Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 23:39 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, segist ætla að leggja til við úkraínska þingið á morgun að herlög verði sett eftir að rússneski herinn réðist á og tók yfir þrjú skip á vegum úkraínska hersins nærri Svartahafinu í dag. Herlögin yrðu sett vegna hernaðarástands en með þeim yrðu ákvæði venjulegra laga og stjórnarskrár, einkum um persónu- og eignaréttindi, afnumin um stundarsakir á hættutímum. Um var að ræða tvö lítil herskip og dráttarbát á vegum úkraínska sjóhersins sem ætluðu sér til Asovshafsins í gegnum Kerch-sundið þegar för þeirra var stöðvuð af rússneska hernum. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, sagði Úkraínumenn hafa hegðað sér eins og stigamenn í Kerch-sundinu. Segir hún Úkraínumenn hafa ögrað Rússum fyrst með því að sigla nærri þeirra hafsvæði, síðar hótað valdbeitingu og því næst sakað Rússa um yfirgang. Blaðamaður BBC í Úkraínu, Jonah Fisher, segir forseta Úkraínu styðja að herlög verði sett í landinu en það veki upp spurningar um kosningar í landinu í mars næstkomandi og hvort þeim verði mögulega seinkað.As Ukraine considers introducing martial law a reminder that Presidential elections are due in 4 months time and the current President Poroshenko is doing miserably in the polls.— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Hann bendir á að það hafi ekki verið gert þegar spennan var sem mest á milli ríkjanna árið 2014 og 2015. Martial law was not introduced at height of eastern conflict in 2014-15. https://t.co/EGoMyO3uxq— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Poroshenko sagði á fundi herráðs Úkraínu í kvöld að aðgerðir Rússa hefðu verið tilefnislausar og óðar. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði það mikið högg fyrir úkraínska sjóherinn að missa þessi skip, um væri að ræða þriðjung af vopnuðum flota hersins.This is a huge blow to Ukraine's ailing navy. The loss of three vessels, including two armed ones, accounts for about a third of its entire armed fleet. Russia seized several Ukrainian naval vessels when it annexed Crimea in 2014.— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 25, 2018 Spenna undan ströndum Krímskaga hafa stigmagnast undanfarna mánuði. Samkvæmt milliríkjasamnings þjóðanna tveggja frá árinu 2003 þá deila þær yfirráðum yfir Kerch-sundinu og Asovshafinu. Rússar hófu nýverið að þó eftirlit með öllum skipum sem sigla til eða frá úkraínskum höfnum nærri svæðinu. Það að Rússar hafi tekið yfir skipin þrjú og að menn hafi særst í átökum er talin mikil stigmögnun á spennu milli landanna. Úkraínumenn segja sex hafa særst í átökum en Rússar vilja meina að þrír hafi særst. Rússar hertóku Krímskaga árið 2014 og hefur mikil spenna verið á milli ríkjanna vegna þeirrar aðgerðar. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, segist ætla að leggja til við úkraínska þingið á morgun að herlög verði sett eftir að rússneski herinn réðist á og tók yfir þrjú skip á vegum úkraínska hersins nærri Svartahafinu í dag. Herlögin yrðu sett vegna hernaðarástands en með þeim yrðu ákvæði venjulegra laga og stjórnarskrár, einkum um persónu- og eignaréttindi, afnumin um stundarsakir á hættutímum. Um var að ræða tvö lítil herskip og dráttarbát á vegum úkraínska sjóhersins sem ætluðu sér til Asovshafsins í gegnum Kerch-sundið þegar för þeirra var stöðvuð af rússneska hernum. Talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, sagði Úkraínumenn hafa hegðað sér eins og stigamenn í Kerch-sundinu. Segir hún Úkraínumenn hafa ögrað Rússum fyrst með því að sigla nærri þeirra hafsvæði, síðar hótað valdbeitingu og því næst sakað Rússa um yfirgang. Blaðamaður BBC í Úkraínu, Jonah Fisher, segir forseta Úkraínu styðja að herlög verði sett í landinu en það veki upp spurningar um kosningar í landinu í mars næstkomandi og hvort þeim verði mögulega seinkað.As Ukraine considers introducing martial law a reminder that Presidential elections are due in 4 months time and the current President Poroshenko is doing miserably in the polls.— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Hann bendir á að það hafi ekki verið gert þegar spennan var sem mest á milli ríkjanna árið 2014 og 2015. Martial law was not introduced at height of eastern conflict in 2014-15. https://t.co/EGoMyO3uxq— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) November 25, 2018 Poroshenko sagði á fundi herráðs Úkraínu í kvöld að aðgerðir Rússa hefðu verið tilefnislausar og óðar. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði það mikið högg fyrir úkraínska sjóherinn að missa þessi skip, um væri að ræða þriðjung af vopnuðum flota hersins.This is a huge blow to Ukraine's ailing navy. The loss of three vessels, including two armed ones, accounts for about a third of its entire armed fleet. Russia seized several Ukrainian naval vessels when it annexed Crimea in 2014.— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 25, 2018 Spenna undan ströndum Krímskaga hafa stigmagnast undanfarna mánuði. Samkvæmt milliríkjasamnings þjóðanna tveggja frá árinu 2003 þá deila þær yfirráðum yfir Kerch-sundinu og Asovshafinu. Rússar hófu nýverið að þó eftirlit með öllum skipum sem sigla til eða frá úkraínskum höfnum nærri svæðinu. Það að Rússar hafi tekið yfir skipin þrjú og að menn hafi særst í átökum er talin mikil stigmögnun á spennu milli landanna. Úkraínumenn segja sex hafa særst í átökum en Rússar vilja meina að þrír hafi særst. Rússar hertóku Krímskaga árið 2014 og hefur mikil spenna verið á milli ríkjanna vegna þeirrar aðgerðar.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01
Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56
Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50