Taumlaus óbeit Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Íslenskir stjórnmálamenn telja sig ekki alltaf þurfa að taka yfirvegaða afstöðu til einstakra mála. Sumir þykjast vita fyrirfram hvað er á ferð. Brúnaþungir og ábúðarfullir fara þeir umsvifalaust að gaspra út í loftið um hvað muni bíða þjóðarinnar verði málið sem þeir leggjast gegn samþykkt á þingi. Gagnrýnin á þriðja orkupakka Evrópusambandsins hefur verið á þennan veg. Svo harðvítugar deilur eru einkennilegar í máli þar sem auðvelt ætti að vera að kynna sér staðreyndir. Margir hafa alls engan áhuga á því og stunda upphrópanir um að verið sé að afsala sér forræði yfir auðlindinni og telja fullveldisafsal blasa við. Ekki kemur á óvart að þeir stjórnmálamenn sem hæst tala á þessum nótum tilheyra Miðflokki, Framsóknarflokki og afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast fyrst og fremst reknir áfram af blindri andúð á Evrópusambandinu og hafa takmarkaðan áhuga á að kynna sér staðreyndir málsins. Sjálfir telja þeir sig búa yfir fyrirfram vitneskju sem kallar ekki á neinar efasemdir í huga þeirra. Í húsi stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, eru þó blessunarlega margar vistarverur og í sumum þeirra er meira um skynsemi en í öðrum. Á dögunum steig fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, og sagði málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans beinlínis fjarstæðukenndan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því fram á vor að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann. Hugsanlega er þetta gert í von um að hinir herskáu andstæðingar róist og geti rætt málið á vitsmunalegum nótum, og jafnvel tekið mark á orðum færustu sérfræðinga. Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að svo verði. Hörðustu andstæðingar þriðja orkupakkans hafa lítið annað með sér í málflutningi sínum en taumlausa óbeit á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Þeim er nákvæmlega sama um álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og taka ekki mark á niðurstöðum sérfræðinga, sem koma úr ólíkum áttum, og segja hinn nýja orkupakka ekki fela í sér eðlisbreytingu frá fyrri orkupökkum. Stjórnmálamenn geta haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu og hinum ýmsu löggjöfum þess, en þeir mega ekki missa slíka stjórn á sér að þeir sjái þar fjandann sjálfan í hverju horni og líti á EES-samninginn sem svikaplagg sem umsvifalaust ber að segja sig frá. EES-samningurinn hefur dugað þjóðinni ákaflega vel og það er ástæða til að standa vörð um hann. Þegar umræða um þriðja orkupakkann hefst af fullum þunga næsta vor verða þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem búa yfir ábyrgðarkennd – sem þeir gera ekki allir – að styðja málið. Það kemur í hlut þeirra að taka sér stöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og mótmæla málflutningi afturhaldsafla sem kæra sig ekki um að framfylgja alþjóðasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn telja sig ekki alltaf þurfa að taka yfirvegaða afstöðu til einstakra mála. Sumir þykjast vita fyrirfram hvað er á ferð. Brúnaþungir og ábúðarfullir fara þeir umsvifalaust að gaspra út í loftið um hvað muni bíða þjóðarinnar verði málið sem þeir leggjast gegn samþykkt á þingi. Gagnrýnin á þriðja orkupakka Evrópusambandsins hefur verið á þennan veg. Svo harðvítugar deilur eru einkennilegar í máli þar sem auðvelt ætti að vera að kynna sér staðreyndir. Margir hafa alls engan áhuga á því og stunda upphrópanir um að verið sé að afsala sér forræði yfir auðlindinni og telja fullveldisafsal blasa við. Ekki kemur á óvart að þeir stjórnmálamenn sem hæst tala á þessum nótum tilheyra Miðflokki, Framsóknarflokki og afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast fyrst og fremst reknir áfram af blindri andúð á Evrópusambandinu og hafa takmarkaðan áhuga á að kynna sér staðreyndir málsins. Sjálfir telja þeir sig búa yfir fyrirfram vitneskju sem kallar ekki á neinar efasemdir í huga þeirra. Í húsi stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, eru þó blessunarlega margar vistarverur og í sumum þeirra er meira um skynsemi en í öðrum. Á dögunum steig fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, og sagði málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans beinlínis fjarstæðukenndan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því fram á vor að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann. Hugsanlega er þetta gert í von um að hinir herskáu andstæðingar róist og geti rætt málið á vitsmunalegum nótum, og jafnvel tekið mark á orðum færustu sérfræðinga. Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að svo verði. Hörðustu andstæðingar þriðja orkupakkans hafa lítið annað með sér í málflutningi sínum en taumlausa óbeit á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Þeim er nákvæmlega sama um álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og taka ekki mark á niðurstöðum sérfræðinga, sem koma úr ólíkum áttum, og segja hinn nýja orkupakka ekki fela í sér eðlisbreytingu frá fyrri orkupökkum. Stjórnmálamenn geta haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu og hinum ýmsu löggjöfum þess, en þeir mega ekki missa slíka stjórn á sér að þeir sjái þar fjandann sjálfan í hverju horni og líti á EES-samninginn sem svikaplagg sem umsvifalaust ber að segja sig frá. EES-samningurinn hefur dugað þjóðinni ákaflega vel og það er ástæða til að standa vörð um hann. Þegar umræða um þriðja orkupakkann hefst af fullum þunga næsta vor verða þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem búa yfir ábyrgðarkennd – sem þeir gera ekki allir – að styðja málið. Það kemur í hlut þeirra að taka sér stöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og mótmæla málflutningi afturhaldsafla sem kæra sig ekki um að framfylgja alþjóðasamningum.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun