Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. nóvember 2018 09:40 Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde en Gunnar skipaði þá Geir og Árna sendiherra þegar hann var utanríkisráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar Braga í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en á upptöku sem fjölmiðlar fjölluðu um í gær og tekin var á Klaustur Bar þann 20. nóvember síðastliðinn má heyra ráðherrann fyrrverandi tala fjálglega um skipan í þeirra Geirs og Árna Þórs Sigurðssonar, fyrrverandi þingmanns Vinstri grænna, í sendiherraembætti í tíð hans í utanríkisráðuneytinu. „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu,“ hafði DV eftir Gunnari Braga í gær.Kveðst ekki eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum Í viðtalinu á Rás 2 í morgun sagði Gunnar Bragi að það eina sem væri satt í þessari frásögn væri að hann hefði skipað Geir sem sendiherra og Árna Þór einnig. Hann hefði hringt í Bjarna í gær og beðið hann afsökunar á því að hafa logið upp á hann varðandi dílinn sem hann ræðir á upptökunni. „Það eina sem er rétt í þessu, og ég talaði nú við formann Sjálsftæðisflokksins í gær og bað hann afsökunar á því að vera að ljúga svona upp á hann. Það sem er satt í þessu er að ég skipa Geir og ég skipa Árna. Það hafði staðið til í rauninni lengur að skipa Árna Þór Sigurðsson sem sendiherra heldur en Geir. Það kemur upp eftir ákveðin samtöl og auðvitað er það bara þannig að það er ákveðinn þrýstingur frá Sjálfstæðisflokknum að skipa hann. Ég sjálfur var þeirrar skoðunar að það ætti að gera það. Geir er afburðamaður, hefur staðið sig gríðarlega vel að mínu viti,“ sagði Gunnar Bragi. Aðspurður hvort ekki mætti setja spurningamerki við hvernig staðið var að málinu svaraði Gunnar Bragi því til að hann teldi svo ekki vera. „Alls ekki, ég hef aldrei verið jafn sannfærður um neitt eins og það hafi verið rétt að skipa Geir sendiherra. Framkoman gagnvart honum var náttúrulega bara til skammar,“ sagði ráðherrann fyrrverandi og vísaði þar í Landsdómsmálið. Þá var Gunnar Bragi spurður hvort hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum. „Nei, ætli þeir væru ekki búnir að borga hann til baka ef svo væri,“ svaraði Gunnar Bragi.Þarf líka að biðja Þórólf afsökunar Aðspurður hvers vegna hann talaði þá svona sagði hann: „Ég er náttúrulega ekkert að segja satt þarna að það hafi verið einhver díll. Það er bara ekki þannig.“ Gunnar Bragi var svo spurður að því hvort honum þætti trúverðug skýring og svaraði því neitandi, að svo væri örugglega ekki. Þá hefði hann skáldað þetta á staðnum. „Jú, jú og það sem ég segi þarna um Bjarna Benediktsson og Þórólf, sem ég þarf líka að biðjast afsökunar á að hafa dregið inn í þetta, er náttúrulega bara þvæla,“ sagði Gunnar Bragi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar Braga í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en á upptöku sem fjölmiðlar fjölluðu um í gær og tekin var á Klaustur Bar þann 20. nóvember síðastliðinn má heyra ráðherrann fyrrverandi tala fjálglega um skipan í þeirra Geirs og Árna Þórs Sigurðssonar, fyrrverandi þingmanns Vinstri grænna, í sendiherraembætti í tíð hans í utanríkisráðuneytinu. „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu,“ hafði DV eftir Gunnari Braga í gær.Kveðst ekki eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum Í viðtalinu á Rás 2 í morgun sagði Gunnar Bragi að það eina sem væri satt í þessari frásögn væri að hann hefði skipað Geir sem sendiherra og Árna Þór einnig. Hann hefði hringt í Bjarna í gær og beðið hann afsökunar á því að hafa logið upp á hann varðandi dílinn sem hann ræðir á upptökunni. „Það eina sem er rétt í þessu, og ég talaði nú við formann Sjálsftæðisflokksins í gær og bað hann afsökunar á því að vera að ljúga svona upp á hann. Það sem er satt í þessu er að ég skipa Geir og ég skipa Árna. Það hafði staðið til í rauninni lengur að skipa Árna Þór Sigurðsson sem sendiherra heldur en Geir. Það kemur upp eftir ákveðin samtöl og auðvitað er það bara þannig að það er ákveðinn þrýstingur frá Sjálfstæðisflokknum að skipa hann. Ég sjálfur var þeirrar skoðunar að það ætti að gera það. Geir er afburðamaður, hefur staðið sig gríðarlega vel að mínu viti,“ sagði Gunnar Bragi. Aðspurður hvort ekki mætti setja spurningamerki við hvernig staðið var að málinu svaraði Gunnar Bragi því til að hann teldi svo ekki vera. „Alls ekki, ég hef aldrei verið jafn sannfærður um neitt eins og það hafi verið rétt að skipa Geir sendiherra. Framkoman gagnvart honum var náttúrulega bara til skammar,“ sagði ráðherrann fyrrverandi og vísaði þar í Landsdómsmálið. Þá var Gunnar Bragi spurður hvort hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum. „Nei, ætli þeir væru ekki búnir að borga hann til baka ef svo væri,“ svaraði Gunnar Bragi.Þarf líka að biðja Þórólf afsökunar Aðspurður hvers vegna hann talaði þá svona sagði hann: „Ég er náttúrulega ekkert að segja satt þarna að það hafi verið einhver díll. Það er bara ekki þannig.“ Gunnar Bragi var svo spurður að því hvort honum þætti trúverðug skýring og svaraði því neitandi, að svo væri örugglega ekki. Þá hefði hann skáldað þetta á staðnum. „Jú, jú og það sem ég segi þarna um Bjarna Benediktsson og Þórólf, sem ég þarf líka að biðjast afsökunar á að hafa dregið inn í þetta, er náttúrulega bara þvæla,“ sagði Gunnar Bragi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17