Krefst frávísunar í „shaken baby“-máli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2018 06:15 Sigurður Guðmundsson mætti í héraðsdóm með verjanda sínum til að hlýða á skýrslu dr. Squier árið 2014. Fréttablaðið/Ernir Ríkissaksóknari fer fram á að svokölluðu „shaken baby“-máli verði vísað frá Hæstarétti þegar málið verður flutt þar 23. janúar næstkomandi. Sigurður Guðmundsson var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, þannig að hann lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. „Allt virðist þetta vera sett fram í þeim eina tilgangi að rökstyðja þá trú Dr. Waney Squier að svokallað Shaken baby syndrome sé ekki til,“ segir í greinargerð saksóknara, en frávísunarkrafan byggir öðrum þræði á því að dr. Squier hafi verið bæði óábyrg og ónákvæm sem dómkvaddur matsmaður. Dr. Squier er ekki óumdeild en hún var svipt lækningaleyfi í Bretlandi árið 2016 vegna meints misvísandi og óheiðarlegs vitnisburðar um dauðsföll barna fyrir breskum dómstólum. Hún endurheimti leyfið síðar sama ár en var meinað að bera vitni sem sérfræðingur fyrir breskum dómstólum í þrjú ár. Yfirmats tveggja sérfræðinga hefur einnig verið aflað í máli Sigurðar eftir að endurupptaka þess var ákveðin. Báðir telja líklegast að barnið hafi látist í kjölfar höfuðáverka. Í greinargerð sinni gagnrýnir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar, framkvæmd yfirmatsins og af greinargerðum málsaðila má ætla að áreiðanleiki matsgerðanna verði aðalumfjöllunarefnið fyrir Hæstarétti. Saksóknari heldur því fram að úrskurður endurupptökunefndar sé sama marki brenndur og úrskurður um endurupptöku máls sem vísað var frá Hæstarétti af því að nefndin hafði ekki tekið fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri að vísa málinu frá. Til vara krefst saksóknari staðfestingar héraðsdóms um sakfellingu. Sjálfur krefst Sigurður sýknu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02 Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ríkissaksóknari fer fram á að svokölluðu „shaken baby“-máli verði vísað frá Hæstarétti þegar málið verður flutt þar 23. janúar næstkomandi. Sigurður Guðmundsson var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, þannig að hann lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi. „Allt virðist þetta vera sett fram í þeim eina tilgangi að rökstyðja þá trú Dr. Waney Squier að svokallað Shaken baby syndrome sé ekki til,“ segir í greinargerð saksóknara, en frávísunarkrafan byggir öðrum þræði á því að dr. Squier hafi verið bæði óábyrg og ónákvæm sem dómkvaddur matsmaður. Dr. Squier er ekki óumdeild en hún var svipt lækningaleyfi í Bretlandi árið 2016 vegna meints misvísandi og óheiðarlegs vitnisburðar um dauðsföll barna fyrir breskum dómstólum. Hún endurheimti leyfið síðar sama ár en var meinað að bera vitni sem sérfræðingur fyrir breskum dómstólum í þrjú ár. Yfirmats tveggja sérfræðinga hefur einnig verið aflað í máli Sigurðar eftir að endurupptaka þess var ákveðin. Báðir telja líklegast að barnið hafi látist í kjölfar höfuðáverka. Í greinargerð sinni gagnrýnir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar, framkvæmd yfirmatsins og af greinargerðum málsaðila má ætla að áreiðanleiki matsgerðanna verði aðalumfjöllunarefnið fyrir Hæstarétti. Saksóknari heldur því fram að úrskurður endurupptökunefndar sé sama marki brenndur og úrskurður um endurupptöku máls sem vísað var frá Hæstarétti af því að nefndin hafði ekki tekið fram að fyrri dómur Hæstaréttar skyldi halda gildi sínu þar til nýr dómur væri uppkveðinn. Af þessum sökum beri að vísa málinu frá. Til vara krefst saksóknari staðfestingar héraðsdóms um sakfellingu. Sjálfur krefst Sigurður sýknu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00 Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01 Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02 Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Lögmenn greinir á um afleiðingar dóms Hæstaréttar á Endurupptökunefnd. 27. febrúar 2016 07:00
Fjórtán ára gamalt „shaken baby“ mál tekið upp að nýju Beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið ungbarni dauða með því að hrista það, hefur verið samþykkt. 26. júní 2015 21:01
Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. 5. febrúar 2015 17:02
Sérfræðingur í "shaken baby" málum sviptur leyfi Ensk aganefnd um störf lækna hefur svipt barnataugalækninn Waney Squier lækningaleyfi vegna villandi framburðar í barnahristimálum. 22. mars 2016 07:00