Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2018 07:33 Um 500 manns reyndu að komast yfir landamærin en bandarísk yfirvöld skutu táragashólkum inn í Mexíkó. Vísir/EPA Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að hælisleitendum handan landamæranna að Mexíkó eftir að fólkið reyndi að hlaupa yfir þau. Lokuðu þeir landamærunum tímabundið fyrir allri umferð og vöruflutningum. San Ysidro-landamærastöðin á milli San Diego í Bandaríkjunum og Tijuana í Mexíkó er sú annasamasta í vesturheimi. Bandarísk yfirvöld ákváðu að loka þeim til þess að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Mið-Ameríku kæmust inn í landið. Áður hafði mexíkóska lögreglan reynt að dreifa hópi hælisleitenda sem mótmælti því hversu lengi bandarísk yfirvöld væru að fara yfir umsóknir þeirra. Reuters-fréttastofan segir að mótmælin hafi verið friðsamleg. Konur og börn hafi verið á meðal þeirra sem hrópuðu „Við erum ekki glæpamenn! Við leggjum hart að okkur!“. Í kjölfarið reyndu um 500 manns að gera áhlaup á að landamærunum. Bandarísku landamæraverðirnir studdir herlögreglu og almennum lögreglumönnum brugðust við með því að skjóta táragasi yfir landamærin. Mexíkósk yfirvöld sögðust ætla að vísa fólkinu sem reyndi að brjóta sér leið yfir landamærin úr landi.Flýja fátækt og ofbeldi Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hefðu náð samkomulagi um að flóttamenn frá Mið-Ameríku sem leita hælis í Bandaríkjunum verði vistaðir sunnan landamæranna á meðan farið er yfir umsóknir þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið alið á ótta við farandlest flóttafólks frá Hondúras sem hefur farið fótgangandi norður til Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Hann hefur meðal annars látið senda þúsundir hermanna að landamærunum og sagt flóttafólkið ógna öryggi Bandaríkjanna. „Þeir vilja að við bíðum í Mexíkó en ég er að minnsta kosti orðinn örvæntingarfullur. Litla stelpan mín er veik og ég á ekki einu sinni fyrir mjólk. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Joseph García frá Hondúras við Reuters. Fólkið er sagt flýja sára fátækt og ofbeldi í Hondúras en morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.US Border Patrol agents fired tear gas at a group of migrants at a major US-Mexico border crossing in San Diego, after they rushed the border area on the Mexican side https://t.co/7TKSxRetn0 pic.twitter.com/147kyHKyJV— CNN (@CNN) November 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að hælisleitendum handan landamæranna að Mexíkó eftir að fólkið reyndi að hlaupa yfir þau. Lokuðu þeir landamærunum tímabundið fyrir allri umferð og vöruflutningum. San Ysidro-landamærastöðin á milli San Diego í Bandaríkjunum og Tijuana í Mexíkó er sú annasamasta í vesturheimi. Bandarísk yfirvöld ákváðu að loka þeim til þess að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Mið-Ameríku kæmust inn í landið. Áður hafði mexíkóska lögreglan reynt að dreifa hópi hælisleitenda sem mótmælti því hversu lengi bandarísk yfirvöld væru að fara yfir umsóknir þeirra. Reuters-fréttastofan segir að mótmælin hafi verið friðsamleg. Konur og börn hafi verið á meðal þeirra sem hrópuðu „Við erum ekki glæpamenn! Við leggjum hart að okkur!“. Í kjölfarið reyndu um 500 manns að gera áhlaup á að landamærunum. Bandarísku landamæraverðirnir studdir herlögreglu og almennum lögreglumönnum brugðust við með því að skjóta táragasi yfir landamærin. Mexíkósk yfirvöld sögðust ætla að vísa fólkinu sem reyndi að brjóta sér leið yfir landamærin úr landi.Flýja fátækt og ofbeldi Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hefðu náð samkomulagi um að flóttamenn frá Mið-Ameríku sem leita hælis í Bandaríkjunum verði vistaðir sunnan landamæranna á meðan farið er yfir umsóknir þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið alið á ótta við farandlest flóttafólks frá Hondúras sem hefur farið fótgangandi norður til Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Hann hefur meðal annars látið senda þúsundir hermanna að landamærunum og sagt flóttafólkið ógna öryggi Bandaríkjanna. „Þeir vilja að við bíðum í Mexíkó en ég er að minnsta kosti orðinn örvæntingarfullur. Litla stelpan mín er veik og ég á ekki einu sinni fyrir mjólk. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Joseph García frá Hondúras við Reuters. Fólkið er sagt flýja sára fátækt og ofbeldi í Hondúras en morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.US Border Patrol agents fired tear gas at a group of migrants at a major US-Mexico border crossing in San Diego, after they rushed the border area on the Mexican side https://t.co/7TKSxRetn0 pic.twitter.com/147kyHKyJV— CNN (@CNN) November 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira