Heimilin njóti ágóðans Hildur Björnsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á um 94% hlut í félaginu. Síðustu ár hefur að ýmsu leyti tekist að ná böndum yfir reksturinn eftir langan óstjórnartíma. En hvað veldur árangrinum? Í kjölfar hrunsins réðist Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn við. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann munað – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstrinum var fenginn með gjaldskrárhækkunum, láni frá borgarbúum og frestun nauðsynlegra innviðafjárfestinga. Ráðstöfunum sem allar bitnuðu á borgarbúum. Nú þegar reksturinn hefur náð jafnvægi væri eðlilegt að hlutur borgarbúa yrði réttur. Því fer þó fjarri. Áform standa nú til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar næstu sex árin. Samhliða birtast engin áform um veglegar gjaldskrárlækkanir til neytenda. Heimilin greiddu fyrir rekstrarvanda Orkuveitunnar. Með sambærilegum hætti ættu þau að njóta ávaxtanna. Ef horfið yrði frá arðgreiðsluáformum mætti nýta samsvarandi fjárhæð til gjaldskrárlækkana. Það gæti að meðaltali sparað hverju heimili nærri 50 þúsund krónur árlega. Gróflega áætlað samsvarar það tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Valið stendur milli þess að færa þessa fjármuni í hendur stjórnmálamanna eða færa þá í þínar eigin hendur. Í efnahagskreppu hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Nú þegar rekstur Orkuveitunnar hefur verið réttur við hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar svo neinu nemur. Þessu þarf að breyta. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmálamanna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta. Á næsta borgarstjórnarfundi mun ég leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitunnar. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar á Reykvíkinga til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. 9. nóvember 2018 11:56 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á um 94% hlut í félaginu. Síðustu ár hefur að ýmsu leyti tekist að ná böndum yfir reksturinn eftir langan óstjórnartíma. En hvað veldur árangrinum? Í kjölfar hrunsins réðist Orkuveitan í aðgerðir til að rétta reksturinn við. Það gerðu flest fyrirtæki landsins. Orkuveitan bjó hins vegar við þann munað – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borgarbúa. Sérstakur árangur í rekstrinum var fenginn með gjaldskrárhækkunum, láni frá borgarbúum og frestun nauðsynlegra innviðafjárfestinga. Ráðstöfunum sem allar bitnuðu á borgarbúum. Nú þegar reksturinn hefur náð jafnvægi væri eðlilegt að hlutur borgarbúa yrði réttur. Því fer þó fjarri. Áform standa nú til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar næstu sex árin. Samhliða birtast engin áform um veglegar gjaldskrárlækkanir til neytenda. Heimilin greiddu fyrir rekstrarvanda Orkuveitunnar. Með sambærilegum hætti ættu þau að njóta ávaxtanna. Ef horfið yrði frá arðgreiðsluáformum mætti nýta samsvarandi fjárhæð til gjaldskrárlækkana. Það gæti að meðaltali sparað hverju heimili nærri 50 þúsund krónur árlega. Gróflega áætlað samsvarar það tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Valið stendur milli þess að færa þessa fjármuni í hendur stjórnmálamanna eða færa þá í þínar eigin hendur. Í efnahagskreppu hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Nú þegar rekstur Orkuveitunnar hefur verið réttur við hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar svo neinu nemur. Þessu þarf að breyta. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmálamanna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta. Á næsta borgarstjórnarfundi mun ég leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitunnar. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar á Reykvíkinga til samræmis. Þetta er pólitísk ákvörðun. Ávinningurinn væri tvíþættur. Orkuveitan færðist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fengju bót í heimilisbókhaldið.
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00
Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. 9. nóvember 2018 11:56
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun