Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Hægt er að sjá áætlun Spillivagnsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, um tilraunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgarbúar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þetta er samstarfsverkefni borgarinnar, Sorpu og Efnamóttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun framhaldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verkefnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonnum af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu manna. Þau leynast víða á heimilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, rafhlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagninum erum við að horfa á minni raftækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefðbundnum snjallsímum eru 40 mismunandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinnum meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira