Veiklunda verkalýðsforysta Bolli Héðinsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Kröfur verkalýðsforystunnar fyrir komandi kjarasamninga eru óðar að taka á sig mynd. Kröfurnar snúa jafnt að vinnuveitendum sem og ríkisvaldinu um aukna skattheimtu. Eitt vekur þó furðu, að verkalýðsforystan treystir sér ekki til að krefjast þeirra fjármuna sem umbjóðendur þeirra eiga nú þegar og vinnuveitendur færa sér í nyt. Hér er auðvitað átt við fiskinn í sjónum, veiðigjaldið sem þjóðinni ber fyrir hagnýtingu auðlindarinnar en stjórnvöld láta nú af hendi til útgerðarmanna gegn málamyndagjaldi. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukin framlög ríkisins til húsnæðismála, bætur almannatrygginga o.fl. þá ætlar verkalýðsforystan samt ekki að krefjast innköllunar aflaheimilda þannig að hægt væri að bjóða hluta þeirra út á hverju ári svo hámarksverð skili sér til hinna mörgu verkefna ríkissjóðs. Hvað veldur þessu veiklyndi verkalýðsforystunnar skal ósagt látið en vitað er að útgerðarmenn eru margir hverjir óvandir að meðulum þegar kemur að því að þjóðin krefji þá um sanngjarnt gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Þannig er þekkt að sjómenn eru hraktir úr skiprúmi ef þeir leyfa sér að andæfa útgerðunum. Sjómenn vita hvað til þeirra friðar heyrir vilji þeir halda sínu plássi. Sjávarútvegsfyrirtæki hóta að leggja niður fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum verði ekki farið að vilja þeirra. Þess er krafist að starfsmenn þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins skuli reknir verði þeir uppvísir að því að vera á móti núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda. Dæmi um þennan yfirgang útgerðanna er auðvelt að finna, yfirgang sem á ekki að líðast, sem heldur þjóðfélaginu í heljargreipum og hvetur til alvarlegrar þöggunar í lýðræðissamfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur þann valkost að taka forystuna í þessu máli með því að krefja ríkisvaldið um innheimtu ásættanlegs veiðigjalds, samhliða öðrum kröfum hreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, eða láta sem ekkert sé. Kverkatak útgerðanna eitt og sér sýnir hversu brýnt er að ráðast í breytt fyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda sem skiluðu útgerðunum tæpum 50 milljörðum á ári frá 2011 meðan aðeins rúmir 7 milljarðar skiluðu sér í ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Kröfur verkalýðsforystunnar fyrir komandi kjarasamninga eru óðar að taka á sig mynd. Kröfurnar snúa jafnt að vinnuveitendum sem og ríkisvaldinu um aukna skattheimtu. Eitt vekur þó furðu, að verkalýðsforystan treystir sér ekki til að krefjast þeirra fjármuna sem umbjóðendur þeirra eiga nú þegar og vinnuveitendur færa sér í nyt. Hér er auðvitað átt við fiskinn í sjónum, veiðigjaldið sem þjóðinni ber fyrir hagnýtingu auðlindarinnar en stjórnvöld láta nú af hendi til útgerðarmanna gegn málamyndagjaldi. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukin framlög ríkisins til húsnæðismála, bætur almannatrygginga o.fl. þá ætlar verkalýðsforystan samt ekki að krefjast innköllunar aflaheimilda þannig að hægt væri að bjóða hluta þeirra út á hverju ári svo hámarksverð skili sér til hinna mörgu verkefna ríkissjóðs. Hvað veldur þessu veiklyndi verkalýðsforystunnar skal ósagt látið en vitað er að útgerðarmenn eru margir hverjir óvandir að meðulum þegar kemur að því að þjóðin krefji þá um sanngjarnt gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Þannig er þekkt að sjómenn eru hraktir úr skiprúmi ef þeir leyfa sér að andæfa útgerðunum. Sjómenn vita hvað til þeirra friðar heyrir vilji þeir halda sínu plássi. Sjávarútvegsfyrirtæki hóta að leggja niður fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum verði ekki farið að vilja þeirra. Þess er krafist að starfsmenn þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins skuli reknir verði þeir uppvísir að því að vera á móti núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda. Dæmi um þennan yfirgang útgerðanna er auðvelt að finna, yfirgang sem á ekki að líðast, sem heldur þjóðfélaginu í heljargreipum og hvetur til alvarlegrar þöggunar í lýðræðissamfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur þann valkost að taka forystuna í þessu máli með því að krefja ríkisvaldið um innheimtu ásættanlegs veiðigjalds, samhliða öðrum kröfum hreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, eða láta sem ekkert sé. Kverkatak útgerðanna eitt og sér sýnir hversu brýnt er að ráðast í breytt fyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda sem skiluðu útgerðunum tæpum 50 milljörðum á ári frá 2011 meðan aðeins rúmir 7 milljarðar skiluðu sér í ríkissjóð.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun