Segir Ísland kannski skást í jafnréttismálum en ekki best Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira