Flokkarnir á Alþingi skulda nú samtals 850 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 06:00 Tap ríkisstjórnarflokkanna á síðasta ári nam 68 milljónum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira