Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 11:08 Björn Ingi Hrafnsson Fréttablaðið/Valli Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. Frá þessu greinir Björn Ingi á Facebook-síðu sinni en þar segir Björn að hann hafi verið við níu ára aldurinn þegar hann hafi ákveðið að verða blaðamaður. Því hafi hann stofnað blaðið Viljann og fjölritað eintök af því. Nú sé hins vegar kominn tími ti að endurvekja Viljann, nú sem vefmiðil. „Formleg opnun er á næstu dögum, við erum bara að prófa hvort allt virki og setja þetta af stað í rólegheitum,“ skrifar Björn Ingi. Á vefsíðu Viljans segir að íslenskir fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar í „í stað þess að leggja áherslu á túlkun, ályktanir og úrvinnslu.“ Umræðan verði því yfirborðskennd og meira sé um upphrópanir og stóryrði en málefni og staðreyndir. Því séu uppi „kjöraðstæður fyrir nútímalegan og borgaralega sinnaðan vefmiðil sem hefur góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði og veitir almenningi þá mikilvægu þjónustu að sía það markverðasta úr upplýsingaflóðinu“ og segir einnig að Viljinn sé slíkur miðill. Síðustu afskipti Björns Inga af fjölmiðlum voru á síðasta ári en þá var hann forsvarsmaður Pressusamstæðunnar sem rak meðal annars DV og Pressuna. Pressan var tekin til gjaldþrotaskipta í desember árið 2017. 315 milljón króna kröfum var lýst í þrotabú Pressunnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Björn Inga hafa boðist til að greiða milljóna skuld með steikum Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðum opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla. 20. febrúar 2018 13:27 Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. Frá þessu greinir Björn Ingi á Facebook-síðu sinni en þar segir Björn að hann hafi verið við níu ára aldurinn þegar hann hafi ákveðið að verða blaðamaður. Því hafi hann stofnað blaðið Viljann og fjölritað eintök af því. Nú sé hins vegar kominn tími ti að endurvekja Viljann, nú sem vefmiðil. „Formleg opnun er á næstu dögum, við erum bara að prófa hvort allt virki og setja þetta af stað í rólegheitum,“ skrifar Björn Ingi. Á vefsíðu Viljans segir að íslenskir fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar í „í stað þess að leggja áherslu á túlkun, ályktanir og úrvinnslu.“ Umræðan verði því yfirborðskennd og meira sé um upphrópanir og stóryrði en málefni og staðreyndir. Því séu uppi „kjöraðstæður fyrir nútímalegan og borgaralega sinnaðan vefmiðil sem hefur góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði og veitir almenningi þá mikilvægu þjónustu að sía það markverðasta úr upplýsingaflóðinu“ og segir einnig að Viljinn sé slíkur miðill. Síðustu afskipti Björns Inga af fjölmiðlum voru á síðasta ári en þá var hann forsvarsmaður Pressusamstæðunnar sem rak meðal annars DV og Pressuna. Pressan var tekin til gjaldþrotaskipta í desember árið 2017. 315 milljón króna kröfum var lýst í þrotabú Pressunnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Björn Inga hafa boðist til að greiða milljóna skuld með steikum Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðum opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla. 20. febrúar 2018 13:27 Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Segir Björn Inga hafa boðist til að greiða milljóna skuld með steikum Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðum opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla. 20. febrúar 2018 13:27
Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53