Segir lögreglu hafa farið offari í meðferð á sykursjúkum dreng Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á. Lögreglumál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á.
Lögreglumál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira