Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2018 16:26 Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt til að stela tölvum úr gagnaveri. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í Bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Enginn sakborninganna var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Frávísunarkrafan var lögð fram við fyrirtöku málsins í síðustu viku. Þar sögðu fjórir verjendur að þeir hefðu fengið takmarkaðan aðgang að gögnum málsins. Verjendur tveggja, þeirra Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst í gæsluvarðhaldi, sögðu að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Fráleitt væri að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Aðalmeðferð málsins er fyrirhuguð þann 3. desember. Lögmenn sakborninanna fimm sem kröfðust frávísunar hafa þrjá sólarhringa til að kæra úrskurðinn til Landsréttar, hugnist þeim það. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í Bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Enginn sakborninganna var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Frávísunarkrafan var lögð fram við fyrirtöku málsins í síðustu viku. Þar sögðu fjórir verjendur að þeir hefðu fengið takmarkaðan aðgang að gögnum málsins. Verjendur tveggja, þeirra Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst í gæsluvarðhaldi, sögðu að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Fráleitt væri að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Aðalmeðferð málsins er fyrirhuguð þann 3. desember. Lögmenn sakborninanna fimm sem kröfðust frávísunar hafa þrjá sólarhringa til að kæra úrskurðinn til Landsréttar, hugnist þeim það.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30