Heimilin njóti ágóðans Hildur Björnsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á um 94% hlut í félaginu. Síðustu ár hefur að ýmsu leyti tekist að ná böndum yfir reksturinn eftir langan óstjórnartíma. En hvað veldur árangrinum? Í kjölfar hrunsins réðist Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn við. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann munað – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstrinum var fenginn með gjaldskrárhækkunum, láni frá borgarbúum og frestun nauðsynlegra innviðafjárfestinga. Ráðstöfunum sem allar bitnuðu á borgarbúum. Nú þegar reksturinn hefur náð jafnvægi væri eðlilegt að hlutur borgarbúa yrði réttur. Því fer þó fjarri. Áform standa nú til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar næstu sex árin. Samhliða birtast engin áform um veglegar gjaldskrárlækkanir til neytenda. Heimilin greiddu fyrir rekstrarvanda Orkuveitunnar. Með sambærilegum hætti ættu þau að njóta ávaxtanna. Ef horfið yrði frá arðgreiðsluáformum mætti nýta samsvarandi fjárhæð til gjaldskrárlækkana. Það gæti að meðaltali sparað hverju heimili nærri 50 þúsund krónur árlega. Gróflega áætlað samsvarar það tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Valið stendur milli þess að færa þessa fjármuni í hendur stjórnmálamanna eða færa þá í þínar eigin hendur. Í efnahagskreppu hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Nú þegar rekstur Orkuveitunnar hefur verið réttur við hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar svo neinu nemur. Þessu þarf að breyta. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmálamanna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta. Á næsta borgarstjórnarfundi mun ég leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitunnar. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar á Reykvíkinga til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. 9. nóvember 2018 11:56 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á um 94% hlut í félaginu. Síðustu ár hefur að ýmsu leyti tekist að ná böndum yfir reksturinn eftir langan óstjórnartíma. En hvað veldur árangrinum? Í kjölfar hrunsins réðist Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn við. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann munað – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstrinum var fenginn með gjaldskrárhækkunum, láni frá borgarbúum og frestun nauðsynlegra innviðafjárfestinga. Ráðstöfunum sem allar bitnuðu á borgarbúum. Nú þegar reksturinn hefur náð jafnvægi væri eðlilegt að hlutur borgarbúa yrði réttur. Því fer þó fjarri. Áform standa nú til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar næstu sex árin. Samhliða birtast engin áform um veglegar gjaldskrárlækkanir til neytenda. Heimilin greiddu fyrir rekstrarvanda Orkuveitunnar. Með sambærilegum hætti ættu þau að njóta ávaxtanna. Ef horfið yrði frá arðgreiðsluáformum mætti nýta samsvarandi fjárhæð til gjaldskrárlækkana. Það gæti að meðaltali sparað hverju heimili nærri 50 þúsund krónur árlega. Gróflega áætlað samsvarar það tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Valið stendur milli þess að færa þessa fjármuni í hendur stjórnmálamanna eða færa þá í þínar eigin hendur. Í efnahagskreppu hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Nú þegar rekstur Orkuveitunnar hefur verið réttur við hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar svo neinu nemur. Þessu þarf að breyta. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmálamanna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta. Á næsta borgarstjórnarfundi mun ég leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitunnar. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar á Reykvíkinga til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið.
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00
Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. 9. nóvember 2018 11:56
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun