Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 08:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins í vor. Vísir/VIlhelm Nokkur óróleiki er innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn vegna þriðja orkupakkans sem til stendur að innleiða í EES-samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu sameiginlegan fund um málið í ráðherrabústaðnum í gær. „Fundurinn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa umræðu saman í okkar hópi og hún var mjög góð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fundinn. „Fólk er að ræða mikið um þetta, það er bara eðlilegt. Þetta varðar mál sem eru Íslendingum hugleikin,“ segir Katrín innt eftir viðhorfum þingmanna til málsins og hvort hún telji þingmenn hafa náð utan um það. Hún segir mikilvægt að gerð sé grein fyrir því hvað felst í þessari innleiðingu og hvað hafi þegar verið innleitt með fyrri orkupökkunum tveimur. Vaxandi þrýstingur mun vera á þingmenn meirihlutans vegna málsins, sérstaklega á þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ályktað hefur verið gegn málinu á landsfundum beggja flokka. Heimildarmenn blaðsins telja þó ekki um óeiningu að ræða innan stjórnarflokkanna heldur sé málið mörgum þingmönnum erfitt vegna baklandsins. Þrýstingur á þingmenn vegna málsins mun þó ekki eingöngu vera innlendur heldur hafa norskir lobbíistar einnig sett sig í samband við þingmenn símleiðis til að vara þá við málinu og þrýsta á þá að hafna innleiðingunni. Ísland er eina EES-ríkið sem á eftir að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans, en bæði Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt innleiðinguna. Pakkinn verður hins vegar ekki hluti af EES-samningnum fyrr en öll EES-ríkin þrjú hafa samþykkt hann og íslenskir þingmenn því eina von Norðmanna sem mótfallnir eru innleiðingunni. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, einkum Miðflokki, virðast hafa fundið fyrir óróa í stjórnarþingmönnum vegna málsins og séð sér leik á borði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók málið tvívegis upp á Alþingi í vikunni og beindi óundirbúnum fyrirspurnum til tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til málsins. Á mánudaginn beindi hann fyrirspurnum til utanríkisráðherra og á miðvikudaginn til atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Hvorugur ráðherranna lýsti beinni afstöðu til málsins í svörum sínum þrátt fyrir að þingmaðurinn spyrði beinlínis um hana. Bæði bentu þau þó á að málið hefði verið vanrækt í ríkisstjórn fyrirspyrjandans og lögðu áherslu á að það yrði vandlega unnið og öll framkomin gagnrýni skoðuð ofan í kjölinn. Málið er formlega á borði atvinnuvegaráðherra og í svörum sínum til þingmannsins sagði hún að erfitt væri fyrir málið hversu fáir væru að berjast fyrir því og ástæðan fyrir því væri að málið skipti ekki svo miklu. Hins vegar hefði það áhrif á EES-samninginn ef menn ætluðu ekki að innleiða það, og menn þyrftu þá að vera tilbúnir í þann leiðangur. Í lok ræðu sinnar tók Þórdís sérstaklega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki tilbúin í slíkan leiðangur. Þingmenn meirihlutans hafa einnig beint fyrirspurnum um málið til ráðherra. Óli Björn Kárason, einn þeirra þingmanna sem sagðir eru hafa efasemdir um málið, bíður enn svara við ítarlegri fyrirspurn sem hann beindi til utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og EES-samninginn. Stefnt er að því að málið komi til umræðu í þinginu í febrúar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Nokkur óróleiki er innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn vegna þriðja orkupakkans sem til stendur að innleiða í EES-samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu sameiginlegan fund um málið í ráðherrabústaðnum í gær. „Fundurinn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa umræðu saman í okkar hópi og hún var mjög góð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fundinn. „Fólk er að ræða mikið um þetta, það er bara eðlilegt. Þetta varðar mál sem eru Íslendingum hugleikin,“ segir Katrín innt eftir viðhorfum þingmanna til málsins og hvort hún telji þingmenn hafa náð utan um það. Hún segir mikilvægt að gerð sé grein fyrir því hvað felst í þessari innleiðingu og hvað hafi þegar verið innleitt með fyrri orkupökkunum tveimur. Vaxandi þrýstingur mun vera á þingmenn meirihlutans vegna málsins, sérstaklega á þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ályktað hefur verið gegn málinu á landsfundum beggja flokka. Heimildarmenn blaðsins telja þó ekki um óeiningu að ræða innan stjórnarflokkanna heldur sé málið mörgum þingmönnum erfitt vegna baklandsins. Þrýstingur á þingmenn vegna málsins mun þó ekki eingöngu vera innlendur heldur hafa norskir lobbíistar einnig sett sig í samband við þingmenn símleiðis til að vara þá við málinu og þrýsta á þá að hafna innleiðingunni. Ísland er eina EES-ríkið sem á eftir að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans, en bæði Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt innleiðinguna. Pakkinn verður hins vegar ekki hluti af EES-samningnum fyrr en öll EES-ríkin þrjú hafa samþykkt hann og íslenskir þingmenn því eina von Norðmanna sem mótfallnir eru innleiðingunni. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, einkum Miðflokki, virðast hafa fundið fyrir óróa í stjórnarþingmönnum vegna málsins og séð sér leik á borði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók málið tvívegis upp á Alþingi í vikunni og beindi óundirbúnum fyrirspurnum til tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til málsins. Á mánudaginn beindi hann fyrirspurnum til utanríkisráðherra og á miðvikudaginn til atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Hvorugur ráðherranna lýsti beinni afstöðu til málsins í svörum sínum þrátt fyrir að þingmaðurinn spyrði beinlínis um hana. Bæði bentu þau þó á að málið hefði verið vanrækt í ríkisstjórn fyrirspyrjandans og lögðu áherslu á að það yrði vandlega unnið og öll framkomin gagnrýni skoðuð ofan í kjölinn. Málið er formlega á borði atvinnuvegaráðherra og í svörum sínum til þingmannsins sagði hún að erfitt væri fyrir málið hversu fáir væru að berjast fyrir því og ástæðan fyrir því væri að málið skipti ekki svo miklu. Hins vegar hefði það áhrif á EES-samninginn ef menn ætluðu ekki að innleiða það, og menn þyrftu þá að vera tilbúnir í þann leiðangur. Í lok ræðu sinnar tók Þórdís sérstaklega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki tilbúin í slíkan leiðangur. Þingmenn meirihlutans hafa einnig beint fyrirspurnum um málið til ráðherra. Óli Björn Kárason, einn þeirra þingmanna sem sagðir eru hafa efasemdir um málið, bíður enn svara við ítarlegri fyrirspurn sem hann beindi til utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og EES-samninginn. Stefnt er að því að málið komi til umræðu í þinginu í febrúar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00