Hviður allt að 45 metrum á sekúndu víða um land í miklu hríðarveðri og stormi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 11:15 Vindaspáin fyrir kvöldið er ekkert sérstök. veðurstofa íslands Appelsínugul viðvörun mun taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í dag vegna norðaustan roks eða ofsaveðurs en gul viðvörun tekur gildi í hádeginu, líkt og raunin er nánast um allt land. Þannig er gul viðvörun í gildi frá hádegi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. „Við erum að vara við hríðarveðri, miklum vindi og snjókomu á norðanverðu landinu, frá Breiðafirði og Vestfjörðum, með norðurströndinni allri og Norðurlandi og síðan á Austurlandi, að sunnanverðum Austfjörðum. Þar verður mjög hvasst og skafrenningur og færð væntanlega erfið mjög fljótlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Slydda er nú á láglendi í þessum landshlutum og snjókoma til fjalla en svo bætir í úrkomu og vind eftir því sem líður á daginn. Þá segir Elín að það muni halda áfram að bæta í vind undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu en á vef Veðurstofunnar er varað við hviðum frá 45 og upp í 55 metra á sekúndu í kvöld og nótt frá Lómagnúpi og austur að Höfn. Slíkar aðstæður eru hættulegar til ferðalaga þar sem líkur eru á grjóti og sandfoki. Hviður munu einnig ná allt að 45 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall en allt að 35 metrum á sekúndu á Kjalarnesi og í norðanverðum Breiðafirði. Varasamt ferðaveður verður því víða um land og líkur á samgöngutruflunum og ætti fólk að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Elín Björk segir að ekki sé útlit fyrir neinn éljagang á höfuðborgarsvæðinu í þessu óveðri en norðnorðaustan áttin verði mjög hvöss, bæði á Kjalarnesi og í efri byggðum, en mun mögulega einnig ná inn í vestanverða borgina. Veðrið mun síðan ganga hægt niður á morgun. Ábending frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar: Síðdegis og til morguns er spáð ofsaroki með N- og NA-átt, sérstaklega sunnan jökla þar sem verður líka sviptivindasamt. 25-30 m/s á hringveginum frá Lómagnúpi austur á Höfn með hámarki í fyrrmálið. Hviður um og yfir 50 m/s. Einnig hviður 40-50 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviðuveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir kl. 20 í kvöld. NA- og A-lands er reiknað með stórhríðarveðri í kvöld með stormi. Fljótt kóf og lélegt skyggni. Veður Tengdar fréttir Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Appelsínugul viðvörun mun taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í dag vegna norðaustan roks eða ofsaveðurs en gul viðvörun tekur gildi í hádeginu, líkt og raunin er nánast um allt land. Þannig er gul viðvörun í gildi frá hádegi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. „Við erum að vara við hríðarveðri, miklum vindi og snjókomu á norðanverðu landinu, frá Breiðafirði og Vestfjörðum, með norðurströndinni allri og Norðurlandi og síðan á Austurlandi, að sunnanverðum Austfjörðum. Þar verður mjög hvasst og skafrenningur og færð væntanlega erfið mjög fljótlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Slydda er nú á láglendi í þessum landshlutum og snjókoma til fjalla en svo bætir í úrkomu og vind eftir því sem líður á daginn. Þá segir Elín að það muni halda áfram að bæta í vind undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu en á vef Veðurstofunnar er varað við hviðum frá 45 og upp í 55 metra á sekúndu í kvöld og nótt frá Lómagnúpi og austur að Höfn. Slíkar aðstæður eru hættulegar til ferðalaga þar sem líkur eru á grjóti og sandfoki. Hviður munu einnig ná allt að 45 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall en allt að 35 metrum á sekúndu á Kjalarnesi og í norðanverðum Breiðafirði. Varasamt ferðaveður verður því víða um land og líkur á samgöngutruflunum og ætti fólk að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Elín Björk segir að ekki sé útlit fyrir neinn éljagang á höfuðborgarsvæðinu í þessu óveðri en norðnorðaustan áttin verði mjög hvöss, bæði á Kjalarnesi og í efri byggðum, en mun mögulega einnig ná inn í vestanverða borgina. Veðrið mun síðan ganga hægt niður á morgun. Ábending frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar: Síðdegis og til morguns er spáð ofsaroki með N- og NA-átt, sérstaklega sunnan jökla þar sem verður líka sviptivindasamt. 25-30 m/s á hringveginum frá Lómagnúpi austur á Höfn með hámarki í fyrrmálið. Hviður um og yfir 50 m/s. Einnig hviður 40-50 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviðuveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir kl. 20 í kvöld. NA- og A-lands er reiknað með stórhríðarveðri í kvöld með stormi. Fljótt kóf og lélegt skyggni.
Veður Tengdar fréttir Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15