Ogier heimsmeistari í sjötta sinn Bragi Þórðarson skrifar 19. nóvember 2018 18:15 Ogier og Ingrassia fagna titlinum vísir/getty Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári. Aðrar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári.
Aðrar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira