Gagnagnótt Gunnar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun