Hagfræðingur búsettur á Kanarí kemur Secret Solstice til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2018 09:15 Þessi skemmtu sér vel á Secret Solstice sumarið 2018 þrátt fyrir að veðrið væri ekki fyrsta flokks. Fréttablaðið/Þórsteinn Allt stefnir í að tónlistarhátíðin Secret Solstice fari fram í fimmta skipti í Laugardalnum 21. til 23. júní sumarið 2019. Samningur borgarinnar við nýtt félag, Live events ehf, var kynntur í Borgarráði Reykjavíkur í síðustu viku. Hátíðin hefur verið rekin af félaginu Solstice Productions undanfarin ár en rekstur hátíðarinnar gekk illa síðastliðið sumar og á enn eftir að gera upp við ýmsa aðila. Hið nýja félag Show ehf. er skráð til heimilis á Fiskislóð 31 líkt og Solstice Productions. Það er Guðmundur Hreiðarsson Viborg, hagfræðingur á sjötugsaldri, sem er skráður fyrir Show ehf. Guðmundur Hreiðarsson, sem er búsettur á Kanaríeyjum stóran hluta ársins, segir hugsunina einfalda. „Við ætlum ekki að láta þetta deyja,“ segir Guðmundur. Vildu flytja hátíðina á Klambratún Rekstur hátíðarinnar hefur ekki gengið sem skildi undanfarin ár. Aldrei verr en í fyrra þar sem gestir voru færri en áður. Rakti Friðrik Ólafsson, nú einn af fyrrverandi eigendum og aðstandendum hátíðarinnar, fækkun gesta til slæms veðurs. Í framhaldinu var til skoðunar að flytja hátíðina úr Laugardalnum og á Klambratún en þær hugmyndir virðast hafa verið slegnar útaf borðinu. Segja má að Secret Solstice hafi verið framtak fjölskyldu og vina undanfarin ár. Systkinin Friðrik, Katrín og Kristján Ólafsson hafa verið í lykilhlutverki en þau eru öll börn Jóns Ólafssonar áður fjölmiðlamógúls en vatnsútflytjanda hin síðari ár. Friðrik sagði í viðtali við DV í október að lítið sem ekkert fjármagn væri í félaginu Solstice Productions og framtíð hennar óráðin. Ef ekki fengist nýtt fjármagn yrði ekkert af hátíðinni. Katrín Ólafsson sagði í bréfi til Reykjavíkurborgar í sumar að eigendur hefðu lagt hátíðinni til 250-300 milljónir króna undanfarin ár.Frá Secret Solstice í fyrra.VísirMargir eiga inni peninga Samkvæmt heimildum Vísis á enn eftir að gera upp við ýmsa aðila eftir hátíðina í fyrra sem og tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli. Ragnar Guðmundsson hjá veitingahúsinu Laugaás, sem hefur séð um veitingar á hátíðinni, segir að þó ekki sé búið að gera upp við hann eigi hann ekki von á öðru en það verði gert með tíð og tíma. „Þau eru búin að fá leyfi til að gera þetta á næsta ári. Þau ætla að nota það sem kemur út úr því til að klára að borga,“ segir Ragnar. Hann er ánægður að forsvarsmenn Secret Solstice í fyrra haldi honum upplýstum. „Maður þekkir marga sem hafa hlaupið í burtu, sett undir sig hausinn og gefið manni fingurinn. Þetta er ekkert svoleiðis. Á meðan það er talað við menn og maður fær að fylgjast með þá get ég ekki verið annað en þakklátur.“ Samkvæmt heimildum Vísis á eftir að gera upp við aðila sem sá um stóran hluta gæslu á tónleikum Guns N' Roses. Nemur upphæðin fleiri milljónum króna. Þá eiga einstaklingar enn eftir að fá borgað sem komu að gæslunni, sömuleiðis listamenn og annað starfsfólk. Einn þeirra er Ómar Smári Óttarsson sem tjáði Vísi að ítrekuð samskipti hans við Jón Bjarna Steinsson, upplýsingafulltrúi hátíðarinnar í fyrra, hefðu engu skilað. Sömuleiðis ekki heimsóknir á skemmtistaðinn Dillon þar sem Jón Bjarni starfar. Secret Solstice skuldi honum 80 þúsund krónur fyrir gæslu. Guðmundur, hinn nýi eigandi Solstice, segir uppgjör hátíðarinnar í fyrra ekki heyra undir sig. Það sé í höndum þeirra sem ráku þá hátíð, Solstice Productions. Félag Jóns Ólafssonar og börn hans.Vilja frægara listafólk á hátíðina Guðmundur segir það í höndum annarra að sjá um rekstur hátíðarinnar í ár og aðeins að litlu leyti verði í teyminu sama fólk og var í kringum hátíðina í fyrra. Víkingur Heiðar Arnórsson, rekstrarstjóri Austur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Guðmundur er bjartsýnn og mögulega geti fjárfestingin skilað sér vel fyrir hann. Það verði þó tíminn að leiða í ljós. Vísaði Guðmundur annars á Víking framkvæmdastjóra. Víkingur sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að dagskrá eftir miðnætti í Laugardalnum verði hætt en skoðað að hafa hana annars staðar. Hátíðin fari fram á smærra svæði, hefjist á föstudegi auk þess sem reynt verði að fá þekktari tónlistarmenn á hátíðina. Fyrri tvö atriðin þýði minni kostnaður en Víkingur telur að mun fleiri miðar gætu selst ef fleiri frægari listamenn komi fram. Hátíðin sé í mótun og verið sé að skoða alls kyns hugmyndir, þar á meðal til að gera hátíðina fjölskylduvænni. Varðandi uppgjör við þá sem eiga inni peninga hjá félaginu vísar Víkingur á aðstandendur hátíðarinnar í fyrra.Gæsla á Secret Solstice í fyrra.Fréttablaðið/ÞórsteinnTaka tillit til annarra viðburðaÍ samningi Show ehf. við Reykjavíkurborg, sem enn á eftir að samþykkja en allt bendir til að verði, kemur meðal annars fram að hátíðin í ár verði þriggja daga en ekki fjögurra. Hún á að verða fjölskylduvænni, fari fram á minna svæði, eftirlit verði aukið og höfði til eldri markhópa. „Samráð hefur verið með ágætum frá upphafi hátíðarinnar og vankantar sniðnir af með aukinni reynslu og þekkingu tónleikahaldara. Núverandi samráð byggir á því að hátíðin verði eingöngu á Þróttaravellinum og því ekki eins umfangsmikil og á undanförnum árum. Þá muni hún höfða til eldri markhópa, eftirlit verði aukið og tryggt að hátíðin fari sem best fram,“ sagði í bókun meirihlutans í borginni um hátíðina. Þá verði tekið sérstakt tillit til Jónsmessuhlaups ÍBR 20. júní og útskrift frá Háskóla Íslands 22. júní. „Skuli staðhaldarar taka sérstakt tillit til þessara viðburða og þeirra ábendinga sem koma frá ÍBR og Laugardalshöll vegna þeirra með tilliti til umferðar, þrifa og hávaða,“ segir í samningnum.Töluverð rigning skapaði drullusvað á þessari gönguleið á tónleikasvæðinu.Fréttablaðið/ÞórsteinnHneykslaður á borginni Nokkur umræða hefur skapast á Facebook um framhald hátíðarinnar á vegg Vilhjálms Þ.Á. Vilhjálmssonar, lögfræðings og íbúa í Laugardal. Er hann hneykslaður á því að borgin gangi til samninganna í ljósi fjölda fíkniefnamála sem upp komu á hátíðinni í fyrra. „Heldur Borgin að þau ungmenni sem hátíðina sækja eða fylla hverfið af skottapartýum fram á nótt séu að fara hegða sér á einhvern hátt öðruvísi, vegna þess að það eru spiluð Laddalög á daginn eða út af því að það segi í samning að hátíðin eigi að "höfða meira til fjölskyldufólks en verið hefur" - sem þar að auki er einstaklega lélegt samningsákvæði.“ Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi hátíðarinnar og stjórnarmaður í nýja félaginu Show ehf, svarar Vilhjálmi og segir gæslu hafa verið stóraukna í fyrra. Hann segir fjölda fíkniefnamála sem upp koma til marks um öfluga gæslu. Þá séu svokölluð skottpartý á bílastæðinu við Laugardalsvöll, þar sem fólk opnar skottin á bílum sínum og hella í sig drykkjum, stærsta vandamálið. Aðstandendur hafi ítrekað reynt að fá þeim lokað til að koma í veg fyrir drykkju á svæðinu en án árangurs. „Niðurstaðan er samt sú að í þau fimm ár sem hátíðin hefur farið fram hafa aldrei orðið alvarleg slys á fólki, líkamsárásir eða tilkynnt kynferðisbrot. Ef þú hefur áhuga á því þá er þér velkomið að koma og kynna þér þessi mál,“ segir Jón Bjarni. Ein líkamsárás á Secret Solstice árið 2015 vakti þó heimsathygli. Þá réðst hópur með rapparann Gísla Pálma í broddi fylkingar á tónlistarmanninn og „Jackass“-inn Bam Margera sem hafði látið ófriðlega.Uppfært klukkan 10:01Jón Bjarni Steinsson var í fyrri útgáfu titlaður framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hann er upplýsingafulltrúi og verður það áfram. Þá hefur nafni félagsins sem heldur hátíðina verið breytt úr Show ehf. í Live events ehf. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Solstice fari fram á minna svæði, með auknu eftirliti og höfði til eldri markhópa Í bókun meirihlutans í borginni segir að hátíðin sé orðin fastur punktur í lífi margra Reykvíkinga þar sem Laugardalurinn er lagður undir risatónlistarhátíð. 22. nóvember 2018 22:33 Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Allt stefnir í að tónlistarhátíðin Secret Solstice fari fram í fimmta skipti í Laugardalnum 21. til 23. júní sumarið 2019. Samningur borgarinnar við nýtt félag, Live events ehf, var kynntur í Borgarráði Reykjavíkur í síðustu viku. Hátíðin hefur verið rekin af félaginu Solstice Productions undanfarin ár en rekstur hátíðarinnar gekk illa síðastliðið sumar og á enn eftir að gera upp við ýmsa aðila. Hið nýja félag Show ehf. er skráð til heimilis á Fiskislóð 31 líkt og Solstice Productions. Það er Guðmundur Hreiðarsson Viborg, hagfræðingur á sjötugsaldri, sem er skráður fyrir Show ehf. Guðmundur Hreiðarsson, sem er búsettur á Kanaríeyjum stóran hluta ársins, segir hugsunina einfalda. „Við ætlum ekki að láta þetta deyja,“ segir Guðmundur. Vildu flytja hátíðina á Klambratún Rekstur hátíðarinnar hefur ekki gengið sem skildi undanfarin ár. Aldrei verr en í fyrra þar sem gestir voru færri en áður. Rakti Friðrik Ólafsson, nú einn af fyrrverandi eigendum og aðstandendum hátíðarinnar, fækkun gesta til slæms veðurs. Í framhaldinu var til skoðunar að flytja hátíðina úr Laugardalnum og á Klambratún en þær hugmyndir virðast hafa verið slegnar útaf borðinu. Segja má að Secret Solstice hafi verið framtak fjölskyldu og vina undanfarin ár. Systkinin Friðrik, Katrín og Kristján Ólafsson hafa verið í lykilhlutverki en þau eru öll börn Jóns Ólafssonar áður fjölmiðlamógúls en vatnsútflytjanda hin síðari ár. Friðrik sagði í viðtali við DV í október að lítið sem ekkert fjármagn væri í félaginu Solstice Productions og framtíð hennar óráðin. Ef ekki fengist nýtt fjármagn yrði ekkert af hátíðinni. Katrín Ólafsson sagði í bréfi til Reykjavíkurborgar í sumar að eigendur hefðu lagt hátíðinni til 250-300 milljónir króna undanfarin ár.Frá Secret Solstice í fyrra.VísirMargir eiga inni peninga Samkvæmt heimildum Vísis á enn eftir að gera upp við ýmsa aðila eftir hátíðina í fyrra sem og tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli. Ragnar Guðmundsson hjá veitingahúsinu Laugaás, sem hefur séð um veitingar á hátíðinni, segir að þó ekki sé búið að gera upp við hann eigi hann ekki von á öðru en það verði gert með tíð og tíma. „Þau eru búin að fá leyfi til að gera þetta á næsta ári. Þau ætla að nota það sem kemur út úr því til að klára að borga,“ segir Ragnar. Hann er ánægður að forsvarsmenn Secret Solstice í fyrra haldi honum upplýstum. „Maður þekkir marga sem hafa hlaupið í burtu, sett undir sig hausinn og gefið manni fingurinn. Þetta er ekkert svoleiðis. Á meðan það er talað við menn og maður fær að fylgjast með þá get ég ekki verið annað en þakklátur.“ Samkvæmt heimildum Vísis á eftir að gera upp við aðila sem sá um stóran hluta gæslu á tónleikum Guns N' Roses. Nemur upphæðin fleiri milljónum króna. Þá eiga einstaklingar enn eftir að fá borgað sem komu að gæslunni, sömuleiðis listamenn og annað starfsfólk. Einn þeirra er Ómar Smári Óttarsson sem tjáði Vísi að ítrekuð samskipti hans við Jón Bjarna Steinsson, upplýsingafulltrúi hátíðarinnar í fyrra, hefðu engu skilað. Sömuleiðis ekki heimsóknir á skemmtistaðinn Dillon þar sem Jón Bjarni starfar. Secret Solstice skuldi honum 80 þúsund krónur fyrir gæslu. Guðmundur, hinn nýi eigandi Solstice, segir uppgjör hátíðarinnar í fyrra ekki heyra undir sig. Það sé í höndum þeirra sem ráku þá hátíð, Solstice Productions. Félag Jóns Ólafssonar og börn hans.Vilja frægara listafólk á hátíðina Guðmundur segir það í höndum annarra að sjá um rekstur hátíðarinnar í ár og aðeins að litlu leyti verði í teyminu sama fólk og var í kringum hátíðina í fyrra. Víkingur Heiðar Arnórsson, rekstrarstjóri Austur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Guðmundur er bjartsýnn og mögulega geti fjárfestingin skilað sér vel fyrir hann. Það verði þó tíminn að leiða í ljós. Vísaði Guðmundur annars á Víking framkvæmdastjóra. Víkingur sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að dagskrá eftir miðnætti í Laugardalnum verði hætt en skoðað að hafa hana annars staðar. Hátíðin fari fram á smærra svæði, hefjist á föstudegi auk þess sem reynt verði að fá þekktari tónlistarmenn á hátíðina. Fyrri tvö atriðin þýði minni kostnaður en Víkingur telur að mun fleiri miðar gætu selst ef fleiri frægari listamenn komi fram. Hátíðin sé í mótun og verið sé að skoða alls kyns hugmyndir, þar á meðal til að gera hátíðina fjölskylduvænni. Varðandi uppgjör við þá sem eiga inni peninga hjá félaginu vísar Víkingur á aðstandendur hátíðarinnar í fyrra.Gæsla á Secret Solstice í fyrra.Fréttablaðið/ÞórsteinnTaka tillit til annarra viðburðaÍ samningi Show ehf. við Reykjavíkurborg, sem enn á eftir að samþykkja en allt bendir til að verði, kemur meðal annars fram að hátíðin í ár verði þriggja daga en ekki fjögurra. Hún á að verða fjölskylduvænni, fari fram á minna svæði, eftirlit verði aukið og höfði til eldri markhópa. „Samráð hefur verið með ágætum frá upphafi hátíðarinnar og vankantar sniðnir af með aukinni reynslu og þekkingu tónleikahaldara. Núverandi samráð byggir á því að hátíðin verði eingöngu á Þróttaravellinum og því ekki eins umfangsmikil og á undanförnum árum. Þá muni hún höfða til eldri markhópa, eftirlit verði aukið og tryggt að hátíðin fari sem best fram,“ sagði í bókun meirihlutans í borginni um hátíðina. Þá verði tekið sérstakt tillit til Jónsmessuhlaups ÍBR 20. júní og útskrift frá Háskóla Íslands 22. júní. „Skuli staðhaldarar taka sérstakt tillit til þessara viðburða og þeirra ábendinga sem koma frá ÍBR og Laugardalshöll vegna þeirra með tilliti til umferðar, þrifa og hávaða,“ segir í samningnum.Töluverð rigning skapaði drullusvað á þessari gönguleið á tónleikasvæðinu.Fréttablaðið/ÞórsteinnHneykslaður á borginni Nokkur umræða hefur skapast á Facebook um framhald hátíðarinnar á vegg Vilhjálms Þ.Á. Vilhjálmssonar, lögfræðings og íbúa í Laugardal. Er hann hneykslaður á því að borgin gangi til samninganna í ljósi fjölda fíkniefnamála sem upp komu á hátíðinni í fyrra. „Heldur Borgin að þau ungmenni sem hátíðina sækja eða fylla hverfið af skottapartýum fram á nótt séu að fara hegða sér á einhvern hátt öðruvísi, vegna þess að það eru spiluð Laddalög á daginn eða út af því að það segi í samning að hátíðin eigi að "höfða meira til fjölskyldufólks en verið hefur" - sem þar að auki er einstaklega lélegt samningsákvæði.“ Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi hátíðarinnar og stjórnarmaður í nýja félaginu Show ehf, svarar Vilhjálmi og segir gæslu hafa verið stóraukna í fyrra. Hann segir fjölda fíkniefnamála sem upp koma til marks um öfluga gæslu. Þá séu svokölluð skottpartý á bílastæðinu við Laugardalsvöll, þar sem fólk opnar skottin á bílum sínum og hella í sig drykkjum, stærsta vandamálið. Aðstandendur hafi ítrekað reynt að fá þeim lokað til að koma í veg fyrir drykkju á svæðinu en án árangurs. „Niðurstaðan er samt sú að í þau fimm ár sem hátíðin hefur farið fram hafa aldrei orðið alvarleg slys á fólki, líkamsárásir eða tilkynnt kynferðisbrot. Ef þú hefur áhuga á því þá er þér velkomið að koma og kynna þér þessi mál,“ segir Jón Bjarni. Ein líkamsárás á Secret Solstice árið 2015 vakti þó heimsathygli. Þá réðst hópur með rapparann Gísla Pálma í broddi fylkingar á tónlistarmanninn og „Jackass“-inn Bam Margera sem hafði látið ófriðlega.Uppfært klukkan 10:01Jón Bjarni Steinsson var í fyrri útgáfu titlaður framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hann er upplýsingafulltrúi og verður það áfram. Þá hefur nafni félagsins sem heldur hátíðina verið breytt úr Show ehf. í Live events ehf.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Solstice fari fram á minna svæði, með auknu eftirliti og höfði til eldri markhópa Í bókun meirihlutans í borginni segir að hátíðin sé orðin fastur punktur í lífi margra Reykvíkinga þar sem Laugardalurinn er lagður undir risatónlistarhátíð. 22. nóvember 2018 22:33 Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Solstice fari fram á minna svæði, með auknu eftirliti og höfði til eldri markhópa Í bókun meirihlutans í borginni segir að hátíðin sé orðin fastur punktur í lífi margra Reykvíkinga þar sem Laugardalurinn er lagður undir risatónlistarhátíð. 22. nóvember 2018 22:33
Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40