Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 09:15 Mark Zuckerberg er stofnandi og forstjóri Facebook. vísir/getty Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. Voru gagnrýnendurnir sagðir vera sérstakir útsendarar Soros. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í ítarlega úttekt New York Times um hvernig Facebook hefur tekist á við vandamálin sem blasað hafa við fyrirtækinu undanfarin misseri. Soros er fjárfestir og gyðingur. Hann hefur löngum orðið verið hluti af ýmsum andgyðinglegum samsæriskenningum en á sama tíma og Facebook var að reyna að grafa undan gagnrýnendum með að tengja þá við Soros var miðillinn að berjast gegn andgyðinglegum áróðri sem birtist á Facebook. Spjótin fóru ekki hvað síst að beinast að Facebook vegna áhrifa Rússa á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 þar sem auglýsingar á samfélagsmiðlinum voru nýttar.Dreifðu neikvæðum greinum um Apple og Google Facebook leitaði til ráðgjafafyrirtækisins Definers Public Affairs vegna þeirrar gagnrýni sem beindist að miðlinum í tengslum við Rússa og forsetakosningarnar. Ein aðferðin sem Definers Public Affairs beitti var að birta tugi neikvæðra greina um önnur tæknifyrirtæki á borð við Google og Apple. Önnur aðferð var svo að setja Soros í hlutverk þess sem var í forsvari fyrir ófræginarherferð gegn Facebook. Definers Puclic Affairs kom þannig skjali í umferð sem tengdi Soros við umfangsmikla ófræginarherferð gegn samfélagsmiðlinum og hvatti blaðamenn til þess að kanna fjárhagsleg tengsl á milli Soros og hópa á borð við Freedom from Facebook og Color of Change. Soros hefur, eins og áður segir, gjarnan orðið fyrir barðinu á samsæriskenningum. Samsæriskenningarnar náðu einhvers konar hámarki í vikunum fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins þegar því var ranglega haldið fram að Soros stæði á bak við fjölda innflytjenda frá Mið-Ameríku sem væru að reyna að komast inn til Bandaríkjanna yfir landamærin í Mexíkó. Facebook Tengdar fréttir Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06 Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. Voru gagnrýnendurnir sagðir vera sérstakir útsendarar Soros. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í ítarlega úttekt New York Times um hvernig Facebook hefur tekist á við vandamálin sem blasað hafa við fyrirtækinu undanfarin misseri. Soros er fjárfestir og gyðingur. Hann hefur löngum orðið verið hluti af ýmsum andgyðinglegum samsæriskenningum en á sama tíma og Facebook var að reyna að grafa undan gagnrýnendum með að tengja þá við Soros var miðillinn að berjast gegn andgyðinglegum áróðri sem birtist á Facebook. Spjótin fóru ekki hvað síst að beinast að Facebook vegna áhrifa Rússa á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 þar sem auglýsingar á samfélagsmiðlinum voru nýttar.Dreifðu neikvæðum greinum um Apple og Google Facebook leitaði til ráðgjafafyrirtækisins Definers Public Affairs vegna þeirrar gagnrýni sem beindist að miðlinum í tengslum við Rússa og forsetakosningarnar. Ein aðferðin sem Definers Public Affairs beitti var að birta tugi neikvæðra greina um önnur tæknifyrirtæki á borð við Google og Apple. Önnur aðferð var svo að setja Soros í hlutverk þess sem var í forsvari fyrir ófræginarherferð gegn Facebook. Definers Puclic Affairs kom þannig skjali í umferð sem tengdi Soros við umfangsmikla ófræginarherferð gegn samfélagsmiðlinum og hvatti blaðamenn til þess að kanna fjárhagsleg tengsl á milli Soros og hópa á borð við Freedom from Facebook og Color of Change. Soros hefur, eins og áður segir, gjarnan orðið fyrir barðinu á samsæriskenningum. Samsæriskenningarnar náðu einhvers konar hámarki í vikunum fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins þegar því var ranglega haldið fram að Soros stæði á bak við fjölda innflytjenda frá Mið-Ameríku sem væru að reyna að komast inn til Bandaríkjanna yfir landamærin í Mexíkó.
Facebook Tengdar fréttir Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06 Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45