Golden State aftur á sigurbraut en 54 stig James Harden dugðu ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 07:30 Kevin Durant skorar tvö af 49 stigum sínum í nótt. Vísir/Getty Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125) NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125)
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira