Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 16:34 Dacia Duster jepplingurinn. Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.Duster-bílarnir eru algeng sjón á vegum landsins en undanfarin ár hafabílaleigur keypt fjölmarga slíka bíla og leigt þá út til ferðamanna.Maðurinn er grunaður um minnst sex innbrot í Duster-bíla á tímabilinu 12. nóvember til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn eftir að brotist var inn í Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu þann 20. nóvember. Lögregla bar kenns á manninn af myndupptökum þar sem sjá má mann brjótast inn í bílinn og stela þaðan fartölvu.Við skýrslutöku neitaði hann sök, sagðist ekki þekkja sig af myndbandsupptökunum og að fartölvuna, samskonar þeirri sem stolið var úr bílnum, hafi hann fundið við ruslagám við Hallgrímskirkju.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms.Vísir/VilhelmHandtekinn klæddur í jakka sem saknað var eftir innbrot í Duster Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stolið myndavélum og drónum að andvirði 800 þúsund króna úr Duster-bíl þann 18. nóvember. Er hann einnig grunaður um að hafa meðal annars stolið myndavél, gleraugum og jakka en er hann var handtekinn þann 12. nóvember eftir innbrot í Duster-bíl var hann klæddur í jakkann sem saknað var eftir innbrotið. Sagðist maðurinn hins vegar hafa fengið jakkann tveimur dögum áður. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að rannsókn lögreglu á innbrotunum sé á frumstigi og verið sé að leita að því þýfi sem ekki hafi fundist eftir innbrotin. Þá sé verið að rannsaka hvort að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra sambærilegra mála á hendur manninum. Veruleg hætta sé á því að maðurinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus og fór lögregla því fram á að maðurinn sæti einangrun til 28. nóvember næstkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.Duster-bílarnir eru algeng sjón á vegum landsins en undanfarin ár hafabílaleigur keypt fjölmarga slíka bíla og leigt þá út til ferðamanna.Maðurinn er grunaður um minnst sex innbrot í Duster-bíla á tímabilinu 12. nóvember til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn eftir að brotist var inn í Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu þann 20. nóvember. Lögregla bar kenns á manninn af myndupptökum þar sem sjá má mann brjótast inn í bílinn og stela þaðan fartölvu.Við skýrslutöku neitaði hann sök, sagðist ekki þekkja sig af myndbandsupptökunum og að fartölvuna, samskonar þeirri sem stolið var úr bílnum, hafi hann fundið við ruslagám við Hallgrímskirkju.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms.Vísir/VilhelmHandtekinn klæddur í jakka sem saknað var eftir innbrot í Duster Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stolið myndavélum og drónum að andvirði 800 þúsund króna úr Duster-bíl þann 18. nóvember. Er hann einnig grunaður um að hafa meðal annars stolið myndavél, gleraugum og jakka en er hann var handtekinn þann 12. nóvember eftir innbrot í Duster-bíl var hann klæddur í jakkann sem saknað var eftir innbrotið. Sagðist maðurinn hins vegar hafa fengið jakkann tveimur dögum áður. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að rannsókn lögreglu á innbrotunum sé á frumstigi og verið sé að leita að því þýfi sem ekki hafi fundist eftir innbrotin. Þá sé verið að rannsaka hvort að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra sambærilegra mála á hendur manninum. Veruleg hætta sé á því að maðurinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus og fór lögregla því fram á að maðurinn sæti einangrun til 28. nóvember næstkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira