Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:36 Frá fundi Kim og Trump í Singapúr. AP/Susan Walsh Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki hætt þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Þess í stað hafa yfirvöld einræðisríkisins fært tilraunir sínar í leynilegar herstöðvar. Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. Til stóð að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með embættismönnum Norður-Kóreu í síðustu viku en hætt var við þær viðræður. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja að Norður-Kórea losi sig alfarið við kjarnorkuvopn sín og að ekki verði slakað á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum fyrr en það verði gert. Ríkisstjórn Kim hefur hins vegar viljað losna við hluta þvingana áður en þeir taka skref átt í afvopnun. Sérfræðingar segja þó ljóst að Kim sé enn sannfærður um að kjarnorkuvopn séu besta leiðin til að tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar til lengri tíma og til þess að þvinga heiminn að viðurkenna einræðið. Starfsmenn bandarískrar hugveitu segjast hafa borið kennsl á minnst þrettán af þeim tuttugu eldflaugastöðvum sem talið er að séu í Norður-Kóreu. Um er að ræða herstöðvar þar sem langdrægar og skammdrægar eldflaugar eru þróaðar og er sömuleiðis hægt að skjóta þeim þaðan. Hugveitan segir stöðvarnar hannaðar til þess að vera leynilegar og til þess að standa af sér fyrirbyggjandi árásir. Þar að auki hafi nýlegar endurbætur verið gerðar á herstöðvunum. Fjölmiðlar ytra hafa sagt þessar fregnir til marks um að enn erfiðara verði að leysa deilurnar á Kóreuskaganum.Yfirvöld Suður-Kóreu segja þetta þó ekki nýjar fregnir. Bæði þeir og Bandaríkin hafi vitað af þessum herstöðvum í langan tíma.Cheong Wa Dae, talsmaður forseta Suður-Kóreu, sagði ekki rétt metið að túlka tilvist þessara stöðva sem einhverskonar leynimakk Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði enn ekki samþykkt að loka þessu stöðvum og rífa þær. Aðrir viðmælendur Yonhap fréttaveitunnar benda á að skýrsla hugveitunnar byggi á myndum úr gervihnetti í eigu einkaaðila. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefðu aðgang að mun betri tækni og fylgdust náið með þessum stöðvum.Viðræður hafa gengið illa Áður en nokkurs konar afvopnun fer fram þarf Norður-Kórea að gefa upp hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á og jafnvel líka hve margar langdrægar eldflaugar hann á. Það hafa Kim-liðar alls ekki viljað gera. Samkomulagið sem Kim og Trump skrifuðu þótti einstaklega óljóst og samkvæmt því samþykktu þeir báðir að vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Samkomulagið fól engin tiltekin skref í sér og viðræður um áframhaldið hafa gengið illa. Eins og áður segir þá vilja Bandaríkjamenn að Norður-Kórea taki einhver skref áður en létt verður á refsiaðgerðum og ríkisstjórn Kim vill létt á þvingunum áður en þeir taka skref í átt að afvopnun. Þeir hafa þó lofað því áður að hætta þróun kjarnorkuvopna í stað efnahagslegar hjálpar og hafa aldrei staðið við það. Norður-Kórea Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki hætt þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Þess í stað hafa yfirvöld einræðisríkisins fært tilraunir sínar í leynilegar herstöðvar. Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. Til stóð að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með embættismönnum Norður-Kóreu í síðustu viku en hætt var við þær viðræður. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja að Norður-Kórea losi sig alfarið við kjarnorkuvopn sín og að ekki verði slakað á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum fyrr en það verði gert. Ríkisstjórn Kim hefur hins vegar viljað losna við hluta þvingana áður en þeir taka skref átt í afvopnun. Sérfræðingar segja þó ljóst að Kim sé enn sannfærður um að kjarnorkuvopn séu besta leiðin til að tryggja öryggi ríkisstjórnar sinnar til lengri tíma og til þess að þvinga heiminn að viðurkenna einræðið. Starfsmenn bandarískrar hugveitu segjast hafa borið kennsl á minnst þrettán af þeim tuttugu eldflaugastöðvum sem talið er að séu í Norður-Kóreu. Um er að ræða herstöðvar þar sem langdrægar og skammdrægar eldflaugar eru þróaðar og er sömuleiðis hægt að skjóta þeim þaðan. Hugveitan segir stöðvarnar hannaðar til þess að vera leynilegar og til þess að standa af sér fyrirbyggjandi árásir. Þar að auki hafi nýlegar endurbætur verið gerðar á herstöðvunum. Fjölmiðlar ytra hafa sagt þessar fregnir til marks um að enn erfiðara verði að leysa deilurnar á Kóreuskaganum.Yfirvöld Suður-Kóreu segja þetta þó ekki nýjar fregnir. Bæði þeir og Bandaríkin hafi vitað af þessum herstöðvum í langan tíma.Cheong Wa Dae, talsmaður forseta Suður-Kóreu, sagði ekki rétt metið að túlka tilvist þessara stöðva sem einhverskonar leynimakk Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði enn ekki samþykkt að loka þessu stöðvum og rífa þær. Aðrir viðmælendur Yonhap fréttaveitunnar benda á að skýrsla hugveitunnar byggi á myndum úr gervihnetti í eigu einkaaðila. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hefðu aðgang að mun betri tækni og fylgdust náið með þessum stöðvum.Viðræður hafa gengið illa Áður en nokkurs konar afvopnun fer fram þarf Norður-Kórea að gefa upp hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á og jafnvel líka hve margar langdrægar eldflaugar hann á. Það hafa Kim-liðar alls ekki viljað gera. Samkomulagið sem Kim og Trump skrifuðu þótti einstaklega óljóst og samkvæmt því samþykktu þeir báðir að vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Samkomulagið fól engin tiltekin skref í sér og viðræður um áframhaldið hafa gengið illa. Eins og áður segir þá vilja Bandaríkjamenn að Norður-Kórea taki einhver skref áður en létt verður á refsiaðgerðum og ríkisstjórn Kim vill létt á þvingunum áður en þeir taka skref í átt að afvopnun. Þeir hafa þó lofað því áður að hætta þróun kjarnorkuvopna í stað efnahagslegar hjálpar og hafa aldrei staðið við það.
Norður-Kórea Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira