„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 08:16 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Fréttablaðið/Stefán Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana „húrrandi klikkaða kuntu“ í samtali þingmanna Miðflokksins og þingmanna Flokks fólksins á bar í Reykjavík í síðustu viku. Hún segist jafnframt treysta Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni þingmönnum sínum, en segir að málið verði tekið upp á fundi í dag. Rætt var við Ingu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en þar sagði hún ummæli Bergþórs dæma sig sjálf, en að hún þekkti hann ekki persónulega umfram það að heilsast á göngum Alþingis. „Ég er svo sem ekkert óvön því að þurfa að berjast fyrir tilverunni, vera lögð í einelti og illa um mig talað og annað slíkt en ég tek þetta ekki nærri mér þó þetta sé eins óviðurkvæmilegt og það getur orðið.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er mjög ósáttur við upptökurnar sem fréttirnar eru unnar upp úr.Fréttablaðið/EyþórViðbrögð Sigmundar Davíðs sorgleg Inga telur að skoðanir hennar á sjálftöku stjórnmálaflokka geri hana ákaflega óvinsæla, sérstaklega hjá þingmönnum Miðflokksins. Í umfjöllun Stundarinnar í gær upp úr leynilegri upptöku var haft eftir Karli Gauta að hann og Ólafur Ísleifsson væru sammála um að Inga væri ekki starfi sínu vaxin sem formaður flokksins. Inga segist ekki kannast við það viðhorf. „Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða bara í dag, bæði kemur saman stjórn flokksins og aðrir. Auðvitað þurfum við að taka a þessu máli. Auðvitað gerum við það. Þetta er grafalvarlegt eins og þú segir en ég er seinþreytt til vandræða og er það einnig nú. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er líka eins og þú sérð að vera með upptökur þar sem menn eru að sitja að sumbli og setja það svona fram þetta er náttúrulega sorglegt og enn þá sorglegra í rauninni viðbrögð formanns Miðflokksins sem enn og aftur kemur fram með sínar samsæriskenningar og firrir sig allri ábyrgð eins og venjulega. Hvort sem hann flytur hér bunka í skattaskjól af peningum eða kemur hér fram með eitthvað slíkt, það er öðrum að kenna,“ segir Inga og vísar þar í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hann gaf frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann sagðist telja að brotist hefði verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafði alvarlegustu ummælin uppi um Ingu á upptökunni sem er til umfjöllunar. Hann hringdi í Ingu í gær og bað hana afsökunar. Inga segist taka hana til greina. „En þegar hann hringir og er virkilega miður sín þá náttúrulega, auðvitað geri ég það. Auðvitað axla ég ábyrgð og er ekki að stökkva út undan mér og vera með einhverja smákrakkatakta útaf svona löguðu. Ég á mjög erfitt með að ganga inn í þetta slæma greinlega siðferði sem þarna býr að baki. Ég get það ekki en ég sagði bara að sjálfsögðu, svo framarlega sem hann meinti það sem hann væri að segja.“ Inga segist líta á flokk sinn sem fjölskyldu og segist sannfærð um að þingflokkurinn taki höndum saman og takist á við þetta mál. Hún segir jafnframt ánægjulegt ef Miðflokknum lítist svo vel á þingflokksformann hennar að þeir vilji bjóða honum sæti í röðum þeirra, en á upptökunni er Ólafi boðið að verða þingflokksformaður Miðflokksins. Aðspurð hvort að hlutirnir gangi alltaf svona fyrir sig í þinginu segist Inga ekki hafa orðið vör við það. „Maður er að læra hvernig þetta er allt saman innan þessa blessuðu veggja. En jú maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards en það er nú kannski svolítið skrítið. Það var nú ekki meiningin þegar ég lagði í þessa vegferð. En þetta hefur engin áhrif á mig þannig lagað séð.“Bergþór hafði samband við Ingu í gærkvöldi og bað hana afsökunar.VísirMiðflokkurinn megi éta það sem úti frýs Inga er engu að síður hörð í garð Miðflokksins, þó hún sé búin að fyrirgefa ummælin, og þá sérstaklega vegna ummæla um að flokkarnir eigi vel saman og ýjað sé að því að þeir ættu að fara í samstarf á einhvern hátt. „Ég get alveg sagt það aftur að þeir mega éta mín vegna það sem úti frýs. Við erum ekki að fara í eina sæng með Miðflokknum að einu eða neinu leyti. Þeir eru náttúrulega bara stjórnarandstöðuflokkur eins og við og það er náttúrulega bara þannig að það virðist vera mismunandi óvægið hvernig menn reyna að slá sig til riddara og kaupa sér atkvæði,“ segir hún. „Ef ég hefði einhvern áhuga á Miðflokknum þá væri ég ekki í Flokki fólksins.“ Athygli vekur að á upptökunni virðast Karl Gauti og Ólafur þó ekki taka upp hanskann fyrir Ingu þegar aðrir þingmenn hallmæla henni í umræðunum. „Maður les það í það að kannski finnst honum þetta lítils virði og ekki skipta máli og þeir megi láta sér finnast það sem þeim finnist og vilja ekki taka þátt í umræðunni, eða bara þögn í þessu tilviki sé sama og samþykki. Þetta er ég ekki búin að fá að vita og fæ vonandi og væntanlega að vita í dag.“Karl Gauti Hjaltason leiddi lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum.Flokkur fólksinsAlgjörlega óviðeigandi að þingmenn stígi svona fram Sigmar Guðmundsson, einn þáttarstjórnanda Morgunútvarpsins spurði Ingu hvort ekki væri erfitt að trúa Karli Gauta eftir einungis eitt símtal og spurði hvort traust væri svo auðveldlega endurheimt eftir svona uppákomu. „Ég hef aldrei kynnst Gauta öðruvísi en bara einlægum í því sem hann er að gera og segja. Ef Karl Gauti biður mig fyrirgefningar og sýnir að hann meini það þá trúi ég honum. En við skulum bíða og sjá til hvernig þessi dagur fer,“ segir hún. „Þetta eru jú kjörnir fulltrúar, þetta er löggjafarvaldið. Það er dálítið sorglegt ef það situr að sumbli á bar þegar við erum að vinna þingstörfin inni í þingi. Það segir sína sögu sem ég kæri mig eiginlega ekkert um að tjá mig um,“ segir Inga en bætir við að hún vilji með þessu ekki ýja að því að umræddir þingmenn hafi átt að vera í þinginu á þessum tímapunkti. Að lokum sagði Inga að þarna séu höfð uppi ummæli um fleiri konur en hana eina og nefnir ummæli um Oddnýju Harðardóttur sem dæmi. „Mér finnst það algjörlega óviðeigandi að þessir menn skuli stíga svona fram og segir meira um þá en maður jafnvel kærir sig um að vita.“Inga Sæland mætti svo í Bítið á Bylgjunni í morgun og fór yfir málið. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana „húrrandi klikkaða kuntu“ í samtali þingmanna Miðflokksins og þingmanna Flokks fólksins á bar í Reykjavík í síðustu viku. Hún segist jafnframt treysta Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni þingmönnum sínum, en segir að málið verði tekið upp á fundi í dag. Rætt var við Ingu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en þar sagði hún ummæli Bergþórs dæma sig sjálf, en að hún þekkti hann ekki persónulega umfram það að heilsast á göngum Alþingis. „Ég er svo sem ekkert óvön því að þurfa að berjast fyrir tilverunni, vera lögð í einelti og illa um mig talað og annað slíkt en ég tek þetta ekki nærri mér þó þetta sé eins óviðurkvæmilegt og það getur orðið.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er mjög ósáttur við upptökurnar sem fréttirnar eru unnar upp úr.Fréttablaðið/EyþórViðbrögð Sigmundar Davíðs sorgleg Inga telur að skoðanir hennar á sjálftöku stjórnmálaflokka geri hana ákaflega óvinsæla, sérstaklega hjá þingmönnum Miðflokksins. Í umfjöllun Stundarinnar í gær upp úr leynilegri upptöku var haft eftir Karli Gauta að hann og Ólafur Ísleifsson væru sammála um að Inga væri ekki starfi sínu vaxin sem formaður flokksins. Inga segist ekki kannast við það viðhorf. „Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða bara í dag, bæði kemur saman stjórn flokksins og aðrir. Auðvitað þurfum við að taka a þessu máli. Auðvitað gerum við það. Þetta er grafalvarlegt eins og þú segir en ég er seinþreytt til vandræða og er það einnig nú. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er líka eins og þú sérð að vera með upptökur þar sem menn eru að sitja að sumbli og setja það svona fram þetta er náttúrulega sorglegt og enn þá sorglegra í rauninni viðbrögð formanns Miðflokksins sem enn og aftur kemur fram með sínar samsæriskenningar og firrir sig allri ábyrgð eins og venjulega. Hvort sem hann flytur hér bunka í skattaskjól af peningum eða kemur hér fram með eitthvað slíkt, það er öðrum að kenna,“ segir Inga og vísar þar í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hann gaf frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann sagðist telja að brotist hefði verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafði alvarlegustu ummælin uppi um Ingu á upptökunni sem er til umfjöllunar. Hann hringdi í Ingu í gær og bað hana afsökunar. Inga segist taka hana til greina. „En þegar hann hringir og er virkilega miður sín þá náttúrulega, auðvitað geri ég það. Auðvitað axla ég ábyrgð og er ekki að stökkva út undan mér og vera með einhverja smákrakkatakta útaf svona löguðu. Ég á mjög erfitt með að ganga inn í þetta slæma greinlega siðferði sem þarna býr að baki. Ég get það ekki en ég sagði bara að sjálfsögðu, svo framarlega sem hann meinti það sem hann væri að segja.“ Inga segist líta á flokk sinn sem fjölskyldu og segist sannfærð um að þingflokkurinn taki höndum saman og takist á við þetta mál. Hún segir jafnframt ánægjulegt ef Miðflokknum lítist svo vel á þingflokksformann hennar að þeir vilji bjóða honum sæti í röðum þeirra, en á upptökunni er Ólafi boðið að verða þingflokksformaður Miðflokksins. Aðspurð hvort að hlutirnir gangi alltaf svona fyrir sig í þinginu segist Inga ekki hafa orðið vör við það. „Maður er að læra hvernig þetta er allt saman innan þessa blessuðu veggja. En jú maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards en það er nú kannski svolítið skrítið. Það var nú ekki meiningin þegar ég lagði í þessa vegferð. En þetta hefur engin áhrif á mig þannig lagað séð.“Bergþór hafði samband við Ingu í gærkvöldi og bað hana afsökunar.VísirMiðflokkurinn megi éta það sem úti frýs Inga er engu að síður hörð í garð Miðflokksins, þó hún sé búin að fyrirgefa ummælin, og þá sérstaklega vegna ummæla um að flokkarnir eigi vel saman og ýjað sé að því að þeir ættu að fara í samstarf á einhvern hátt. „Ég get alveg sagt það aftur að þeir mega éta mín vegna það sem úti frýs. Við erum ekki að fara í eina sæng með Miðflokknum að einu eða neinu leyti. Þeir eru náttúrulega bara stjórnarandstöðuflokkur eins og við og það er náttúrulega bara þannig að það virðist vera mismunandi óvægið hvernig menn reyna að slá sig til riddara og kaupa sér atkvæði,“ segir hún. „Ef ég hefði einhvern áhuga á Miðflokknum þá væri ég ekki í Flokki fólksins.“ Athygli vekur að á upptökunni virðast Karl Gauti og Ólafur þó ekki taka upp hanskann fyrir Ingu þegar aðrir þingmenn hallmæla henni í umræðunum. „Maður les það í það að kannski finnst honum þetta lítils virði og ekki skipta máli og þeir megi láta sér finnast það sem þeim finnist og vilja ekki taka þátt í umræðunni, eða bara þögn í þessu tilviki sé sama og samþykki. Þetta er ég ekki búin að fá að vita og fæ vonandi og væntanlega að vita í dag.“Karl Gauti Hjaltason leiddi lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum.Flokkur fólksinsAlgjörlega óviðeigandi að þingmenn stígi svona fram Sigmar Guðmundsson, einn þáttarstjórnanda Morgunútvarpsins spurði Ingu hvort ekki væri erfitt að trúa Karli Gauta eftir einungis eitt símtal og spurði hvort traust væri svo auðveldlega endurheimt eftir svona uppákomu. „Ég hef aldrei kynnst Gauta öðruvísi en bara einlægum í því sem hann er að gera og segja. Ef Karl Gauti biður mig fyrirgefningar og sýnir að hann meini það þá trúi ég honum. En við skulum bíða og sjá til hvernig þessi dagur fer,“ segir hún. „Þetta eru jú kjörnir fulltrúar, þetta er löggjafarvaldið. Það er dálítið sorglegt ef það situr að sumbli á bar þegar við erum að vinna þingstörfin inni í þingi. Það segir sína sögu sem ég kæri mig eiginlega ekkert um að tjá mig um,“ segir Inga en bætir við að hún vilji með þessu ekki ýja að því að umræddir þingmenn hafi átt að vera í þinginu á þessum tímapunkti. Að lokum sagði Inga að þarna séu höfð uppi ummæli um fleiri konur en hana eina og nefnir ummæli um Oddnýju Harðardóttur sem dæmi. „Mér finnst það algjörlega óviðeigandi að þessir menn skuli stíga svona fram og segir meira um þá en maður jafnvel kærir sig um að vita.“Inga Sæland mætti svo í Bítið á Bylgjunni í morgun og fór yfir málið.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent