Loksins fór vörn Lakers í gang Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 09:14 LeBron og félagar fóru loks að spila vörn í nótt vísir/getty Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira