Umræða um sjálfsvíg opnari en áður Sighvatur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 21:30 Salbjörg Bjarnadóttir hjá Embætti landlæknis segir umræðuna um sjálfsvíg hafa breyst mikið. Nú komi fram í útförum og minningargreinum að fólk hafi svipt sig lífi, slíkt hafi ekki tíðkast áður. „Við erum ekki að „hæpa“ eitthvað upp heldur tala af ábyrgð um sjálfsvíg og allan harmleikinn sem því fylgir,“ segir Salbjörg í samtali við fréttastofu. Hún segir að prestar sem tali um sjálfsvíg í útförum gerir það í samráði við aðstandendur hins látna. Hún segir þetta gera aðstandendum auðveldara fyrir en margir tali um að þeim finnist sem ekki megi ræða opinberlega um að viðkomandi hafi framið sjálfsvíg.„Eigum við ekki að tala um þetta?“ Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur greinir frá því á Facebook að hann hafi kynnst ótrúlegum sögum af fjölskyldum sem eru beittar ofbeldi af handrukkurum og fíkniefnasölum. Í samráði við aðstandendur og með leyfi þeirra ræðir séra Vigfús Bjarni opinskátt um fíkn og handrukkanir í útförum fólks sem hefur framið sjálfsvíg. „Hvers konar veruleiki er, að það sé hægt að sætta sig við það, að það sé fólk sem beitir barsmíðum, meiðingum og vopnum í okkar samfélagi að rukka fíkniefni. Eigum við ekki að tala um þetta alls staðar? Eða ætlum við bara að hugsa um það? Hvílíkt rugl,“ sagði séra Vigfús Bjarni í útför í Hallgrímskirkju á dögunum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Tengdar fréttir Sjúkrahúsprestur ræðir fíkn og handrukkun í útförum Sjúkrahúsprestur segir áhyggjuefni að handrukkarar gangi mjög hart fram við innheimtu fíkniefnaskulda. Í samráði við aðstandendur fólks sem hefur framið sjálfsvíg ræðir hann opinskátt um fíkn og ofbeldisógn í útförum. 12. nóvember 2018 13:42 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Salbjörg Bjarnadóttir hjá Embætti landlæknis segir umræðuna um sjálfsvíg hafa breyst mikið. Nú komi fram í útförum og minningargreinum að fólk hafi svipt sig lífi, slíkt hafi ekki tíðkast áður. „Við erum ekki að „hæpa“ eitthvað upp heldur tala af ábyrgð um sjálfsvíg og allan harmleikinn sem því fylgir,“ segir Salbjörg í samtali við fréttastofu. Hún segir að prestar sem tali um sjálfsvíg í útförum gerir það í samráði við aðstandendur hins látna. Hún segir þetta gera aðstandendum auðveldara fyrir en margir tali um að þeim finnist sem ekki megi ræða opinberlega um að viðkomandi hafi framið sjálfsvíg.„Eigum við ekki að tala um þetta?“ Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur greinir frá því á Facebook að hann hafi kynnst ótrúlegum sögum af fjölskyldum sem eru beittar ofbeldi af handrukkurum og fíkniefnasölum. Í samráði við aðstandendur og með leyfi þeirra ræðir séra Vigfús Bjarni opinskátt um fíkn og handrukkanir í útförum fólks sem hefur framið sjálfsvíg. „Hvers konar veruleiki er, að það sé hægt að sætta sig við það, að það sé fólk sem beitir barsmíðum, meiðingum og vopnum í okkar samfélagi að rukka fíkniefni. Eigum við ekki að tala um þetta alls staðar? Eða ætlum við bara að hugsa um það? Hvílíkt rugl,“ sagði séra Vigfús Bjarni í útför í Hallgrímskirkju á dögunum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Tengdar fréttir Sjúkrahúsprestur ræðir fíkn og handrukkun í útförum Sjúkrahúsprestur segir áhyggjuefni að handrukkarar gangi mjög hart fram við innheimtu fíkniefnaskulda. Í samráði við aðstandendur fólks sem hefur framið sjálfsvíg ræðir hann opinskátt um fíkn og ofbeldisógn í útförum. 12. nóvember 2018 13:42 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sjúkrahúsprestur ræðir fíkn og handrukkun í útförum Sjúkrahúsprestur segir áhyggjuefni að handrukkarar gangi mjög hart fram við innheimtu fíkniefnaskulda. Í samráði við aðstandendur fólks sem hefur framið sjálfsvíg ræðir hann opinskátt um fíkn og ofbeldisógn í útförum. 12. nóvember 2018 13:42