Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 12:02 Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. visir/vilhelm Nú fyrir stundu sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkonur frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundar þeirra. Þær lásu yfirlýsinguna líka upp á Alþingi og má sjá upptöku frá því hér að neðan. Þar fordæma þær þau orð sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á frægum Klaustur bar fundi 20. nóvember. Þær segja ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og þingmennirnir sem um ræðir hafi gerst sig seka um stæka kvenfyrirlitningu. Þingkonurnar gera þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.Í samtali við Vísi sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vera í áfalli vegna téðra ummæla og sagðist gera ráð fyrir því að þetta yrði til umfjöllunar í forsætisnefnd þegar á mánudag komandi, sem og á fundi þingflokksformanna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ummæli þau sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna og við lítum þau verulega alvarlegum augum. Það er algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skiptir einu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja. Ummæli þessi opinbera viðkomandi þingmenn og dæma sig sjálf. Hegðun þeirra er ekki til þess fallin að auka virðingu almennings á Alþingi eða á stjórnmálamönnum og setur samstarf og trúnað í uppnám.Við fordæmum ummælin og munum óska eftir því að málið verði tekið upp í forsætisnefnd. Að lokum viljum við minna á eftirfarandi siðareglur sem við þingmenn höfum öll undirgengist: Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Hátternisskyldur. 7. gr. Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Nú fyrir stundu sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkonur frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundar þeirra. Þær lásu yfirlýsinguna líka upp á Alþingi og má sjá upptöku frá því hér að neðan. Þar fordæma þær þau orð sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á frægum Klaustur bar fundi 20. nóvember. Þær segja ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og þingmennirnir sem um ræðir hafi gerst sig seka um stæka kvenfyrirlitningu. Þingkonurnar gera þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.Í samtali við Vísi sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vera í áfalli vegna téðra ummæla og sagðist gera ráð fyrir því að þetta yrði til umfjöllunar í forsætisnefnd þegar á mánudag komandi, sem og á fundi þingflokksformanna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ummæli þau sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna og við lítum þau verulega alvarlegum augum. Það er algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skiptir einu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja. Ummæli þessi opinbera viðkomandi þingmenn og dæma sig sjálf. Hegðun þeirra er ekki til þess fallin að auka virðingu almennings á Alþingi eða á stjórnmálamönnum og setur samstarf og trúnað í uppnám.Við fordæmum ummælin og munum óska eftir því að málið verði tekið upp í forsætisnefnd. Að lokum viljum við minna á eftirfarandi siðareglur sem við þingmenn höfum öll undirgengist: Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Hátternisskyldur. 7. gr. Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51
„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56