Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins í vor. Vísir/VIlhelm Samstaða er meðal flokka á þingi um það að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka en ekki er samkomulag um í hvaða röð þeim skuli úthlutað. Þingflokksformenn munu funda um málið í dag og er stefnt að því að ljúka málinu áður en umræður um fjárlög fara á fullt á ný. Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra en að auki fái hver flokkur ritara. Þingflokkar geta áfram ráðið sér aðstoðarmenn á eigin kostnað. Forsætisnefnd samþykkti fyrirhugaða fjölgun í sumar en með henni er stefnt að því að efla Alþingi. Formenn þingflokka hafa undanfarið rætt hvernig skuli standa að úthlutun þeirra aðstoðarmanna sem til stendur að bæta við. Stefnt er að því að aðstoðarmönnum fjölgi í þrepum þannig að hluti bætist við nú um áramótin og síðan á ný þegar árin 2020 og 2021 ganga í garð. „Ef farið væri eftir venjulegri hlutfallsskiptingu strax í upphafi myndu stærstu flokkarnir fyrst fá aðstoðina sem er í boði. Það er ekki réttlætanlegt. Tillagan er sú að í upphafi fengju allir einn og síðan yrði úthlutað eftir þingstyrk,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það eru alls konar sjónarmið uppi en engin endanleg niðurstaða liggur fyrir,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður um hvaða áhrif fjölgunin gæti haft á komandi kjarasamningaviðræður segir Birgir að hann sjái hana ekki sem áhrifaþátt . Tiltölulega breið sátt sé um málið á þingi. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2019 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til Alþingis verði auknar um rúmar 120 milljónir til að auka aðstoð við þingflokka og þingmenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Sigmundur Davíð segir þróun aðstoðarmanna sláandi. 17. júlí 2018 20:03 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Samstaða er meðal flokka á þingi um það að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka en ekki er samkomulag um í hvaða röð þeim skuli úthlutað. Þingflokksformenn munu funda um málið í dag og er stefnt að því að ljúka málinu áður en umræður um fjárlög fara á fullt á ný. Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra en að auki fái hver flokkur ritara. Þingflokkar geta áfram ráðið sér aðstoðarmenn á eigin kostnað. Forsætisnefnd samþykkti fyrirhugaða fjölgun í sumar en með henni er stefnt að því að efla Alþingi. Formenn þingflokka hafa undanfarið rætt hvernig skuli standa að úthlutun þeirra aðstoðarmanna sem til stendur að bæta við. Stefnt er að því að aðstoðarmönnum fjölgi í þrepum þannig að hluti bætist við nú um áramótin og síðan á ný þegar árin 2020 og 2021 ganga í garð. „Ef farið væri eftir venjulegri hlutfallsskiptingu strax í upphafi myndu stærstu flokkarnir fyrst fá aðstoðina sem er í boði. Það er ekki réttlætanlegt. Tillagan er sú að í upphafi fengju allir einn og síðan yrði úthlutað eftir þingstyrk,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það eru alls konar sjónarmið uppi en engin endanleg niðurstaða liggur fyrir,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður um hvaða áhrif fjölgunin gæti haft á komandi kjarasamningaviðræður segir Birgir að hann sjái hana ekki sem áhrifaþátt . Tiltölulega breið sátt sé um málið á þingi. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2019 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til Alþingis verði auknar um rúmar 120 milljónir til að auka aðstoð við þingflokka og þingmenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Sigmundur Davíð segir þróun aðstoðarmanna sláandi. 17. júlí 2018 20:03 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10
Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Sigmundur Davíð segir þróun aðstoðarmanna sláandi. 17. júlí 2018 20:03
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38