Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá frumvarpi sem heimilaði lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. Fréttablaðið/anton Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. „Menn verða að horfa á þetta í því samhengi sem málið er í. Þetta snýst um EES-samninginn. Ég hef áður reifað það að þetta er ekki fyrsta málið þar sem menn hafa áhyggjur af því að tveggja stoða kerfið sé ekki virt sem skyldi og að við séum að ganga of langt gagnvart stjórnarskránni,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra um þriðja orkupakka ESB. Sameiginlega EES-nefndin samþykkti í maí á síðasta ári að taka þriðja orkupakka ESB upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en þurfa að bíða þess að Ísland geri það svo hún öðlist gildi. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar til að afgreiða málið. „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið,“ segir Þórdís. Þær lagagerðir sem mynda þriðja orkupakka ESB voru samþykktar 2009. Um var að ræða breytingar á lagaumhverfi innri markaðar ESB fyrir raforku og jarðgas. Með pakkanum var gerð enn skýrari aðgreining milli eignarhalds flutningskerfis raforku og annarrar orkutengdrar starfsemi. Þá er lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett var á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem beri heitið ACER. Sú stofnun getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar mun Eftirlitsstofnun EFTA hafa þessar valdheimildir þegar kemur að ríkjum EES. „Þetta er auðvitað mál sem kemur inn á tilfinningar fólks af því að Íslendingar, sem betur fer, átta sig á því að við erum mjög rík af náttúruauðlindum og við viljum hafa stjórn á þeim sjálf,“ segir Þórdís. Hún bendir á að þetta mál snúi eingöngu að því að þegar við höfum tekið ákvörðun um að nýta sameiginlegar auðlindir til að framleiða raforku, sé litið á raforkuna sem vöru. „Það er ekkert sem er að gerast með innleiðingu á þriðja orkupakkanum. Það er búið að vera þannig frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur 2003.“ Ekkert liggi þó á og verið sé að skoða málið með ítarlegri hætti en áður hafi verið gert. Ráðherrann segist skilja að spurt sé hvers vegna verið sé að innleiða reglugerðir og tilskipanir sem snúi að meginstefinu til um sameiginlegan orkumarkað þegar Íslendingar séu með einangrað raforkukerfi sem ekki standi til að breyta „Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. „Menn verða að horfa á þetta í því samhengi sem málið er í. Þetta snýst um EES-samninginn. Ég hef áður reifað það að þetta er ekki fyrsta málið þar sem menn hafa áhyggjur af því að tveggja stoða kerfið sé ekki virt sem skyldi og að við séum að ganga of langt gagnvart stjórnarskránni,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra um þriðja orkupakka ESB. Sameiginlega EES-nefndin samþykkti í maí á síðasta ári að taka þriðja orkupakka ESB upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en þurfa að bíða þess að Ísland geri það svo hún öðlist gildi. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar til að afgreiða málið. „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið,“ segir Þórdís. Þær lagagerðir sem mynda þriðja orkupakka ESB voru samþykktar 2009. Um var að ræða breytingar á lagaumhverfi innri markaðar ESB fyrir raforku og jarðgas. Með pakkanum var gerð enn skýrari aðgreining milli eignarhalds flutningskerfis raforku og annarrar orkutengdrar starfsemi. Þá er lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett var á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem beri heitið ACER. Sú stofnun getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar mun Eftirlitsstofnun EFTA hafa þessar valdheimildir þegar kemur að ríkjum EES. „Þetta er auðvitað mál sem kemur inn á tilfinningar fólks af því að Íslendingar, sem betur fer, átta sig á því að við erum mjög rík af náttúruauðlindum og við viljum hafa stjórn á þeim sjálf,“ segir Þórdís. Hún bendir á að þetta mál snúi eingöngu að því að þegar við höfum tekið ákvörðun um að nýta sameiginlegar auðlindir til að framleiða raforku, sé litið á raforkuna sem vöru. „Það er ekkert sem er að gerast með innleiðingu á þriðja orkupakkanum. Það er búið að vera þannig frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur 2003.“ Ekkert liggi þó á og verið sé að skoða málið með ítarlegri hætti en áður hafi verið gert. Ráðherrann segist skilja að spurt sé hvers vegna verið sé að innleiða reglugerðir og tilskipanir sem snúi að meginstefinu til um sameiginlegan orkumarkað þegar Íslendingar séu með einangrað raforkukerfi sem ekki standi til að breyta „Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira