljótt vegna einhvers sjúkdóms. Krakkarnir voru hins vegar sendir til baka og er talið ljóst að börnin hafi borið með sér einhverja sýkingu sem varð til aðrir úr hópnum létu lífið. Þannig hugsa þeir: „Um leið og við komumst í snertingu við annað fólk, þá gerist eitthvað vont hér.“ Þetta er fólk sem hugsar álíka rökfast og við.“ Nú er þessi eyja innan indverskrar lögsögu. Hvernig líta þeir á þennan hóp?„Það er bannað að fara þangað. Ég las einhvers staðar að það megi ekki fara nær en fimm sjómílur. Á einhverjum tíma ætluðu þeir að slaka eitthvað á því og jafnvel að hleypa ferðamönnum þangað. Þessi trúboði, sem var með þessa þráhyggju að reyna að kristna þá, hann hafði reynt að komast þangað í nokkra daga. Hann gafst ekkert upp, taldi sig hafa einhverja guðlega leiðsögn. En það er sem sagt bannað að fara þangað. Það er merkilegt að þessir eyjaskeggjar hafa lengi varið sig með kjafti og klóm. Árið 2004, þegar flóðbylgjan reið yfir Indlandshaf, var flogið í þyrlu yfir eyjuna til að athuga hvort að þessi hópur hafi lifað af, og þeir skutu þá örvum í átt að þyrlunni.“ En hvaða áhrif hefur þessi umfjöllun um hópinn, sem við höfum séð í öllum fjölmiðlum heims, á hópinn sjálfan og hans stöðu?„Það er góð spurning og maður bara vonar að þetta verði til þess að það verði passað betur upp á hann og aðra líka. Að við förum ekki að sjá hundrað blaðamenn eða aðra koma á hraðbátum að eyjunni og einhver vitleysa fari í gang. Það er bannað að fara þangað og það þarf að passa upp á það. Þessi blessaði trúboði var einn þeirra sem áleit lög guðs æðri landslögum. En það er svakalegt hvað þessi saga þeirra hefur vakið mikla athygli og er þessi trúboði í raun algert aukaatriði í henni.“ Asía Brasilía Ekvador Indland Suður-Ameríka Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
„Það er áhugavert að þetta þykir svona áhugavert,“ segir Kristján Þór Sigurðsson, aðjúnkt í félags-, mann- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, um eyjaskeggjana á Norður-Sentinel í Indlandshafi. Flestir fjölmiðlar heims hafa fjallað um frumbyggjahópinn, sem talinn er telja milli 50 og 150, eftir að bandaríski trúboðinn John Allen Chau var drepinn af eyjaskeggjum þar sem hann hafði stigið fæti á eyjuna. „Það sem manni dettur í hug er að þetta er hluti margra alda sögu afskipta Evrópumanna – og þá tala ég einnig um Bandaríkjamenn sem Evrópumenn – þar sem þeir hafa verið að ryðjast yfir aðra mannhópa og troða sínum skoðunum, hugmyndum, lifnaðarháttum upp á þá. Oft með ofbeldi,“ segir Kristján Þór.Um hundrað slíkir hópar í heiminum Félagasamtökin Survival International, sem berst fyrir vernd einangraðra hópa, áætlar að enn séu um hundrað hópar eftir í heiminum sem lifa svona einangraðir, ýmist í regnskógum eða á afskekktum eyjum. Flestir eru þeir í regnskógum Amasón í Brasilíu og Papúa Nýju-Gíneu, um fjörutíu hópar á hvorum stað. Þar að auki má finna um fimmtán slíka hópa í Perú og einhverja í Kólumbíu, Bólivíu, Ekvador og Paragvæ. Kristján Þór segir að þessi hópur á Norður-Sentinel sé að vissu leyti undantekning. „Almennt má segja að það sé algjör goðsaga að til séu einhverjir hópar sem hafi ekki verið í neinum samskiptum við aðra. Flestir mannhópar hafa verið í samskiptum við aðra mannhópa, eiginlega alla tíð. Þessi hópur á Norður-Sentinel er hins vegar mjög einangraður og hefur ekki gefið færi á sér.“Norður-Sentinel er um 60 ferkílómetrar að stærð.Wikipedia commonsAuðvelt að varpa inn eigin fantasíum Eyjan Norður-Sentinel er innan indverskrar lögsögu og hafa þarlend stjórnvöld bannað fólki að fara til eyjarinnar. Stjórnvöld í Perú og Brasilíu hafa sömuleiðis sett lög í þeim tilgangi að vernda hópa sem hafa lifað í einangrun. „Það hefur hins vegar ekki alltaf virkað. Þar hafa, sérstaklega í Amasón, á því gríðarstóra svæði, athafnamenn farið ólöglega inn og leitað að gulli og grænum skógum en svo skilið eftir sig sviðna jörð og veikt fólk. Ég held að það sem veki athygli fólks er að það haldi að þar sé einhver hópur sem að tilheyri einhverri mjög gamalli fortíð okkar. Að við höfum einhvern tímann verið svona. Þetta er hins vegar fólk sem lifir í nútímanum. Við vitum ekki hvað þeir eru búnir að vera þarna lengi – í einhver þúsundir ára – en við vitum það ekki. Við höfum ekki hugmynd um hvernig lífi þeir hafa lifað. Þeir hafa kannski lifað einhverju allt öðru lífi fyrir 20 þúsund árum eða eitthvað. Það er auðvelt að varpa sínum eigin fantasíum inn í þetta,“ segir Kristján Þór.Trúboðinn John Allen Chau (til hægri) var drepinn af eyjaskeggjum eftir að hafa stigið fæti á eyjuna.APGerði þrjár tilraunir Hinn 26 ára Chau hafði ferðast til eyjarinnar um miðjan mánuðinn fyrir tilstilli sjómanna sem voru við veiðar á þessum slóðum. Þegar hann sneri aftur til þeirra síðar um daginn var hann særður eftir að hafa verið skotinn með ör. Hann sneri þó aftur til eyjarinnar daginn eftir og eyðilögðu eyjaskeggjar þá kanóinn hans þannig að hann varð að synda aftur í bát sjómannanna. Á þriðja degi sneri hann svo enn á ný til eyjarinnar, en skilaði sér svo ekki aftur í bát sjómannanna. Sjómennirnir sáu þá lík Chau á ströndinni og greindu yfirvöldum frá. Nokkuð hefur verið skrifað um að það sé nú vandkvæðum háð hvernig skuli aftur ná líki Chau af ströndinni. Er jafnvel talað um að líkið verði látið vera á eyjunni. Chau hafði ferðast til Indlands með vegabréfsáritun fyrir ferðamenn og ekki upplýst um áætlun sína að boða trú sína á Norður-Sentinel.Sáu litla kofa og stórt hús Kristján Þór segir ljóst að tæknistig eyjaskeggjanna á Norður-Sentinel sé mjög einfalt. „Þeir búa sér til vopn og verkfæri. Báta líka. Þeir hafa líka notað járn sem hefur rekið á fjörur þarna. Það hefur verið rætt um að þeir noti ekki eld, en það finnst mér mjög skrítið. Þeir veiða sér jú til matar – dýr, grænmeti og ávexti. Menn vita voðalega lítið um þá og þetta tungumál þeirra ókannað.“ Hann segir að indverskur mannfræðingur, T.N. Pandit að nafni, sem leitaði út í eyjuna með hópi manna fyrir um fjörutíu árum, sé sá sem hafi komist næst því að draga upp einhverja mynd af þeim. „Þeir sáu þarna litla kofa á strjáli og svo stórt hús. Það er því einhver menning þarna sem við þekkjum ekki. Það er í raun mjög merkilegt, þar sem vitneskja er til um langflesta hópa þegar kemur að sifjakerfi, framfærslu, trúarlegum hugmyndum og svo framvegis. Það er hins vegar lítið vitað um þennan hóp. Það er það sem er heillandi við þetta er að þetta er fólk eins og úr einhverjum öðrum tíma og öðrum heimi.“Berskjaldaðir fyrir okkar sjúkdómum Survival International áætlar að hópurinn hafi lifað á eyjunni, sem er hluti Andamaneyja, og er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Kristján Þór segir að ekki sé vitað um hvaða áhrif það hafi haft að lifa þarna einangraðir þetta lengi, þessi fámenni hópur. „Mjög margir svona frumbyggjahópar eru ekki með varnir gegn „okkar“ sjúkdómum, eins og flensu eða mislingum. Þeir hrynja niður ef þeir fá slíkar sýkingar. Þeir sem hafa komist nálægt þeim eru sammála um að þeir séu við mjög góða heilsu, líti vel út, séu hraustir, kraftmiklir og líti út fyrir að vera frekar góðir með sig.“Vilja fá að vera í friði Kristján Þór segir alveg ljóst að hópurinn vilji einfaldlega fá að vera í friði. „Þeir vita það að svona samskipti við aðra hafa verið slæm og getur leitt til þess að margir úr þeirra hópi falli úr einhverjum sjúkdómum. Þeir vilja bara forðast það. Þetta eru bara menn eins og við, þó þeir séu með boga og örvar. Það er saga af því að á seinni hluta nítjándu aldar hafi mætt einhverjir sæfarar sem rændu öldruðum hjónum frá eyjunni og nokkrum börnum og fóru með á aðra eyju. Þetta gamla fólk dó mjög fljótt vegna einhvers sjúkdóms. Krakkarnir voru hins vegar sendir til baka og er talið ljóst að börnin hafi borið með sér einhverja sýkingu sem varð til aðrir úr hópnum létu lífið. Þannig hugsa þeir: „Um leið og við komumst í snertingu við annað fólk, þá gerist eitthvað vont hér.“ Þetta er fólk sem hugsar álíka rökfast og við.“ Nú er þessi eyja innan indverskrar lögsögu. Hvernig líta þeir á þennan hóp?„Það er bannað að fara þangað. Ég las einhvers staðar að það megi ekki fara nær en fimm sjómílur. Á einhverjum tíma ætluðu þeir að slaka eitthvað á því og jafnvel að hleypa ferðamönnum þangað. Þessi trúboði, sem var með þessa þráhyggju að reyna að kristna þá, hann hafði reynt að komast þangað í nokkra daga. Hann gafst ekkert upp, taldi sig hafa einhverja guðlega leiðsögn. En það er sem sagt bannað að fara þangað. Það er merkilegt að þessir eyjaskeggjar hafa lengi varið sig með kjafti og klóm. Árið 2004, þegar flóðbylgjan reið yfir Indlandshaf, var flogið í þyrlu yfir eyjuna til að athuga hvort að þessi hópur hafi lifað af, og þeir skutu þá örvum í átt að þyrlunni.“ En hvaða áhrif hefur þessi umfjöllun um hópinn, sem við höfum séð í öllum fjölmiðlum heims, á hópinn sjálfan og hans stöðu?„Það er góð spurning og maður bara vonar að þetta verði til þess að það verði passað betur upp á hann og aðra líka. Að við förum ekki að sjá hundrað blaðamenn eða aðra koma á hraðbátum að eyjunni og einhver vitleysa fari í gang. Það er bannað að fara þangað og það þarf að passa upp á það. Þessi blessaði trúboði var einn þeirra sem áleit lög guðs æðri landslögum. En það er svakalegt hvað þessi saga þeirra hefur vakið mikla athygli og er þessi trúboði í raun algert aukaatriði í henni.“
Asía Brasilía Ekvador Indland Suður-Ameríka Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04
Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05