Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Of mikið einblínt á óskir flugfélaga segir Skipulagsstofnun. Fréttablaðið/Ernir Skipulagsstofnun segir samfélagsleg áhrif stórfelldrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli ekki nægilega rannsakaða af hinu opinbera. Áætlað er að settir verði rúmir níutíu milljarðar í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar til ársins 2022.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.Samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur nú fyrir Alþingi. Fjölmargir hafa sent inn umsögn við áætlun ráðherrans. Skipulagsstofnun segir í umsögn sinni að eftir lestur hennar „[…]virðist stefna stjórnvalda um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli einvörðungu byggja á eftirspurn flugfélaga eftir aðstöðu á flugvellinum. Þannig er ekki að sjá að lagt hafi verið mat á æskilegt umfang flugvallarstarfseminnar með tilliti til ýmissa samfélagslegra áhrifa innanlands,“ segir í umsögn Skipulagsstofnunar Í tillögu ráðherrans er stefnan að aðstaða á Keflavíkurflugvelli verði stórbætt til að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna sem um flugvöllinn fara ár hvert. Jafnframt er sagt í greinargerð með áætluninni að það þurfi að stækka flugvöllinn „ef á að anna fleiri farþegum og styðja flugfélögin í að fjölga skiptifarþegum“. „Við svona mikil uppbyggingaráform sem hafa víðtæk áhrif um allt land ætti að liggja fyrir skýrari stefna frá stjórnvöldum,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. „Með þessari umsögn vorum við að fylgja eftir umræðum sem sköpuðust við vinnu við aðalskipulag Keflavíkurflugvallar fyrir nokkrum misserum. Samgönguáætlun er réttur vettvangur að okkar mati fyrir stefnumótun sem þessa.“Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurMillilandaflug fer nánast eingöngu um Keflavíkurflugvöll og ferðaþjónustuaðilar vítt og breitt um landið hafa talað um mikilvægi þess að fjölga gáttum inn í landið. Þannig mætti nýta þá fjárfestingu innviða í ferðaþjónustu betur. Stækkun vallarins í Keflavík fyrir tæpa eitt hundrað milljarða er, að margra mati, staðfesting á að ekki eigi að fjölga gáttum inn í landið. „Flugstefna fyrir Ísland hefur ekki verið mörkuð, né afstaða stjórnvalda um þolmörk Íslands. Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar er tilgreint að eigendastefna verði mótuð fyrir Isavia,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Þá boðaði samgönguráðherra nýverið í svari við fyrirspurn að fyrsta flugstefna Íslands líti dagsins ljós á vordögum 2019. Isavia fagnar því að flug- og eigendastefna verði skilgreind og mörkuð.“ Gert er ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferðamanna heimsæki Ísland á næsta ári og að farþegar sem leið eiga um völlinn verði yfir tíu milljónir. Því er talið mikilvægt að stækka flugvöllinn til að taka á móti þeim aukna fjölda farþega sem fljúga milli Evrópu og Bandaríkjanna. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Skipulagsstofnun segir samfélagsleg áhrif stórfelldrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli ekki nægilega rannsakaða af hinu opinbera. Áætlað er að settir verði rúmir níutíu milljarðar í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar til ársins 2022.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.Samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur nú fyrir Alþingi. Fjölmargir hafa sent inn umsögn við áætlun ráðherrans. Skipulagsstofnun segir í umsögn sinni að eftir lestur hennar „[…]virðist stefna stjórnvalda um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli einvörðungu byggja á eftirspurn flugfélaga eftir aðstöðu á flugvellinum. Þannig er ekki að sjá að lagt hafi verið mat á æskilegt umfang flugvallarstarfseminnar með tilliti til ýmissa samfélagslegra áhrifa innanlands,“ segir í umsögn Skipulagsstofnunar Í tillögu ráðherrans er stefnan að aðstaða á Keflavíkurflugvelli verði stórbætt til að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna sem um flugvöllinn fara ár hvert. Jafnframt er sagt í greinargerð með áætluninni að það þurfi að stækka flugvöllinn „ef á að anna fleiri farþegum og styðja flugfélögin í að fjölga skiptifarþegum“. „Við svona mikil uppbyggingaráform sem hafa víðtæk áhrif um allt land ætti að liggja fyrir skýrari stefna frá stjórnvöldum,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. „Með þessari umsögn vorum við að fylgja eftir umræðum sem sköpuðust við vinnu við aðalskipulag Keflavíkurflugvallar fyrir nokkrum misserum. Samgönguáætlun er réttur vettvangur að okkar mati fyrir stefnumótun sem þessa.“Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurMillilandaflug fer nánast eingöngu um Keflavíkurflugvöll og ferðaþjónustuaðilar vítt og breitt um landið hafa talað um mikilvægi þess að fjölga gáttum inn í landið. Þannig mætti nýta þá fjárfestingu innviða í ferðaþjónustu betur. Stækkun vallarins í Keflavík fyrir tæpa eitt hundrað milljarða er, að margra mati, staðfesting á að ekki eigi að fjölga gáttum inn í landið. „Flugstefna fyrir Ísland hefur ekki verið mörkuð, né afstaða stjórnvalda um þolmörk Íslands. Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar er tilgreint að eigendastefna verði mótuð fyrir Isavia,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Þá boðaði samgönguráðherra nýverið í svari við fyrirspurn að fyrsta flugstefna Íslands líti dagsins ljós á vordögum 2019. Isavia fagnar því að flug- og eigendastefna verði skilgreind og mörkuð.“ Gert er ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferðamanna heimsæki Ísland á næsta ári og að farþegar sem leið eiga um völlinn verði yfir tíu milljónir. Því er talið mikilvægt að stækka flugvöllinn til að taka á móti þeim aukna fjölda farþega sem fljúga milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira