Steve Kerr um Golden State liðið: Liðsandinn okkar er laskaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 12:30 Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors. Vísir/Getty Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, viðurkenndi að rifildi Kevin Durant og Draymond Green hafi haft slæm áhrif á andann í liðinu hans. Kerr ræddi andlega þáttinn hjá Golden State Warriors eftir skell á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í nótt. Golden State setti Draymond Green í eins leiks bann í leiknum á undan fyrir hegðun sína í klefanum eftir tap á móti LA Clippers. Green hafði þá verið að rífast við Kevin Durant. Draymond Green klúðraði síðustu sókn Golden State Warriors í Clippers-leiknum þegar það lá í augum uppi að koma boltanum sem fyrst á Kevin Durant og láta hann taka lokaskotið. Green tapaði boltanum og Golden State tapaði síðan leiknum í framlengingu. Sögur segja að þeir Kevin Durant og Draymond Green hafi látið ýmislegt flakka í rifildinu sem byrjaði út á gólfi en endaði inn í klefa. Green á meðal annars að hafa sagt að Golden State hafi unnið án Durant og þurfi ekki á honum að halda.Steve Kerr on the status of the Warriors “We’re banged up physically and banged up spiritually”. pic.twitter.com/7SesFmSSWA — Hoop Central (@TheHoopCentral) November 16, 2018Kevin Durant er með lausan samning eftir tímabilið og hefur talað um að hann ætli að ná í risasamning. Það er ólíklegt að Golden State geti boðið honum slíkan samning enda með marga launaháar stórstjörnur innanborðs. Durant vildi ekkert ræða þetta mál eftir tapið í nótt en Steve Kerr kom aftur á móti hreint fram. „Við erum svolítið laskaðir líkamlega og eins og er þá er liðsandinn okkar líka lasakaður,“ sagði Steve Kerr. „Við getum ekki farið í felur með það. Við verðum bara að safna í bollann okkar, ná andann upp á ný, ná í orkuna aftur og það munum við geta. Þetta er langt, langt tímabili. Við stöndum í ströngu núna en ég þekki mína stráka,“ sagði Kerr. Draymond Green átti skelfilegan leik á móti Houston Rockets og Kerr var sammála því. Kerr var aftur á móti ánægður með viðhorf leikmannsins og hrósaði keppnismanninum í honum.Steph Curry has been the to Steve Kerr's success #DubNationpic.twitter.com/Nkdx9hPWTt — Warriors Nation (@SFWarriorNation) November 15, 2018 NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, viðurkenndi að rifildi Kevin Durant og Draymond Green hafi haft slæm áhrif á andann í liðinu hans. Kerr ræddi andlega þáttinn hjá Golden State Warriors eftir skell á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í nótt. Golden State setti Draymond Green í eins leiks bann í leiknum á undan fyrir hegðun sína í klefanum eftir tap á móti LA Clippers. Green hafði þá verið að rífast við Kevin Durant. Draymond Green klúðraði síðustu sókn Golden State Warriors í Clippers-leiknum þegar það lá í augum uppi að koma boltanum sem fyrst á Kevin Durant og láta hann taka lokaskotið. Green tapaði boltanum og Golden State tapaði síðan leiknum í framlengingu. Sögur segja að þeir Kevin Durant og Draymond Green hafi látið ýmislegt flakka í rifildinu sem byrjaði út á gólfi en endaði inn í klefa. Green á meðal annars að hafa sagt að Golden State hafi unnið án Durant og þurfi ekki á honum að halda.Steve Kerr on the status of the Warriors “We’re banged up physically and banged up spiritually”. pic.twitter.com/7SesFmSSWA — Hoop Central (@TheHoopCentral) November 16, 2018Kevin Durant er með lausan samning eftir tímabilið og hefur talað um að hann ætli að ná í risasamning. Það er ólíklegt að Golden State geti boðið honum slíkan samning enda með marga launaháar stórstjörnur innanborðs. Durant vildi ekkert ræða þetta mál eftir tapið í nótt en Steve Kerr kom aftur á móti hreint fram. „Við erum svolítið laskaðir líkamlega og eins og er þá er liðsandinn okkar líka lasakaður,“ sagði Steve Kerr. „Við getum ekki farið í felur með það. Við verðum bara að safna í bollann okkar, ná andann upp á ný, ná í orkuna aftur og það munum við geta. Þetta er langt, langt tímabili. Við stöndum í ströngu núna en ég þekki mína stráka,“ sagði Kerr. Draymond Green átti skelfilegan leik á móti Houston Rockets og Kerr var sammála því. Kerr var aftur á móti ánægður með viðhorf leikmannsins og hrósaði keppnismanninum í honum.Steph Curry has been the to Steve Kerr's success #DubNationpic.twitter.com/Nkdx9hPWTt — Warriors Nation (@SFWarriorNation) November 15, 2018
NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira