Lyfjaleifar og kynhormón fundust í íslensku vatni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 11:28 Mynd frá sýnatökum í sumar. Mynd/Umhverfisstofnun Ýmsar tegundir lyfja fundust við sýnatökur Umhverfisstofnunar á íslensku vatni í sumar. Sýni voru bæði tekin úr sjó og ferskvatni en á meðal efna sem fundust voru bólgueyðandi lyf, geðlyf og kynhormónið estrógen. Umhverfisstofnun stóð í sumar fyrir sýnatökum í vatni í þeim tilgangi að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða þar sem er að finna stærstu skólpútrásir höfuðborgarsvæðisins, í Varmá neðan Hveragerðis og við bakka Mývatns við Reykjahlíð. Um er að ræða efni sem eru á sérstökum Vaktlista Evrópusambandsins og hefur m.a. að geyma lyfjaleifar, kynhormón og varnarefni. Að auki var kannað hvort hér á landi fyndust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. Niðurstöður mælinganna á sýnunum eru þær að í íslensku umhverfi er að finna fjögur efni af sextán á vaktlista Evrópusambandsins. Efnin sem um ræðir eru Clarithomycin, Diclofenac og Erythromycin sem eru efni sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Að auki fannst kynhormónið estrógen í sýnunum sem voru tekin. Engin varnarefni (skordýra eða plöntuvarnarefni) af listanum var að finna í íslensku sýnunum. Af þeim tuttugu efnum sem eru á sænska vaktlistanum yfir lyfjaleifar fundust fimmtán í sýnunum sem voru tekin hér á landi. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum, verkjastillandi og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Niðurstöðurnar benda til að töluvert magn lyfja berist út í umhverfið með frárennsli. Lyfin geta borist í frárennsliskerfin með ýmsum hætti, eins og frá búfjárhaldi, með útskilnaði frá fólki eða þegar fólk losar sig við lyf í frárennsliskerfið. Fráveitur á Íslandi búa ekki yfir búnaði til að hreinsa lyfjaleifar úr fráveituvatninu. Því er mikilvægt að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að þeim verði fargað á réttan hátt og endi ekki í umhverfinu. Rannsóknir í Evrópu sýna að lyfjaleifar finnast orðið víða í umhverfinu, m.a. í drykkjarvatni og í vatnalífverum. Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Ýmsar tegundir lyfja fundust við sýnatökur Umhverfisstofnunar á íslensku vatni í sumar. Sýni voru bæði tekin úr sjó og ferskvatni en á meðal efna sem fundust voru bólgueyðandi lyf, geðlyf og kynhormónið estrógen. Umhverfisstofnun stóð í sumar fyrir sýnatökum í vatni í þeim tilgangi að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða þar sem er að finna stærstu skólpútrásir höfuðborgarsvæðisins, í Varmá neðan Hveragerðis og við bakka Mývatns við Reykjahlíð. Um er að ræða efni sem eru á sérstökum Vaktlista Evrópusambandsins og hefur m.a. að geyma lyfjaleifar, kynhormón og varnarefni. Að auki var kannað hvort hér á landi fyndust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. Niðurstöður mælinganna á sýnunum eru þær að í íslensku umhverfi er að finna fjögur efni af sextán á vaktlista Evrópusambandsins. Efnin sem um ræðir eru Clarithomycin, Diclofenac og Erythromycin sem eru efni sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Að auki fannst kynhormónið estrógen í sýnunum sem voru tekin. Engin varnarefni (skordýra eða plöntuvarnarefni) af listanum var að finna í íslensku sýnunum. Af þeim tuttugu efnum sem eru á sænska vaktlistanum yfir lyfjaleifar fundust fimmtán í sýnunum sem voru tekin hér á landi. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum, verkjastillandi og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Niðurstöðurnar benda til að töluvert magn lyfja berist út í umhverfið með frárennsli. Lyfin geta borist í frárennsliskerfin með ýmsum hætti, eins og frá búfjárhaldi, með útskilnaði frá fólki eða þegar fólk losar sig við lyf í frárennsliskerfið. Fráveitur á Íslandi búa ekki yfir búnaði til að hreinsa lyfjaleifar úr fráveituvatninu. Því er mikilvægt að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að þeim verði fargað á réttan hátt og endi ekki í umhverfinu. Rannsóknir í Evrópu sýna að lyfjaleifar finnast orðið víða í umhverfinu, m.a. í drykkjarvatni og í vatnalífverum.
Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira