Varaformaður Viðreisnar undrandi á frestun ríkisstjórnar á orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 12:43 Þorsteinn Víglundsson. Fréttablaðið/Eyþór Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira