Bókarkynning Óttars í boði Landhelgisgæslunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 15:30 Óttar Sveinsson afhendir skipverjanum Guðmundi Arasyni eintök af nýjustu Útkallsbókinni, Þrekvirki í djúpinu, í Hveragerði á föstudag. Fréttablaðið/Ernir Höfundur og útgefandi Útkallsbókanna þurfti ekki að greiða fyrir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem farið var í tilefni af 25 ára útgáfuafmæli bókaflokksins. Landhelgisgæslan metur það svo að umrætt flug hafi haft ótvírætt gildi fyrir bæði stofnunina og samfélagið. Fjölmiðlum var boðið að senda fulltrúa um borð í þyrluna sem lenti í Hveragerði á föstudag, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem þáði þó ekki boðið. Myndir frá viðburðinum voru birtar í helgarblaði Fréttablaðsins, en þar kom einmitt fram að Óttar Sveinsson, höfundur og útgefandi Útkallsbókanna vinsælu, hefði afhent Guðmundi Arasyni, eina eftirlifandi skipverja Egils rauða, eintak af nýjustu bók sinni. Bókin, Þrekvirki í djúpinu, fjallar m.a. um björgun áhafnar Egils rauða, sem strandaði við Grænuhlíð árið 1955.Buðu flugstjórum og fylgdarliði Vísir sendi Landhelgisgæslunni fyrirspurn þar sem spurt var hvort Gæslan þægi greiðslu fyrir kynningarferðir á borð við þá sem farin var á föstudag. Einnig var spurt hvað slíkt flug kosti og hver hefði greitt fyrir flugið í umrætt skipti. Þá var spurt hvort einhverjar reglur gildi um samstarf Gæslunnar og utanaðkomandi aðila í auglýsingaskyni, og þá hvernig slíku samstarfi hafi verið háttað í gegnum tíðina. Í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Vísis segir að ekki hafi verið greitt fyrir umrætt flug heldur hafi Gæslan boðið þremur fyrrverandi flugstjórum sínum og fylgdarliði, þ.e. Óttari og þremur ljósmyndurum, í flugið.Þyrlan lenti í Hveragerði á föstudaginn að lokinni æfingu Landhelgisgæslunnar.Fréttablaðið/ernirAðdragandinn hafi verið sá að Óttar hafi leitað til Landhelgisgæslunnar í tilefni þess að 25 ár séu liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar í Útkallsflokknum, Útkalls Alfa TF-SIF. Sú hugmynd hafi kviknað hjá Óttari hvort hægt væri að heiðra nokkra fyrrverandi starfsmenn Gæslunnar sem voru til umfjöllunar í þessari fyrstu bók með einhverjum hætti. „Landhelgisgæslan tók vel í hugmyndina enda skipa björgunarafrek þessara manna stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í svarinu.Ótvírætt gildi fyrir Gæsluna og samfélagið Í framhaldi af æfingu þyrlusveitarinnar og Slysavarnarskóla sjómanna síðastliðinn föstudag hafi Landhelgisgæslan því boðið flugstjórum og fylgdarliði í flug til Hveragerðis, þar sem áðurnefndur skipverji var heimsóttur og honum afhent eintak af nýjustu Útkallsbókinni. „Þegar hugmyndir á borð við þessa berast Landhelgisgæslunni eru þær metnar hverjar fyrir sig með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir Landhelgisgæsluna og samfélagið. Í þessu tilviki var það talið ótvírætt,“ segir jafnframt í svari Landhelgisgæslunnar. „Það skiptir miklu máli að halda afrekum þessara manna á lofti enda verður þeim seint nægjanlega þakkað fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar.“ Bókmenntir Hveragerði Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Söluhæstu bækur ársins 2017. 5. janúar 2018 06:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Höfundur og útgefandi Útkallsbókanna þurfti ekki að greiða fyrir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem farið var í tilefni af 25 ára útgáfuafmæli bókaflokksins. Landhelgisgæslan metur það svo að umrætt flug hafi haft ótvírætt gildi fyrir bæði stofnunina og samfélagið. Fjölmiðlum var boðið að senda fulltrúa um borð í þyrluna sem lenti í Hveragerði á föstudag, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem þáði þó ekki boðið. Myndir frá viðburðinum voru birtar í helgarblaði Fréttablaðsins, en þar kom einmitt fram að Óttar Sveinsson, höfundur og útgefandi Útkallsbókanna vinsælu, hefði afhent Guðmundi Arasyni, eina eftirlifandi skipverja Egils rauða, eintak af nýjustu bók sinni. Bókin, Þrekvirki í djúpinu, fjallar m.a. um björgun áhafnar Egils rauða, sem strandaði við Grænuhlíð árið 1955.Buðu flugstjórum og fylgdarliði Vísir sendi Landhelgisgæslunni fyrirspurn þar sem spurt var hvort Gæslan þægi greiðslu fyrir kynningarferðir á borð við þá sem farin var á föstudag. Einnig var spurt hvað slíkt flug kosti og hver hefði greitt fyrir flugið í umrætt skipti. Þá var spurt hvort einhverjar reglur gildi um samstarf Gæslunnar og utanaðkomandi aðila í auglýsingaskyni, og þá hvernig slíku samstarfi hafi verið háttað í gegnum tíðina. Í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Vísis segir að ekki hafi verið greitt fyrir umrætt flug heldur hafi Gæslan boðið þremur fyrrverandi flugstjórum sínum og fylgdarliði, þ.e. Óttari og þremur ljósmyndurum, í flugið.Þyrlan lenti í Hveragerði á föstudaginn að lokinni æfingu Landhelgisgæslunnar.Fréttablaðið/ernirAðdragandinn hafi verið sá að Óttar hafi leitað til Landhelgisgæslunnar í tilefni þess að 25 ár séu liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar í Útkallsflokknum, Útkalls Alfa TF-SIF. Sú hugmynd hafi kviknað hjá Óttari hvort hægt væri að heiðra nokkra fyrrverandi starfsmenn Gæslunnar sem voru til umfjöllunar í þessari fyrstu bók með einhverjum hætti. „Landhelgisgæslan tók vel í hugmyndina enda skipa björgunarafrek þessara manna stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í svarinu.Ótvírætt gildi fyrir Gæsluna og samfélagið Í framhaldi af æfingu þyrlusveitarinnar og Slysavarnarskóla sjómanna síðastliðinn föstudag hafi Landhelgisgæslan því boðið flugstjórum og fylgdarliði í flug til Hveragerðis, þar sem áðurnefndur skipverji var heimsóttur og honum afhent eintak af nýjustu Útkallsbókinni. „Þegar hugmyndir á borð við þessa berast Landhelgisgæslunni eru þær metnar hverjar fyrir sig með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir Landhelgisgæsluna og samfélagið. Í þessu tilviki var það talið ótvírætt,“ segir jafnframt í svari Landhelgisgæslunnar. „Það skiptir miklu máli að halda afrekum þessara manna á lofti enda verður þeim seint nægjanlega þakkað fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar.“
Bókmenntir Hveragerði Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Söluhæstu bækur ársins 2017. 5. janúar 2018 06:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent